Hreinlega er kostulegt að fylgjast með fréttum frá Bretlandi um greiddann kostnað þingmanna. Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvernig svona system fæðist og kemst á laggirnar. Hvernig það braggast og verður normalt og allir þegja hvar í flokki sem þeir eru. Allir spila með.
Getur verið að það sé vegna þeirrar stefnu að laun skuli vera lág og jafnvel alltof lág? Það lítur nefnilega svo vel út í augum almennings að þingmenn og opinberir stórlaxar seu ekki að þiggja há laun. Þess vegna eru lagfærð og betrumbætt með sporslum og aukagreiðslum af ýmsu tagi sem ekki blasa við. Þetta þekkjum við vel hér og höfum dapra reynslu af.
Hjá okkur gæti stefnt í svona ástand. Skerum burt allt bruðl og óþarfa að ég tali nú ekki um ógagnsæi í launum eins og tíðkast greinilega í breska þinginu. En gerumst ekki kaþólskari en páfinn og viðurkennum að laun forsætisráðherra eru brandari.
Röggi.
Röggi.
fimmtudagur, 14. maí 2009
Láglaunastefnan.
ritaði Röggi kl 12:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Geisp...
Röggi, þú ert eitthvað svo 2004-2007.
Get a life and get real.... or get lost.
Röggs"
Mér er farið að líka skrif þín!! og ég sé að þú beinir þeim kurteislega að flokkskjánum þínum sem munu vissulega launa þér greeiðan eða hitt þó heldur.
Þetta er flott ef einhver svarar og er sammála þér sem er innmúraður íhaldsisti sem eru víst fáir í dag að þá skal ég láta Jón Balbvin skíta í skóinn sinn.
En eins og þú veist þá er lítill sjens á því.
En afhverju fittar þú ekki uppá umræðu um sameiningu skersins við evrópu og hvaða skoðanir hefur þú á því ?
Og ef þú skildir hafa eitthvað fram að færa um þá ummræðu endilega fræddu okkur um hversu slæmt það er að vera í samfélagi með þjóðum sem við verðum hvort sem er að eiga samskipti við, plís hjálpaðu okkur fáfræddu.
bestu kveðjur , ip# sem þú elskar.
Skrifa ummæli