mánudagur, 14. febrúar 2011

Svivirða Steingríms J

Steingrímur Sigfússon hefur setið lengur á þingi enn flestir og hann er refur af gamla skólanum, mælskari en andskotinn og skemmtilegur vel þegar þannig liggur á honum. Í dag var hann í knappri nauðvörn vegna þess að hann, fulltrúi hins nýja Íslands, var að reyna að halda uppi vörnum fyrir lögbrjótinn sinn hana Svandísi Svavarsdóttur.

Steingrímur gékk auðvitað ótrúlega langt yfir strikið þegar hann svívirti Landsvirkjun, sveitarstjórn og hæstarétt í sömu setningunni þegar hann ýjaði að því að fyrirtækið hefði mútað sveitarstjórn og fengið stimpil á allt saman hjá hæstarétti.

Það er ekkert fyndið hjá réðherranum að tala með þessum hætti. Hann veit auðvitað að hæstiréttur dæmir eftir lögum sem hann og hans kollegar setja réttinum en í þessu tilfelli skipta slíkir smámunir engu.

Hvað þarf til þess að ráðherra stígi til hliðar ef ekki brot á lögum? Steingrímur segist sjálfur bera fullt traust til ráðherrans og það dugar honum. Heldur ráðherrann að hann sé Guð almáttugur og að hans álit skipti öllu máli og ekki annarra eins og t.d. þjóðarinnar?

Alþingi hefur eiginlega ekki efni á umræðu eins og hæstvirtur fjármálaráðherra stóð fyrir í dag. Steingrímur er klassíkst dæmi um það þegar byltingin étur börnin sín....

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ósvífni VG og Steingríms J á sér engin takmörk, þetta er fólk sem alla tíð hefur gert aðrar og minni kröfur til sjálfs sín enn annarra. Hroki þessa fólks er emgu likur það þekkja þeir sem alist hafa upp við yfirgang, frekju og ósvífni fólksins á Gunnarsstöðum. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.

Nafnlaus sagði...

HEY, HEYR

Við viljum þessa fulltrúa hins liðna

BURT!

STRAX

Nafnlaus sagði...

Hvað er athugavert við að Landsvirkjun kaupi skipulag af frumbyggjum fyrir eldvatn og glerperlur?
Auðvitað ekkert.Hæstiréttur hefur staðfest það.
Væri ekki rétt að umboðsmaður Alþingis taki pokann sinn fyrir afskifti sín af málinu?
kv.Trausti þórðarson