Nú er komin upp áhugaverð staða í stjórnmálunum. Farlama ríkisstjórn sér nú allt einu opnast gullið tækifæri til framhaldslífs til loka kjörtímabilsins. Það mun geta gerst með innkomu Framsóknarflokksins.
Það er rétt hjá Steingrími Sigfússyni að það er ekki annar valkostur en að þessi stjórn sitji. Flokkarnir á þingi þora ekki í kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvorki þor né vilja til að koma að stjórn landsins núna. Þeim er því nauðugur einn kostur....
Þegar órólega deildin í VG studdi ekki fjárlögin leystist úr læðingi illa dulinn pirringur og reiði meirihluta VG í þeirra garð. Reiði sem þurfti svo sannaralega að finn sér farveg upp á yfirborðið. Þarna datt tækifærið upp í hendur forystunnar sem hefur gernýtt það. Snúið knappri vörn í sókn og komið þessum háværa og allt of valdamikla hópi á flótta.
Það er alveg augljóst að vægi þesa hóps hefur snarminnkað og einungis tvær leiðir héðan í boði fyrir hópinn. Annað hvort fullur stuðningur eða brotthvarf úr flokknum. Klofningurinn er nú öllum ljós og þá er hægt að halda áfram veginn með þeim sem fyrir eru og án þeirra hinna sem ekki gera annað en að vera fyrir á forsendum sem ekki standast alltaf skoðun.
Þá galopnast dyrnar fyrir Framsóknarflokkinn enda ekki lengur sú hætta að ógnarsterk óróleg deild muni setja sig upp á móti þeim ráðhag. Þessi pólitíski afleikur órólegu deildarinnar í VG hefur að mínu mati gert ríkisstjórninni gott og hreinsað andrúmsloft sem var orðið hættulega mengað og styrkt samstarfið við Samfylkinguna.
Svona sé ég þetta nú
Röggi
fimmtudagur, 23. desember 2010
Afleikur órólegu deildarinnar
ritaði Röggi kl 11:55 7 comments
fimmtudagur, 16. desember 2010
ESA og neyðarlögin
Í gær bárust þau tíðindi að ESA hafi komist að þeirri niðurstöðu að setning neyðarlaganna Íslensku hafi verið lögleg. Þetta er ef ég skil málið rétt stórmál sem hefur þó farið furðuhljótt. Kannski er það vegna þess að það var ríkisstjórn Geirs Haarde sem setti þessi neyðarlög sem fjölmiðlar og fleiri virðast ekki hafa áhuga.
Ég hef haldið því fram og er þess fullviss að sagan muni kenna okkur að sú ríkisstjórn gerði í raun kraftaverk við hörmulegar aðstæður hrunhaustið 2008. Sagan mun einnig kenna okkur að eigendur bankanna blekktu ekki bara öll matsfyrirtæki möguleg, seðlabanka og fjármálaeftirlit heldur og ekki síður stjórnmálamenn sem höfðu fá önnur tæki til að gera sér grein fyrir stöðu bankanna en þessa aðila.
Ríkisstjórninni tókst að halda bankakerfinu gangandi en mig rennur í grun að fólk bara átti sig alls ekki á hversu stórbrotið verk það var og geri sér enn síður grein fyrir afleiðingum þess ef það hefði ekki tekist. Ég hvet þá sem þetta lesa til að lynna sér sögu þeirra ríkja sem ekki tókst það við svona aðstæður. Það er saga vöruskorts og hungursneyðar svo eitthvað sé nefnt auk félagslegs niðurbrots.
Geir Haarde þarf nú að eyða tveimur árum í að svara til ímyndaðra pólitískra saka fyrir landsdómi. Það verður sífellt dapurlegra fyrir þá blessuðu alþingismenn sem að því stóðu. En þó það sé óhemjufáránleg niðurstaða gefst Geir þar tækifæri til að kenna Íslenskri þjóð að hann og hans lamaði samstarfsflokkur unnu gott starf við vonlausar aðstæður sem engin fagaðili eða eftirlits sáu fyrir.
Niðurstaða ESA í gær er því starfi fagur vitnisburður.
Röggi
ritaði Röggi kl 08:29 2 comments
föstudagur, 10. desember 2010
Icesave og Steingrímur J
Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra hlýtur að vera að berjast fyrir pólitísku lífi sínu þessa dagana. Þannig væri það hið minnsta hjá flestum þjóðum með eðlilega pólitíska vitund. Hann hefur ásamt pr sérfræðingum talað út og suður um það í nokkrar vikur að allt væri hér í svo miklum blóma bara ef við hefðum nú asnast til að samþykkja fyrri samning....
...sem allir vita nú að var algerlega fáránlegur og ekkert nema grjóthörð stjórnarandstaða og athyglissjúkur forseti kom í veg fyrir að Steingrími J. Sigfússyni tækist að ganga erinda viðsemjenda okkar og troða ósómanum upp á gjaldþrota þjóðarbú og skattgreiðendur barnabarnanna minna.
Þarna sjáum við hinn þrautreynda stjórnmálamann reyna með markvissum vinnubrögðum að snúa gjörtöpuðu tafli í vinning. Kannski tekst honum það bara enda ekki víst að sérlega steindauðir og velviljaðir fjölmiðlamenn hafi döngun í sér til að láta karlinn svara almennilega til saka í þessu efni. Enda ekki nema 98 % þjóðarinnar á bak við þá ákvörðun að fella samninginn hans.
Þessi samningur er nefnilega alls ekki samningurinn hans Steingríms. þetta er samningur sem þjóðin reyndi að ná algerlega gegn vilja Steingríms. Allar tilraunir hans til að eigna sér árangurinn núna eru hlægilegar en kenna okkur um leið að hann skuldar okkur afsökunarbeðini ef ekki hreinlega afsögn.
Röggi
ritaði Röggi kl 09:58 2 comments
mánudagur, 6. desember 2010
DV og sannleiksástin
Reynir Traustason telur sig sérstakann erindreka sannleikans og skrifar um það grein í dag. Það er gömul saga og ný að DV telur að allt eigi alltaf að vera til umfjöllun á síðum blaðsins og þar gilda tímasetningar og sönnunarbyrði og fleiri góð gildi ekki neinu.
Það sem ritstjórn blaðsins telur að muni selja þann daginn á brýnt erindi við hvern mann. Þeir sem hafa aðra skoðun en þessa eru á móti sannleikanum og að um hann sé fjallað. Þennan málflutning hafa sumir ótrúlegustu mannvonskupúkar sögunnar haft í þjónustu sinni.
Ef ég gerist blaðamaður á DV þá er það næg ástæða ein og sér að mig langi til að vita eitthvað og að birta þá vitneskju á síðum blaðsins. Engin önnur lögmál gilda. Einkalíf er ekki til. Ef einhver tekur sig til að sakar annan mann um eitthvað þá er það mögulega forsíðufrétt í DV. Tímasetningin og framvinda ákærunnar skiptir Reyni Traustason engu máli. Og af hverju?
Af því að hann er bara að segja sannleikann. Vissulega er hann ekki að ljúga í þessu tilbúna dæmi en þeir sem vilja reka alvöru fjölmiðil vita að það er ekki eina lögmálið sem gildir þegar fjallað er um einkahagi fólks.
Við verðum að vona að ekki komi til vondir menn sem smyrja einhverju á ritstjórann hugumstóra. Þann "sannleika" er ég ekki viss um að Reynir Traustason myndi vilja fjalla um á áberandi stað.
DV getur verið afar skemmtilegt aflestrar og ekki held ég því fram að þar vinni vont fólk. En hugmyndafræðin sem blaðið byggir á er hættuleg í besta falli og mælingin á gæðum hennar er ekki tekin á góðu dögunum.
Hún er nefnilega gerð á slæmu dögunum og þeir eru fleiri hjá DV en nokkrum öðrum fjölmiðli á Íslandi.
Röggi
ritaði Röggi kl 21:35 2 comments
miðvikudagur, 1. desember 2010
Svavar um Ólaf Ragnar
það telst til stórtíðinda í mínu lífi þegar ég og félagi Svavar Gestsson erum sammála. Svavar gagnrýnir Ólaf Ragnar sem enn einu sinni hefur gleymt því að hann er ekki stjórnmálamaður og gasprar um hluti sem eru ekki á hans könnu við erlenda fjölmiðla.
Forsetinn talar um Icesave og evru og önnur þau mál sem hann hefur pólitískann áhuga á og það er óþolandi og hefur alltaf verið. Mér finnst reyndar gaman að því að núna fyrst eru gamlir félagar hans og samherjar að finna að þessu verklagi Ólafs en þetta hefur verið hans háttur alla forsetatíð hans. Núna bara hentar það ekki....
Núna er hann nefnilega ekki að misnota embættið til að berja á vonda fólkinu í hinu liðinu. Og það má ekki. Þegar rætt er um hlutverk og stöðu forsetaembættissins er best að gleyma því með hverjum maður heldur í pólitík.
Ólafur Ragnar hefur verið að færa sig stöðugt upp á skaftið á Bessastöðum án umboðs til þess og það er kjarni málsins að mínu viti. Fyrst gerði hann það í fjölmiðlamálinu og fékk til þess stuðning mikinn frá Svavari og félögum. Þá var vinstri elítan ekki með neina skoðanir á því hvort þingræðinu væri ógnað og stóryrðin ekki spöruð til handa þeim sem gagnrýndu þann skandal út frá prinsippum um embættið.
Þess vegna er þátttaka manna eins og Svavars í umræðum um framgöngu Ólafs Ragnars í embætti svo máttlítil.
En samt svo þörf.....
Röggi
ritaði Röggi kl 12:58 5 comments