sunnudagur, 9. september 2012

Falleinkun Inga Freys

Fréttastjóri DV skrifaði pistil í blaðið sitt um daginn. Þar skrifar Ingi Freyr eins og hann sé hlutlaus fagmaður um mál er tengjast Gunnari Andersen ákærðum fyrrverandi forstjóri FME. 

Getur Ingi Freyr fréttastjóri DV sem leikur hlutverk í þessari sögu litið á sig sem áreiðanlegt vitni í þessu máli eða hlutlaust? Slíkir smámunir þvælast ekki fyrir blaðinu eins og stundum fyrr.

Fréttastjórinn ákveður að taka órökstuddar fabúleringar Gunnars um leka til kastljóss í gegnum Guðlaug þór sem sannleikann og byggir þennan afleita pisltil á sögunni sem hinn ákærði forstjóri talar um. 

Svo er þvælt um sölu eignar Guðlaugs Þórs eins og þar hafi átt sér stað stórglæpur sem skilað hafi miklum og þá væntanlega óeðlilegum hagnaði. Hvorutveggja er frétt um ekki neitt og hagnaðar hluti sögunnar fjarri sannleikanum.

Fréttastjóri DV hefur tekið sér ákveðna stöðu gegn manni og með öðrum og ætlar sér hvað sem hver segir að reyna að koma glæp sem nú er verið að fjalla um á hendur "hans" manni yfir á þann sem saksóknari telur með nokkuð vel rökstuddum grun fórnarlamb í málinu.

Ingi Freyr fær falleinkunn fyrir þetta og enn einu sinni hendir það að blaðið sem borgar honum laun gerist bert að því að kunna ekki að taka menn af aftökulistanum hafi þeir á annað borð verið settir á þann lista.

Hér gékk maður undir manns hönd þegar stjórn FME ákvað að leysa Gunnar frá störfum og framleiddu mergjaðar samsæriskenningar um mann og annan. Þeir eru flestir þögulir mjög núna þegar þetta mál ber á góma og vottar jafnvel fyrir skömm hjá sumum.

En þó ekki öllum...


Röggi

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er öllum skítsama hvað þér finnst. Enda ertu ömurleg manneskja.

Nafnlaus sagði...

Jahá. Það eitt er ljóst að höfundur þessarar bloggfærslu fær falleinkunn í stafsetningu. Einkunn er með tveimur n-um.

Nafnlaus sagði...

Kæri nafnlausi
Það eru ekki tvö n í einkun bara eitt
það er hún einkunin
Læra betur heima

Nafnlaus sagði...

Kórrétt hjá þér Röggi, Ingi Freyr fær algera falleinkunn fyrir þennan "pistil".

Nafnlaus sagði...

Við verðum að hafa í huga, að DV er í heilögu stríði við Sjálfstæðisflokkinn enda er þessi snepill hreinlegar gerður út til þess af ákveðnum öflum hér í samfélaginu.

Nafnlaus sagði...

"Nafnlaus said...
Kæri nafnlausi
Það eru ekki tvö n í einkun bara eitt
það er hún einkunin
Læra betur heima

10. september 2012 06:21"

http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=Einkunn

Nafnlaus sagði...

Einkunn
Miskunn
Vorkunn
Forkunn

Nafnlaus sagði...

Ad Hominem, orðhengilsháttur, útúrsnúningar, afneitun og þvarg yfir stafsetningu. Örfá merki um rökþrot í umræðu.

Takk fyrir bloggið, Röggi. Þú hittir naglann sannarlega á höfuðið.

Nafnlaus sagði...

Frjálshyggjufól væru ekki að fjargast yfir DV væri Óli Björn Kárason enn ritstjóri þar.

hræsnarar

outlookindia.com sagði...

Thank you for posting such a great article!

gostopsite.com sagði...

Thank you for this wonderful Article!

casinositerank.com sagði...

Guys just sharing, I’ve found this interesting! Check it out!

sportstotomen.com sagði...

THANK YOU FOR SHARING THIS KIND OF GREAT INFORMATION.

19guide03.com sagði...

GREAT ARTICLE,THIS WHAT TOTALLY WHAT I WAS LOOKING FOR.

casinosite.zone sagði...

I really like your blog.. very nice colors & theme.

slotplayground.com sagði...

Terrific work! This is the type of info that are meant to be shared across the web.