Þá vitum við það, Geir Haarde var óduglegur að halda ráðherrafundi. Mig minnir reyndar að Samfylking hafi á þessum tíma átt í umfangsmiklu basli með að fá ráðherra sína til að halda trúnað um nokkurn skapaðan hlut og því kannski ekki fundafært um mál sem ekki mátti komast í umræðuna þá.
Ég veit það eins og þeir sem þetta lesa að þó að við verðum að bera virðingu fyrir reglum og lögum að það sem Geir Haarde var fundið til foráttu fyrir þessum dómi hefur fram til þessa ekki truflað nokkrun mann og var klárlega ekki það sem knúði þingheim kvöldið sem hann var ákærður.
Það er í raun alveg sér móðgun að Steingrímur Sigfússon skuli hafa heilsufar í að nefna það nú að lög um landsdóm þurfi að endurskoða. Ekki mikill manndómur hjá honum blessuðum og að manni læðast allskyns hugsanir um að karlinn finni undarlegan hita þegar hann setur sjálfan sig inn í mengið.
Léttadrengir og stúlkur í umræðunni sem ekki kunna að skammast sín fyrir stuðninginn við ósómann ætla að nýta sér ræðu sem Geir hélt eftir dómsuppkvaðningu af nokkurri vanstillingu til þess að næra pólitíska óvild sína til bæði Geirs og flokksins hans.
Þetta sama fólk hafur sumt skrifað af ótrúlegum barnaskap um það hversu bráðhollt það væri Geir að fá hreinsa mannorð sitt fyrir landsdómi. það væri í raun hans lán. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um viðbrögðin verði einn úr "rétta" liðinu ákærður og leiddur fyrir þennan landsdóm sem nú er skyndilega tímaskekkja.
Umboðsmenn þeirrar ákvörðunar að ákæra Geir fóru sneypuför og það er hreinlega gaman að fylgjast með fólki gera þann ákærulið sem sakfellt var fyrir að landráðum.
Ekkert af þvi sem var til umræðu þegar smáir stjórnmálamenn ákváðu að forða sínum en ákæra einn var nothæft fyrir landsdómi.
Hvernig er hægt að gleyma umræðunni? Hitanum og fullvissunni um sektina. Stóryrðum gildishlöðnum um að bara ef Geir hefði ekki verið þetta eða hitt þá hefði ekkert hrunið. Hvernig líður fólkinu sem ætlaði að ná sér í snöggsoðinn pólitískann skyndibita með þessu?
Min skoðun á landsdómi hefur ekki breyst og mun ekki gera það. Ég er á móti pólitískun réttarhöldum. En ég er voða hræddur um að þeir sem berjast veikum mætti við að lesa gríðarlegt mikilvægi út úr þessum skrípaleik muni fyrr en seinna kynnast því að byltingin étur stundum börnin sín.
Fólkið sem fagnaði því hvernig forsetinn þeirra virkjaði málskotsréttinn snarsérist svo algerlega þegar þessi sami forseti fór að nota þann rétt á "rangan" hátt fyrir "rangan" málsstað.
Þetta er sama fólkið og sér allan sigur í þessu ömurlega máli en er þó nú þegar farið að daðra við hugmyndina um að aftengja landsdóm. Sagan endurtekur sig stundum og hentistefnupólitíkin nær alltaf á endanum í skottið á fólki.
Röggi
þriðjudagur, 24. apríl 2012
Að gengnum dómi
ritaði Röggi kl 22:33
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Flott letur :)
Og jæja ætli það sé nú hægt að dæma gömul hjónin fyrir nokkurn snærisspotta ef að Geir slapp svona vel;)
Algjörlega sammála Röggi. Hrikalegt að nokkrir miður vandaðir aðilar hafi fært þessa smám yfir þjóðina.
Ásta
I like this, Such smart blog work and reporting! Im impressed with this, Thanks
I bookmarked it, Looking forward to read new articles. Keep up the good work.
Fantastic blog, This is kind of info written in a perfect way. Keep on Blogging!
Skrifa ummæli