Sumt breytist seint og enn einu sinni virðist Guðjón þórðarson ekki geta unnið undir neikvæðri pressu. Af einhverjum ástæðum er hann nú þjálfari í næst efstu deild á Íslandi og gustar um kallinn sem hefur afrekað það á stuttum tíma sínum fyrir vestan að henda mönnum á dyr og nú síðast ýjar hann að rasisma hjá dómurum.
Guðjón er einn þeirra sem gleðst mjög á góðum degi og á þá ekkert nema vini en er þegar á móti blæs umkringdur vondu fólki. Ég veit ekki hvað þarf til þess að þjálfarar í Íslensku deildinni gangi fram af framkvæmdastjóra KSÍ en fyrir mig er svona tal allt að því óþolandi. Það er almennt viðurkennt meðal siðaðra manna í íþróttum að kynþáttafordómar eru síðasta sort. Og að saka menn um slíkt því grafalvarlegt mál jafnvel þó það komi frá Guðjóni Þórðarsyni.
Það er eitt að hafa þá skoðun að dómari sé slakur, hafi átt afleitan dag og þess háttar. Þjálfarar hafa að sjálfsögðu allan rétt á slíku mati. Framsetning þeirra á þessu faglega mati sínu skiptir þó alltaf máli. Það er ekkert faglegt við þessi ummæli Guðjóns og í alvöru deildum yrðu þessi ummæli Guðjóns litin alvarlegum augum og honum refsað í samræmi við það.
EF KSÍ gerir ekkert í þessu máli er varla hægt annað en að draga þá ályktun að þeir séu hreinlega sammála þessu mati þjálfarans. Knattspyrna er stór business og æskulýðsstarf og KSÍ þarf ekki á svona skemmdarstarfsemi á vörumerkinu að halda.
Ég sé að fyrstu viðbrögð KSÍ eru það að dómarastjóri segir viðkomandi dómara dreng góðan og þetta geti því ekki komið til. Einnig telur þessi maður að ummælin dæmi sig sjálf. Þessi viðbrögð KSÍ hljóta að vera þeirra framlag til áramótaskaupsins 2011......
Röggi
mánudagur, 27. júní 2011
Guðjón, rasismi og KSÍ
ritaði
Röggi
kl
14:38
8
comments
föstudagur, 24. júní 2011
Bensingjald og samanburðarhagfræði Steingríms
Ég veit að það þjónar kannski engum tilgangi að pirra sig á fjármálaráðherra og skilningi hans á hlutunum en ég varð fyrir því að heyra viðtal við hann á stöð 2 í gær. Umræðuefnið var hlutur ríkissins í bensínverðinu.
Steingrímur er ekki slæmur maður en barnatrú hans í pólitík er bara svo afleit. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að bensínverð hér sé lágt og hlutur ríkissins lægra en víðast og því sé bráðhollt að halda áfram niður brekkuna og gefa ekki eftir álögur ríkissins.
Allt ber þetta að sama brunni hjá fjármálaráðherranum. Hann skilur hvorki upp né niður í hagfræði og fattar ekki gildi hagvaxtar og nú nýverið hefur hann brugðið á það ráð að halda því fram að hagfræði og hagkvæmni sé ekki endilega góður mælikvarði þegar rætt er um afkomu atvinnugreina!
Þó fréttamanninum hafi ekki dottið í hug að trufla ráðherrann með athugasemdum um að samanburður á bensinverði hér og annars staðar ætti að vera í samhengi við laun og kaupmátt þá er bara ekki hægt að ræða þessa hluti án þess samhengis vilji menn láta taka eitthvert mark á sér. Steingrímur kemst þó upp með þetta slag í slag í fjölmiðlum...
En burtséð frá þessu pælingum þá situr alltaf eftir hið magnaða áunna skilningsleysi á hagvexti og þeirri staðreynd að betra er að launin okkar komi við á nokkrum stöðum áður en þau lenda í vasa fjármálaráðherra.
Með eftirgjöf Steingíms á bensingjaldi ykkust líkurnar á meiri notkun og meiri ferðalögum sem aftur þýðir fleiri atvinnutækifæri í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem þá leiða af sér allskonar afleidd störf og svo framvegis og framvegis.
Hreyfing kæmist á hlutina og hjól sem stöðvast hafa og eru að stöðvast tækju að snúast á ný. Blóð í æðar atvinnulífs....
....og það allt þýðir hvað fyrir ríkissjóðinn hans Steingríms?
Bingó!!
Röggi
ritaði
Röggi
kl
16:52
2
comments
þriðjudagur, 21. júní 2011
Kvótinn og stjórnarandstaðan
það er þægilegra líf að vera í stjórnarandstöðu en stjórn. Vera jafnvel fúll á móti og hafna öllum erfiðum málum og handvelja svo gæðamál til að halda með allt eftir stemningu í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Sumir flokkar hafa búið að slíkum lífsgæðum lengi og náð sér á endanum í nægilegt fylgi til að setjast að kjötkötlunum.
VG er eins og rifið út úr kennslubókinni þegar að þessu kemur og eitt besta dæmið er kvótakerfið. Það er system sem stór hluti þjóðarinnar hefur lært að hata og sannfærst um að þeir einir stundi veiðar sem hafa fengið allt frítt upp í hendurnar. Útgerðir eru vont fólk sem hefur yfirveðsett allt og græðir svo á öllu saman. Og ég veit ekki hvað....
Ég man hvernig útgerðin var rekin fyrir kvótann. Þá hétu kvótagreifarnir sægreifar og áttu heilu plássin og ráku alla heim þegar enginn var fiskurinn. Svo var gengið fellt eftir hentugleika og stjórnmálamenn útveguðu togara út í eitt í kjördæmapotisfíling. Allt var þetta meira og minna á hausnum og ríkisrekið með einum eða öðrum hætti og sóknargetan langt umfram það sem hentaði. Þá var þessi bransi ekki orðinn að sameign þjóðarinnar. Það kom með hagnaðinum síðar....
Af hverju öfunda aðrar þjóðir okkur af systeminu? Þjóðir sem þurfa sífellt að ríkisstyrkja útgerðir sem svo ofveiða allar tegundir stjórnlaust. Vel má vera að mistök hafi verið gerð í upphafi en er það næg ástæða til að kollvarpa kerfi sem virkar og taka upp annað sem ekki ekki virkar?
Ég get svo vel skilið reiði þeirra sem sitja eftir í sjávarplássum kvótalausum en sé ekki ljósið í því að afhenda stjórnmálamönnum völdin til að geta úthlutað kvóta eftir smekk hingað og þangað án tillits til hagkvæmni. Við höfum fullreynt það kerfi og það leysir ekki vandann en færir hann hugsanlega eitthvað til áður en allt sígur á enn verri ógæfuhlið.
Margir bundu miklar vonir við ríkisstjórnina í þessum efnum enda hafði ekki vantað stóryrðin árum saman. Nú skyldi sko tekið á þessum bévítans kvótagreifum öllum saman og auðlindinni "skilað" til eigenda sinna. Nú eftir tvö ár hefur meira að segja ríkisstjórninni lærst að svona einfalt er málið því miður ekki.
En vandinn eru gömlu loforðin og því hefur Jón Bjarnason ráðherra sjávarútvegs lamið saman algerlega liðónýt frumvörp um málið. Vissulega getur verið erfitt að gera öllum til hæfis þegar kemur að rekstri fyrirtækis eins og Íslands en afar sjaldgæft er að koma fram með frumvörp sem enginn hagsmunaaðili hringinn í kringum borðið getur sætt sig við en það er VG að gera og Samfylking reynir án afláts að þegja og vona að enginn taki eftir því að hún er líka í ríkisstjórninni.
Tilraunir ríkisstjórnarinnar til að eyðileggja sjávarútveginn og draga úr hagkvæmni til lengri og skemmri tíma er grafalvarlegt mál og látið ekki blekkjast þó spunameistarar hafi dottið niður á það þvaður að fleira skipti máli en hagfræði þegar kemur að atvinnuvegum þjóðarinnar.
Það kann að henta lítilmótlegum hagsmunum pólitískum til skamms tíma að ganga milli bols og höfuðs á ímynduðum óvinum þjóðarinnar sem reka útgerðir með þessum kvótafrumvörpum en lengra nær það ekki. Leitun er að hagfræðingum og hagsmunaaðilum sem telja þau til bóta en þeir fagna mest sem seldu sig út úr greininni og bíða nú eftir því að kaupa sig inn aftur með afföllum. Það er líklega það sem VG kallar nýliðun í greininni....
Hún er rómantísk hugmyndin um að innkalla bara kvótann og endurúthluta til þeirra sem vilja. Og setja bara þessa skuldugu útgerðir á hausinn. "Gott á þessa skratta" heyrist jafnvel. Fáum bara aðra til að veiða fiskinn. Svona kaffihúsatal á ekkert erindi inn á þing enda vita þeir sem hafa kynnt sér málið að þessi hagfræði heldur hvorki vatni né vindi þó sniðug sé í góðra vina hópi.
Gamli stjórnarandstöðuflokkurinn VG hefur nefnilega kjaftað sig út í horn og ratar ekki þaðan og vonar líklega að einhver nenni að stunda málþóf fram að næstu kosningum til þess að svæfa málið. Og þegar forsætisráðherra er spurð út í málið þá rær hún á gömul mið og talar um hrunflokka og bankakrísu eða frjálshyggju og reynir að eyða talinu með því að benda á annað.
Það er vilji til þess á þingi að laga það sem aflaga kann að hafa farið og gerlegt er að lagfæra án þess að eyðileggja það sem virkar. En það bara hantar ekki gamla stjórnarandstöðuflokknum VG.
Það þarf kjark og skapfestu til að standa með langtímahagsmunum en ekki bara stundar. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því miður margsýnt að slíkan kjark og slíka skapfestu er þar ekki að finna......
Röggi
ritaði
Röggi
kl
10:45
2
comments
þriðjudagur, 14. júní 2011
Staða biskups
Hvað á maður að halda um þjóðkirkjuna? Margir ríghalda í trúna og vilja stunda kirkjuna sína og þykir undurvænt um siðina. Við höldum jól og sækjum brúðkaup og jarðsyngjum hvert annað í faðmi kirkjunnar. Börnin okkar flestra eru fermd og skírð í kirkju og tónlistarlíf væri fátækara ef ekki hefðum við haft kirkjukórana.
Og við höfum prestana. Þeir eru af holdi og blóði eins og við og verða varla háheilagir þó þeir ljúki embættisprófi og fái brauð. Það er þannig að við heyrum mun meira af því sem miður fer og svoleiðis er það klárlega með kirkjuna því innan kirkjunnar er auðvitað unnið frábært starf.
En ef við viljum meta gæði hlutanna er best að byrja á slæmu dögunum. Kirkjan er að ganga í gegnum slæma daga hin síðustu ár þegar hvert hneykslismálið virðist reka annað. En það eru viðbrögðin við sögunni og þeim mistökum sem hún hefur að geyma sem gera íllt verra.
Karl Sigurbjörnsson virðist ætla að taka einkahagsmuni sína fram yfir kirkjunnar og vei kirkjunni ef honum tekst það. Rannsóknarskýrsla kirkjunnar á glæpum Ólafs Skúlasonar fer þeim höndum um Karl að hann á engan kost annan en stíga til hliðar. Þannig og aðeins þannig á hann einhvern möguleika á fyrirgefningu.
Kannski upplifir biskup sig sem fórnarlamb tíðarandans á einhvern hátt. Við horfðum á Ólaf Skúlason tala um áskanir sem á hann voru bornar og kærðum okkur kollótt flest og héldum áfram með okkar verk. En við vissum ekki það sem sumir aðrir vissu...
Karl Sigurbjörnsson gerir ekki tilraun til að andæfa niðurstöðu skýrsluhöfunda en reynir að segja okkur hvers vegna hann gat ekki breytt rétt. Ég hef þá skoðun að þær skýringar séu til heimabrúks og geri ekkert gagn fyrir kirkjuna.
Staðreyndin er sú að upp er komin staða sem Karl kemst ekki frá nema segja sig frá starfi. Hann þarf að hugsa stórt og af auðmýkt og hann þarf að hugsa um hag kirkjunnar fyrst og fremst.
Það gerir hann með því að stíga til hliðar. Þannig axlar hann ábyrgð og reynir að læra af misökum sínum.
Einungis þannig....
Röggi
ritaði
Röggi
kl
14:00
3
comments
Magnús Orri til varnar landsdómi
Auðvitað hlaut að koma að því að einhver úr stjórnarliðinu snérist til varnar þeirri fáránlegu ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm og það var þá Magnús Orri Schram sem hafði sig í það.
Magnús Orri er um margt áheyrilegur maður í tali og skrifum og bregst ekki hér frekar en fyrr en innihaldið er rýrt. Lög er lög segir þingmaðurinn og sér hvergi pólitísku skítalyktina af málinusem þó leggur hátt til himins. Leitun er að fólki sem skilur af hverju Geir er einn á sakamannabekk og er ég þá einungis að tala um þá sem skilja hugmyndina um pólitísk réttarhöld yfirhöfuð....
Væri ég eins innréttaður og Magnús Orri og teldi eðlilegt að senda stjórnmálamenn fyrir lögfræðingasveit sem kveður upp úr um það hvað er góð pólitík og hver vond væri kannski mögulegt að komast að sömu niðurstöðu, kannski.
En ég er bara í prinsippinu á móti svona æfingum og útfærslan á þessu leikriti fáránleikans er til skammar Magnúsi Orra og hans fólki. Ég veit svo sem ekki hvort mér hefði liðið eitthvað betur hefði Magnús Orri haft pólitískt heilsufar til þess að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu líka en af því hefði þó verið einhver mannsbragur í allri lágkúrunni.
En lög er lög segir Magnús Orri og ef hann ræður einhverju verður líklega að fastráða fólk til landsdóms því tilefnin eru ærin og verða ærin þegar kemur að því að refsa stjórnmálamönnum fyrir að vera stjórnmálamenn.
Röggi
ritaði
Röggi
kl
10:37
1 comments
mánudagur, 13. júní 2011
Enn fellur jonas.is á barnaskólaprófinu
Það er að verða viðtekin venja hjá jonas.is að falla á prófinu þegar kemur að verndun einkalífs fólks. jonas.is telur það tilraun til þöggunar að vilja eiga sér einkalíf. Allar upplýsingar um alla eiga alltaf erindi til almennings ef jonas.is fær að ráða.
Þetta viðhorf hans er þvílík dómsdagsfirra að engu tali tekur enda er ég ekkert viss um að hann vildi finna sig í þeirri stöðu sjálfur að t.d. þeir tölvupóstar sem hann sendir mönnum séu til lesturs fyrir hvern sem er.
Að þessu sinni skilur jonas.is ekki af hverju Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill skoða réttarstöðu sína vegna birtingu tölvupósta sem gengur milli hans og Ögmundar Jónassonar. Nú er það bara þannig að um svona samskipti gilda lög og þau eru ekki sett til þess að fólk með gægjuþörf fái ekki svalað þörfinni.
Friðhelgi einkalífs er grundvallaratriði en ekki sérviska. Og tilraunir til þess að krefjast þessara réttinda er ekki tilraun til að fela glæpi.
Skoðanir forseta ASÍ á málum eru opninberar og öllum ljósar og forseti ASÍ hefur að því er ég best veit ekki reynt að halda þeim leyndum fyrir jonas.is né öðrum.
Það sem stýrir jonas.is í þessu máli eins og öðrum er andúð hans á skoðunum forseta ASÍ og í því samhengi finnst honum eðlilegt að kasta grundvallarréttindum eins og friðhelgi einkalífs út um glugga.
En þetta kemur auðvitað ekki á óvart þannig séð. jonas.is var eini maðurinn í Íslandi sem taldi það þjóðhagslega nauðsynlegt að við fengjum nafn piltsins sem myrti unnustu sína birt korteri eftir atburðinn.
jonas.is þekkir ekki mörkin nema þegar það hentar skoðunum hans. Dýpra ristir þetta því miður ekki....
Röggi
ritaði
Röggi
kl
12:14
4
comments
fimmtudagur, 9. júní 2011
Egill Helgason og Baugssagan
Egill Helgason reynir í færslu í dag á eyjunni að snúa mannkynssögunni á haus. Tilefnið er bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið. Egill getur reynt að bæta evrópu og heimsmet í hártogunum og útúrsnúningum en sagan liggur fyrir.
Egill Helgason var einn þeirra sem gékk í lið með Jóni Ásgeir þegar honum tókst að selja þá útgáfu að Baugsmálið væri pólitík og slagurinn fór að snúast um það hvort menn héldu með Davíð eða hinum.
Vel má vera að Björn Bjarnason sé svo tengdur Davíð að auðvelt verði fyrir menn eins og Egil að telja einhverjum trú um að Björn sé ekki nógu hlutlaus til þess að mark sé á hans söguskýringum takandi.
En fyrir venjulegt hugsandi fólk þarf ekki neina bók til þess að sjá hver kostnaður okkar er af þeirri vígstöðu sem tekin var með Baugi gegn öllum mögulegum og ómögulegum mönnum sem reyndu að koma einhverjum lögum yfir þá mafíu.
Menn geta talað um kommunistaveiðara og heilkenni og hvað eina og reynt að gera persónur þeirra sem tala að aðalvörn sinni á flóttanum undan eigin fyrri skoðunum. Sú aðferð var ofnotuð af Baugsmönnum og eftir sitja margir góðir menn og margar góðar konur sem gerðu ekkert annað en að vinna vinnuna sína en máttu þola svívirðilegar persónulegar árásir árum saman í fjölmiðlum sem vel að merkja mafían á ennþá. Hver ber ábyrgð á því?
Þeir eru margir sem brugðust og enn bregðast menn og munu líklega alltaf gera og nú vilja menn uppgjör og sumir fagna landsdómi. Egill Helgason vill bara fá að tala og tala en ekki bera neina ábyrgð og kannast svo ekki við skoðanir sínar þegar þær reynast ekki hagstæðar seinna meir.
Röggi
ritaði
Röggi
kl
10:12
13
comments