Ármann Jakobsson drepur fingri á lyklaborð og skrifar um þrískiptingu valdsins á smugan.is. Ármann er um margt skemmtilegur penni og læsilegur en hér er hann yfirborðskenndur og innihaldsrýr.
Ármann freistast til halda að margir þeir sem vilja skerpa á þrískiptingu valds viti ekki um hvað það mál snýst heldur finnst gaman að slá um sig með frasanum. Merkilega hrokafullt hjá Ármanni sem finnur hugmyndinni um þriskiptingu valds það til forráttu að Ameríkanar notist við slíka hugmyndafræði. Það gera reyndar fleiri þjóðir og ég hélt að leitun væri að fólki sem telur þrískiptingu valds nánast óþarfa eins Ármann virðist vera að halda fram.
Ármann kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert stoði að breyta kerfinu ef hugarfarið breytist ekki með. Hann kemst þá líklega að þeirri niðurstöðu að núverandi system sé í raun gott en dýrategundin. mannskepnan, þurfi bara að koma sér upp óspilltu hugafari. Ekki er í lítið ráðist segi ég
Ég skil alls ekki fólk sem heldur að tal um þriskiptingu valds, sem er vel að merkja ekki stælar í fólki út í bæ, snúist um orðaleiki og tískustrauma eða frasanotkun þeirra sem ekki skilja heildarvandann. Ég tel nefnilega að þeir sem taka pólinn hans Ármanns skilji hvorki né nenni að kafa djúpt í málið.
Við Ármann verðum trúlega ekki sammála um meginstefnu í stjórnmálum enda tilheyrir hann þeim hópi fólks sem telur að stjórnmálamenn séu best til allra hluta fallnir. Og þess vegna vill hann standa vörð um ráðherraræðið, sem heitir víst á fagmáli þingræði, en hefur afskræmst í Íslenskum meðförum.
Breytinga er þörf og mér finnst þær snúast um kerfið en Ármann telur vandann snúast um fólk með vont hugarfar.
Vonandi verður þessi skoðun ekki tískuskoðun og vonandi ekki heldur frasarnir hans Ármanns.
Röggi
miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Ármann Jakobsson, þrískipting valds og frasanotkun
ritaði Röggi kl 16:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli