þriðjudagur, 21. apríl 2009

Árni Páll og tjáningarfrelsið

Árni Páll Samfylkingarmaður virðist ekki bara telja að andstæðingar sínir séu fífl. Hann trúir því greinilega líka að fólk sé fífl. Nú krefst hann þess að Sjálfstæðisflokkurinn afneiti auglýsingum og vefsíðum og láti auk þess loka þeim. Látum ekki tala til okkar eins og við séum fífl.

Mikill er máttur stjórnmálamanna en að þeir geti slökkt á tjáningarfrelsinu eins og hentar félaga Árna Pál er vonandi ekki hægt. Ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði svipaða kröfu á Samfylkinguna yrði hún trúlega að fastráða menn í fullt starf, á vöktum.

Við erum þjóðin hvort sem Árn Páll trúir þvi eða ekki og við þurfum ekki leyfi frá einum eða neinum til að tjá okkur. Auglýsingar flokkanna eru eftir því sem ég best veit greinilega auðkenndar og því algerlega út í bláinn að reyna að drepa málum á dreif með svona málflutningi.

Látum ekki kosningabandalagið komast upp með að ræða það ekki sem skiptir máli.

Röggi.

9 ummæli:

GSS sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn er í kröppum dansi þessa dagana og víða leynast andstæðingarnir.
Nú hefur útvarpsstöðin Bylgjan bæst í hópinn og gengið til liðs við Samfylkinguna.
Í þrjú fréttum var fyrsta frétt bloggárás Össurar á Bjarna Ben. Gott ef bloggið hans var ekki lesið frá upphafi til enda.
Þetta er nýlunda í fréttamennskunni en kannski á þarna við sem oftar að tilgangurinn helgar meðalið.

Nafnlaus sagði...

Röggi

Ertu með vatnshöfuð?

Jeesus...

Þér er ekki viðbjargandi.

But Keep writing monkey boy, fylgið hrynur í beinu samhengi við bullið í ykkur núna :)

Nafnlaus sagði...

Þú er EKKI þjóðin Röggi

Þú tilheyrir minnihlutahóp núna, FLokknum X-D sem gætir hagsmuna annarra minnihluta hópa (t.d. kvótagreifanna) gegn hagsmunum meirihluta almennings.

Skilurðu? Þannig sér fólk þig og FLokkinn þinn.

Þú er annað hvort skemmdur eða bara illa gefinn.

Nafnlaus sagði...

Seinheppnir Sjálfstæðismenn

Hinn nýi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur einkum getið sér orð fyrir einstakan hæfileika til að skipta oft um skoðun.Honum hefur tekist að fara tvo heila hringi varðandi skattahækkanir. Frá landsfundi hefur hann verið jafnoft á móti skattahækkunum, og með þeim. Það er afrek út af fyrir sig á svo stuttum formannsferli.Sami hringlandaháttur birtist um ESB. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn einsog vönkuð kvíga, sem veit ekki hvað snýr upp eða niður.Sunnudeginum fyrir landsfund lýsti þannig nýi formaðurinn með landsföðurlegu yfirbragði eindregnu fylgi við ESB. Tæpri viku síðar, að kveldi þess dags sem Bjarni réri á silfurskeiðunum í formannsstólinn, skipti hann algerlega um skoðun. Þá sagði hann sjónvarpsáhorfendum með sakbitnu vandræðabrosi strákpjakks að nú teldi hann langbest að Ísland stæði utan ESB!Svona hringsnúning geta strákpjakkar úr heimastjórnararminumen, sem halda að pólitík sé bara hversdagsleg strákaslagsmál blönduð hrekkvísu gríni, leyft sér. En ekki formaður. Það þarf helst að vera eitthvað að marka það sem kjörnir forystumenn í flokkum segja, þó hugsanlega gildi nú annað um Sjálfstæðisflokkinn.Nýjasta Bjarnabrellan var svo hið dæmalausa útspil hans á flenniauglýsingum á síðum dagblaðanna, þar sem hann lýsti yfir að nú vildu Sjálfstæðismenn taka upp evru – með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Slík er seinheppni formannsins í djúpviturri stefnumörkun fyrir flokk í upplausn, að hann gleymdi náttúrlega bæði að spyrja sjóðinn og ESB. Varðandi hið síðara hefði honum nægt að snúa sér til skutilsveins síns, og kyndilbera, Illuga Gunnarssonar. Hann gekk með Evrópunefndinni fyrir höfuðkirkjur ESB í Brussel, og fyrir dyrum hvers kommissars bar hann upp þá frómu ósk að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að taka evruna upp einhliða.Alls staðar kom hann að luktum dyrum og fékk svarið: Þvert nei!Nú hefur Percy Westerlund, sendiherra ESB til Íslands, greitt þessari taugaveiklunarkenndu skyndibrellu náðarhöggið. Skoðun hans í fjölmiðlum gærkvöldsins var eins afdráttarlaus og hægt er að hugsa sér:“Sheer nonsense!” Á tungu mæðranna útleggst það sem “tóm vitleysa.”Hin nýja stefna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum er semsagt dæmd á vogarskálum sérfræðinga, og niðurstaðan er "tóm vitleysa."

Nafnlaus sagði...

Afrek FLokksins frá 1993-2007:

Ný rannsókn: Gífurleg misskipting tekna þróaðist hér á árunum 1993 til 2007


Gífurleg misskipting tekna þróaðist hér á landi á árunum 1993 til 2007 samkvæmt rannsókn sem Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Stefán Ólafsson kynna í nýrri ritgerð á vef Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Fjölskyldur sem árið 1993 fengu fjórfaldan hlut heildartekna landsmanna fengu árið 2007 tuttugufaldan hlut.

Arnaldur og Stefán segja að tekjuhæstu 615 fjölskyldurnar á Íslandi (hæsta 1% fjölskyldna) hafi árið 1993 fengið í sinn hlut 4,2% af heildartekjum fjölskyldna , þ.e. fjórfaldan hlut, en árið 2007 hafi hlutur þeirra af tekjum allra fjölskyldna verið orðinn tuttugufaldur, eða 19,8%.

Þá hafi ríkustu 10% fjölskyldna á sama tíma aukið hlut sinn af heildartekjum fjölskyldna úr 21,8% árið 1993 í 39,4% árið 2007. Hjá hinum 90% fjölskyldnanna minnkaði tekjuhlutdeildin að sama skapi úr um 78% í rúm 60% á sama tíma.

Ritgerðin sem nefndist “Heimur hátekjuhópanna: Um þróun tekjuskiptingar á Íslandi 1993 til 2007” fjallar um örar breytingar á tekjuskiptingu á Íslandi í átt til aukins ójafnaðar. Sjónum er sérstaklega beint að tekjum hátekjuhópanna. Byggt er á gögnum frá ríkisskattstjóra og hliðsjón höfð af nýlegum erlendum rannsóknum á tekjuskiptingu.

Greinarhöfundar segja að reynsla vestrænna þjóða bendi til að þegar frjálshyggju gæti meira í stjórnarstefnunni, með óheftari markaðsháttum og mikilli samþjöppun eigna, þá verði tekjuskiptingin í samfélaginu ójafnari. Þetta hafi gerst í Bandaríkjunum á áratugnum fram að fjármálahruninu 1929 og þessa hafi sömuleiðis gætt með afgerandi hætti á seinni frjálshyggjutímanum í Bandaríkjunum og Bretlandi, þ.e. á stjórnartíma Reagans og Thatchers frá um 1980 og til nútímans. Þannig hafi umskipti í tekjuskiptingunni eftir 1980 verið mjög afgerandi og nú í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar 2007 hafi hlutur hátekjuhópanna í Bandaríkjunum verið orðinn álíka stór og var í aðdraganda kreppunnar miklu. Frjálshyggjuáhrifin hafi breiðst nokkuð út á Vesturlöndum eftir 1980 og almennt hafi samhliða því gætt aukins ójafnaðar í tekjuskiptingu margra OECD-ríkja

Þá segir að frjálshyggjuáhrifa hafi tekið að gæta á Íslandi með sívaxandi þunga frá um 1995 og einmitt frá þeim tíma hafi tekjuskiptingin byrjað að verða mun ójafnari en áður hafi verið. Ákveðin tímamót hafi orðið við árið 2003 en frá þeim tíma hafi hraðinn í ójafnaðarþróuninni aukist til muna.

Greinarhöfundar segja að aukning ójafnaðar á Íslandi virðist hafa verið mun örari en almennt var í OECD-ríkjunu

Nafnlaus sagði...

Mjög góð lýsing á hvernig X-D gætir hagsmuna sérhagsmuna hinna ríku og fáu gegn almenningi.

Takk fyrir þetta nafnlaus

Nafnlaus sagði...

Rétt Röggi.

Hrokinn í þessu liði er ótrúlegur.

Árni Páll segir pólitíska andstæðinga sína "fífl" og "þjóðhættulega".

Er það ekki frekar svona hroki sem er hættulegur?

Nafnlaus sagði...

Rögg litli

Taktstu nú á við þetta:

"Það verður kosið um Evrópumálin á laugardaginn, í mínum huga er enginn vafi á því. Þegar efnahagsaðstæður eru skoðaðar kemur eftirfarandi í ljós.

* Gjaldmiðillinn er ónýtur
* Bankana skortir fjármagn
* Fyrirtækin þurfa rekstrarlán
* Ríkissjóður er stórskuldugur
* Heimilin eru stórskuldug
* Atvinnuleysi eykst

Ég segi eins og srákurinn sagði við Búkollu ,,Hvað eigum við nú til bragðs að taka ?”. Samfylkingin segir: Íslenska þjóðin á að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í pistlum á undan þessum hef ég fjallað um Evrópsambandið og Evrópusamvinnuna og leyfi mér vísa áhugasömum á þau skrif.

Við viljum freista þess að ná samningum við ESB sem islenska þjóðin getur og vill samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við teljum öll rök hníga að því að við náum slíkum samningum.

Við þurfum að ná samningum við þessar vinaþjóðir okkar svo við fáum sem hagstæðasta samninga þegar við semjum um skuldabaggana, sem við verðum að semja um hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum að öðlast traust umheimsins á því að við ætlum að ná okkur út úr efnahagsþrengingunum. Við þurfum að komast í var með krónuna.

Sú sem þetta skrifar sér marga aðra kosti við að ganga í ESB - alveg óháð Evrunni - og hefur talað fyrir því í mörg ár. Þá var þörf en nú er nauðsyn. - Vissulega eru margir á móti því að við göngum í ESB, það er þeirra réttur. En við þá, sem segja að við eigum ekki að sækja um aðild af því að við þurfum að láta auðlindirnar, segi ég á hinn bóginn, látum að það reyna. - Auðvitað dettur engum Íslendingi í hug að semja frá sér auðlindirnar.

Margir forsvarsmenn atvinnulífsins hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu í mörg, mörg ár. Þeir eru flestir í Sjálfstæðisflokknum og hafa hlýtt þeirri dagskipan að málið sé ekki á dagskrá. Nú er málið á dagskrá. Ætla þeir enn eina ferðina að kjósa gegn hagsmunum atvinnulífisins í landinu ?

Af hverju ? Af því að þeir taka einkarekstur fram yfir ríkisrekstur ? Vita þeir ekki að það eru mörg, mörg ár síðan jafnaðamenn tóku ríkisrekstur fyrirækja af dagskrá. Willy Brandt gekk þar fyrst fram fyrir skjöldu fyrir um það bil hálfri öld - ef ég ruglast ekki í ártölunum.

Því miður eru mörg íslensk fyrirtæki aftur komin í ríkisrekstur, ég ætla að vona að það standi sem styst. Til þess að svo verði þurfum við að setja stefnuna á Evrópusambandið. Áfram munu þó spítalarnir og helstu menntastofnanir þjóðarinnar verða ríkisreknar - þ.e.a.s. ef ég fæ einhverju ráðið.

Til þess að skynsamlega verði staðið að samvinnu og samningum við umheiminn þarf Samfylkingin að verða stærsti sjórnmálaflokkurinn að loknum kosningum - það má enginn vafi leika á því. Þess vegna skiptir hvert atkvæði máli."

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist á öllu að fólk ætti að fá sér sitt eigið blogg í stað þess að kommenta á hans um hluti sem koma umræðuefninu ekki við.

Eftir lestur mörghundruðorða athugasemda er ég engu nær hvaða skoðun fólk hefur því sem upprunalega bloggið var um.