mánudagur, 20. apríl 2009

Grímulaus Grímur.

það er margt mjög skrýtið í kýrhausnum. Vinstri menn geta illa ekki sætt sig við að Mogginn skuli voga sér að hafa skoðanir sem ekki henta til vinstri. Grímur Atlason lætur þetta pirra sig og telur Moggann fella einhverja grímu með því að blaðið hefur tekið afstöðu í þjóðmálum.

Grímur á því ekki að venjast frekar en aðrir vinstri menn að fjölmiðlar séu grímulausir. Fjölmiðlaveldið hans Jóns Ásgeirs hefur nefnilega alltaf verið með grímu þó hún hafi verið gégnsæ flestum mönnum. Og ekki hefur afstaðan þurft að trufla.

Grímur tengir saman afstöðu Moggans því að blaðið fékk hluta skulda felldar niður af ríkisbanka. Ég vona Gríms vegna að hann sé ekki að meina það sem ég held að hann sé að meina. Kannski félagi Grímur telji að Mogginn eigi þá að hafa skilyrtar skoðanir sem henta þeim sem felldu skuldirnar niður?

Hvað er það í pólitísku uppeldi vinstri manna sem veldur þessu óþoli gagnvart öðrum skoðunum en bara þeim sem þeir trúa? Hvers vegna má Mogginn ekki hafa skoðanir? Af hverju þenjast vinstri taugar félaga Grims út þegar blaðið sveigir til hægri í afstöðu? Og hvernig tekst honum að tengja þetta allt saman við niðurfellingu skulda?

Það setur óneitanlega að manni hroll við nálgun Gríms Atlasonar í þessu máli og vonandi verður þessi hugsunarháttur gleymdur þegar kemur að því að stjórnmálamenn fara að handvelja fyrirtæki sem skulu fá fyrirgreiðslu bankanna eftir kosningar.

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Röggi

Þú er ótrúlega mikill hræsnari.

Þér var mikið í mun gegn öllum fjölmiðlum sem voru ekki í einkaeign Sjálfstæðismanna og drullaðir yfir þá.

Svo kemur þú fram og verð Sjálfstæðispésann, Mbl, og eignarhald þess án þess að blikna.

Hvað er að þér?

Ertu siðlaus?

Ertu vitlaus?


Skrif þín benda til bæði.

Morgunblaðið var keypt af Kvótakerlingunni í Eyjum sem launaði Davíð Oddssyni greiðann fyrir að hafa fengið innherja upplýsingar til að leysa út peningana sína úr Glitni daginn áður en bankinn fór á hausinn.

Siðlaust?

Löglegt?

Morgunblaðið er með yfirritstjórann Óskar sem passar upp á að ekkert fari þar inn sem gæti varpað skugga á flokkinn.

Engar óþægilegar upplýsingar eða sannleikur.

Þú, Röggi litli, skrifar undir það :)

Svo ætlast þú til að vera tekinn alvarlega í umræðunni...og þó kannski ekki alvarlega en allavega komast í liðið.

Rögg, þú ert ekki einnu sinni í hópnum og skilningur þinn á fjölmiðlum, lýðræði og pólitík byggist á fyrirfram ákveðnum skoðnum og spinni sem virkar ekki lengur.

Röggi, Ísland fór á hausinn og fólk vaknaði til vitundar um skaðsemi X-D en það þurfti mikið til: atvinnuleysi og gjaldþrot heimila og fyrirækja.

Eignir fólks eru verðlausar vegna manna eins og þín sem lugu þá og ljúga enn fyrir flokkinn gegn almannahagsmunum.

Þú ættir að skammast þín. En haltu áfram að blogga því að þú mælir svo vel með öllu öðru en X-D. Ég mæli orðið með að menn lesi þig núna og aftur í tímann þegar ég þarf að sannfæra menn um að kjósa annað en kvalara sína og það svínvirkar að nota þig til þess að sjá í gegnum hysmið. Takk fyrir það.

Röggi, Oflof er háð og þú ert vitleysingur :)

Nafnlaus sagði...

Glerhússteinkastarari


Hvað er það í pólitísku uppeldi hægri manna sem veldur þessu óþoli gagnvart öðrum skoðunum en bara þeim sem þeir trúa? Hvers vegna má Grímur ekki hafa skoðanir

Nafnlaus sagði...

Gott blogg, lesið tvö alveg firnabeitt núna í röð hjá þér. Ekki láta þessi grey með Tourette's á háu stigi valda þér áhyggjum.

Nafnlaus sagði...

Röggi alltaf góður, og þvi betri sem skrifin eru, því ljótari verða athugasemndirnar hjá sumum eins og dæmin sanna hér að ofan. Áfram Röggi...ég er fastagestur. Takk

Kristján