föstudagur, 10. desember 2010

Icesave og Steingrímur J

Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra hlýtur að vera að berjast fyrir pólitísku lífi sínu þessa dagana. Þannig væri það hið minnsta hjá flestum þjóðum með eðlilega pólitíska vitund. Hann hefur ásamt pr sérfræðingum talað út og suður um það í nokkrar vikur að allt væri hér í svo miklum blóma bara ef við hefðum nú asnast til að samþykkja fyrri samning....

...sem allir vita nú að var algerlega fáránlegur og ekkert nema grjóthörð stjórnarandstaða og athyglissjúkur forseti kom í veg fyrir að Steingrími J. Sigfússyni tækist að ganga erinda viðsemjenda okkar og troða ósómanum upp á gjaldþrota þjóðarbú og skattgreiðendur barnabarnanna minna.

Þarna sjáum við hinn þrautreynda stjórnmálamann reyna með markvissum vinnubrögðum að snúa gjörtöpuðu tafli í vinning. Kannski tekst honum það bara enda ekki víst að sérlega steindauðir og velviljaðir fjölmiðlamenn hafi döngun í sér til að láta karlinn svara almennilega til saka í þessu efni. Enda ekki nema 98 % þjóðarinnar á bak við þá ákvörðun að fella samninginn hans.

Þessi samningur er nefnilega alls ekki samningurinn hans Steingríms. þetta er samningur sem þjóðin reyndi að ná algerlega gegn vilja Steingríms. Allar tilraunir hans til að eigna sér árangurinn núna eru hlægilegar en kenna okkur um leið að hann skuldar okkur afsökunarbeðini ef ekki hreinlega afsögn.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála, EN:
Hvaða FLokkur ´samþykkti eftirlitsleysi með bönkunum og kom okkur þannig í þessa stöðu?

Nafnlaus sagði...

Hvaða stöðu? Ber okkur (þ.e. ríkinu) að greiða skuldir einkafyrirtækis? Það fylgdi líka með þessu sk. eftirlitsleysi, sem var náttúrulega ekkert annað en ESB reglur.