Vinstri menn með besserviserinn Egil Helgason í broddi fylkingar ganga nú nánast af göflunun af því að hægri menn ætla sér að stunda kosningabaráttu. Samfylkingarbloggarinn Dofri Hermannsson missir sig í dónaskap í geðshræringu sinni eins og títt er orðið með nýstirnin á himni Samfylkingarinnar.
Auðvitað er þessu fólki öllu ákveðin vorkunn. Egill Helgason telur sig þess umkominn að tala niður til allra sem ekki hafa réttu skoðanirnar og sjónarhornin og skammast yfir nafnleysi nema þegar það hentar honum sjálfum. Aumingja Dofri er auðvitað vanur því að flokkurinn hans eigi fjölmiðlaumfjöllun skuldlausa ef svo má taka til orða!
Helst er á Samfylkingarkórnum með Egil í broddi fylkingar að skilja að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki stunda kosningabaráttu. Hvergi er reynt að bregðast málefnalega við heldur er bara bölvast yfir því að verið sé að standa í baráttunni.
Hann er óþægilegur sannleikurinn og miklu hentugra að bregðast við honum eins og Baugsfólkið gerði árum saman og ráðast bara að þeim sem segir hann í stað þess að þurfa að verjast honum. þetta er skotheld aðferðafræði. Hrokinn í því að þola ekki neinar skoðanir eða túlkanir nema sínar eigin skín í gegn.
Dofri og félagar telja að auglýsing í Mogganum standist ekki en ekki er vegur að fá flokkinn hans til að segja nokkurn skapaðan hlut um hvað hann hyggst gera eftir kosningar. Er til of mikils mælst að Samfylkingin taki þátt í umræðum um þær skattahækkanir sem hún ætlar að ausa yfir heimili og vinnustaði eftir 25.apríl?
Fyrst Dofri veit sannleikann í málinu færi vel á því að hann léti af stóryrðum og upplýsti okkur. Kosningabarátta er nefnilega ekki háð þannig að Samfylkingin sé stikkfrí og ekki sé leyfilegt að fjalla um flokkinn og það sem hann stendur fyrir.
Röggi.
sunnudagur, 19. apríl 2009
Er bannað að heyja kosningabaráttu?
ritaði Röggi kl 18:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
18 ummæli:
Guðmundur Gunnarsson
“Sjaldan fellur skíturinn langt frá Samfylkingunni” - segir gamalt spakmæli.
Mér finnst það nú hámark gunguskaparins að þora ekki að auglýsa undir nafni.
Stefán Benediktsson
Það er nú ofmælt að kalla þennan hósta baráttu
"Dofri og félagar telja að auglýsing í Mogganum standist ekki en ekki er vegur að fá flokkinn hans til að segja nokkurn skapaðann hlut um hvað hann hyggst gera eftir kosningar". Ég veit ekki betur en að S sé með það skýrt að fara í aðildarviðræður við ESB og jú eitthvað þarf að hækka skatta til borga ósómann sem þinn flokkur skildi eftir sig(18ár). Að kjósa um ESB þýðir lægri vexti, litla verðbólgu og hverfandi gengisfall trekk í trekk. Þannig vill S gera hluti eftir kosningar. Hvað vill þinn flokkur (D) gera?
Ert þú bara sáttur við að einhverjar nafnlausar gungudruslur úti í bæ sjái um "kosningabaráttuna" fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Þetta er ógeðslegt.
Guðmundur Gunnarsson
Nákvæmlega ekkert bannar almenningi að taka beint þátt í kosningabaráttu flokka eða í prófkjörum, og hefur veri gert í áratugi.
Td. Tók Jóhannes í Baugi sérstaklega þátt í seinustu þingkosningum fyrir Baugsveldið og Samfylkinguna til að reyna að koma sínum manni að á kostnað Björns Bjarnasonar, og byggðist sú herferð einungis á ófræingarherferð gegn honum.
Ef að einhver Jón Jónsson hefði skrifað undir AHA auglýsingarnar og Mbl. línuritin, þá hefðu þær allt í einu orðið sannar og réttar? Málið snýst einungis um nafnleysið.
Er nema von að svona er komið fyrir þjóðinni ef þetta er það sem skiptir öllu máli.
Sæll Rögnvaldur.
Samfylkingin er með afar skýra stefnu sem gengur út á að halda uppi vinnu og velferð í landinu. Mikilvægasta aðgerðin í því verður að sækja tafarlaust um aðild að ESB og fara fram á að þegar í upphafi viðræðna komi ESB með stuðningsaðgerðir við gjaldmiðilinn.
Það er hins vegar alveg ljóst að samdráttur í efnahagslífinu og stórhækkuð vaxtagjöld munu skilja eftir stórt gat í fjárlögum næstu ára. Samfylkingin telur að loka þurfi gati upp á 50 milljarða á næsta ári, líklega öðru eins eftir ár og enn jafn mikið eftir tvö ár. Að láta þá sem hafa það skítt svelta, ganga veika eða deyja drottni sínum er ekki valmöguleiki í okkar huga og ef það þarf að hækka skatta á þá sem virkilega eru aflögu færir til að bjarga slíkum málum þá finnst okkur jafnaðarmönnum engin goðgá að gera slíkt. Í þessu felst kannski munurinn á Samfylkingu og Sjálfstæðísflokki.
En af því þú tekur þetta mál upp á þína arma vil ég beina nokkrum spurningum til þín:
1) Ert þú einn þeirra sem stendur að baki nafnlausum auglýsingum um skattamál?
2) Veist þú hverjir standa að baki herferðinni?
3) Veist þú hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur hugsað sér að loka 3 x 50 milljarða gati án þess að hækka skatta?
Bjarni Ben hefur ekki getað bent á neitt handfast í þeim efnum annað en sameiningu ráðuneyta. Með fullri virðingu fyrir formanninum og sameiningu ráðuneyta þá eru þeir fjármunir sem þar myndu sparast bara eins og krækiber í helvíti við hliðina á því gati sem þarf að stoppa upp í.
Ef svo ólíklega vill til að Sjálfstæðisflokkurinn eigi einhver fleiri ráð uppi í erminni væri ekki úr vegi að þú hjálpaðir til við að upplýsa það.
Kv. Dofri Hermannsson.
Að auglýsa utan flokksmerkis gerir Sjálfstæðismönnum fært að taka við styrki frá fyrirtækjum án þess að það falli undir lög um fjármál stjórnmálaflokka. Það er greinilegt hvað það er sem styrkjamálið hefur kennt Sjálfstæðisflokknum og það er að leyna spor sín betur þegar tekið er við fyrirtækjastyrkjum.
Ég mun sýna foreldrum hér í Vesturbænum þennan pistil þinn - og spyrja þau hvort þau muni treysta þér til þess að koma að íþróttaþjálfun barna okkar.
Ekki fyrir skoðanir þínar - heldur hversu óheyrilega langt þú gengur fram í jafn óheyrilegu skítkasti á fólk sem ekki er þér sammála.
Mun leggja fram athugasemd við KR - hvort þeir leggi blessun sína yfir slík skrif manns sem beint með mynd kennir sig við KR.
Alma Guðmundsdóttir
Er ekki gaman að vera sjálfstæðismaður :I
Þrátt fyrir að Rögnvaldur sé með slæmar skoðanir og enn verri aðferðir til að verja þær þá getur vel verið að hann sé góður íþróttakennari. Við skulum ekki alveg missa okkur.
Sæl Alma.
Ég tek heilshugar undir það að þú kvartir við KR. Vil eiginlega vea viðstaddur þegar það gerist - bara til að sjá svipinn á mönnum :)
Rögnvaldur ætti nú ekki annað eftir en að kenna sig við KR. Skoðaðu myndina betur.
Hvernig er það annars í vesturbænum, mega þjálfarar ekki hafa pólitískar skoðanir nema þær séu tengdar réttum flokki?
Þjóðin vill ekki kosningabaráttu hún er búin að fá nóg af blekkingum. Það er að koma í ljós að öll "velgengin" var feigðarflan, innstæðulaus tékki sem við og börnin okkar þurfa að sjá um að borga.
Nú kýs þjóðin á grundvelli fyrri gerða! Hún mun ekki láta útsmogin áróður og augýsingamennsku blekkja sig aftur.
Æ...haltu þig bara við boltann.
Ég vona innilega að Alma taki sönsum og sjái hversu heimskuleg ummæli hennar voru.
"Get a life" segir gott máltæki.
Jú Röggi
Kosningabaráttan byrjar þegar þið Sjálfstæðismenn hafið gert eftirfarandi: Borgað mútupeningana til BAKA og það FYRIR kosningar.
Nú hljóta ALLIR fjölmiðlar landsins, þar á meðal Morgunblaðið, að fylgjast með á hverjum degi fram að kosningum hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt mútupeninga sem þeir fengu frá FL-Group og Landsbankanum, líkt og þeir hafa sagst ætla gera.
Þeir VERÐA að vera búnir að því fyrir kjördag því annars eiga þeir ekki að fá að taka þátt í kosningunum.
Nú er að sjá hvort að fjölmiðlamenn landsins standi sig.
1. Hvernær ætla þeir að greiða styrkina til baka?
2. Hvert ætlar þeir að greiða þessa peninga?
3. Hvaðan fá þeir peninga nú til að greiða þessar mútur til baka?
Þetta þrennt er lykilatriði og menn verða að vera á tánum með þetta.
NB: Ef flokkurinn er ekki búinn að greiða þetta til baka þá á þjóðin rétt á að vita það núna fyrir kosningar.
Röggi láttu okkur vita þegar þetta er klárt og þá skulum við ræða mikilvægari málefni!
Jú Röggi
Kosningabaráttan byrjar þegar þið Sjálfstæðismenn hafið gert eftirfarandi: Borgað mútupeningana til BAKA og það FYRIR kosningar.
Nú hljóta ALLIR fjölmiðlar landsins, þar á meðal Morgunblaðið, að fylgjast með á hverjum degi fram að kosningum hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt mútupeninga sem þeir fengu frá FL-Group og Landsbankanum, líkt og þeir hafa sagst ætla gera.
Þeir VERÐA að vera búnir að því fyrir kjördag því annars eiga þeir ekki að fá að taka þátt í kosningunum.
Nú er að sjá hvort að fjölmiðlamenn landsins standi sig.
1. Hvernær ætla þeir að greiða styrkina til baka?
2. Hvert ætlar þeir að greiða þessa peninga?
3. Hvaðan fá þeir peninga nú til að greiða þessar mútur til baka?
Þetta þrennt er lykilatriði og menn verða að vera á tánum með þetta.
NB: Ef flokkurinn er ekki búinn að greiða þetta til baka þá á þjóðin rétt á að vita það núna fyrir kosningar.
Röggi láttu okkur vita þegar þetta er klárt og þá skulum við ræða mikilvægari málefni!
Af því þið Sjálfstæðismenn hafið svo lélegan málstað að verja, þá dettið þið í drullupyttinn og ausið skít í allar áttir. Ég verð að segja að það fer ykkur vel, enda skítlegt eðli það sem þið standið fyrir, búnir að koma þjóðinni á hnén.
Er ekki svipað að gerast á Íslandi og er algengt, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem "óháð" samtök birta kosningaauglýsingar? Frægasta dæmið er sjálfsagt Swiftboat veterans for truth, sem auglýstu lygar um John Kerry til stuðnigs Bush fyrir rúmum 4 árum.
Leiðinlegt ef slíkar aðferðir ná að skjóta rótum á Íslandi.
Skrifa ummæli