föstudagur, 3. apríl 2009

Höfundur peningamálstefnunnar í bankann?

það væri auðvitað mjög sérstakt að sjá Má Guðmundsson í hlutverki seðlabankastjóra. Hann var gagnrýndur í kaf á sinum tíma þegar hann var hagfræðingur bankans. Menn fundu stefnu hans og bankans allt til foráttu og fátt hefur breyst í þeim efnum. Maðurinn sem fann upp peningamálastefnuna sem unnið hefur verið eftir í bankanum og margir telja undirrót vandans á að sjálfsögðu að taka við honum, eða hvað?

Saga hans fór þannig að hann var fenginn til starfa erlendis eins og venjulega gerist þegar við Íslendingar hendum fólki úr seðlabankanum. Kannski endar ævintýrið á því að við sækjum Ingimund til Noregs þegar fram líða stundir.

Svo gæti stjórnmálahagfræðingurinn Þorvaldur Gylfason orðið fyrir valinu í verðlaunaskyni......

Hver veit?

Röggi.

23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Tjaa... ekki skemmir fyrir honum að vera harður Samspillingarmaður og að ný Seðlabankalög eru sérstaklega sett til að stöðva að poltískir Seðlabankastjórar verði ráðnir og var höfuð ástæðan til að losa sig við þá fyrri. (o:

Nafnlaus sagði...

PS. Þas. Þorvaldur Gylfason.

Nafnlaus sagði...

Hvað segið þið strákar mínir - er einhver af þessum 8 hæfu umsækjendum sem þið munduð vilja sjá sem næsta Seðlabankastjóra???

Vissulega verður erfitt að toppa leiðtoga lífs ykkar sem á víst titilinn heimsins versti Seðlabankastjóri að mati viðskiptakálfs sænska dagblaðsinis Dagens Nyheter. - Þið hljótið þó að geta bent á einhvern sem ætti að hljóta stöðu, eða hvað.

Hrafnkell

nafni sagði...

Maðurinn sem samdi peningamálastefnuna? Það má vel vera - og er hún ágætlega samin m.v. það sem þekkist annarsstaðar í heiminum. Hún bara hentar okkur illa.

En þú talar eins og Seðlabankinn sé algjörlega óháður. Hann er það ekki. Peningamálastefnan er greipt í lög sem sett eru á Alþingi - þó Már hafi komið að hugmyndasmíðinni þá liggur ábyrgðin algjörlega í höndum X-D.

Nafnlaus sagði...

Það kemur enginn til álita úr hópi umsækjenda um aðalbankastjórastöðuna í Seðlabankanum annar en Þorvaldur Gylfason. Að ráða fyrrverandi aðstoðarmann Bónusgríssins á Bessastöðum væri reginhneyksli

egillm sagði...

Já Þorvaldur gæti verið valinn í verðlaunaskyni - ekki vegna þess að hann er hæfur? Ekki vegna þess að ef þú lest greinar hans síðustu 3 árin þá hefur hann haft rétt fyrir sér að mjög miklu leyti og það byggt á réttum forsendum?

Málflutningurinn þinn heldur áfram að vera hlægilegur. Ekki gleyma að hetjan þín, Davíð Oddsson, lét skipa sig sjálfan í embætti seðlabankastjóra. Það þurfti ekki að auglýsa embættið, nei nei, hann þurfti að fá sín verðlaun!

Núna er staðan auglýst, það er matsnefnd sem velur hæfasta umsækjandann. Ef einhver telur á sér brotið þá getur hann kært niðurstöðuna. Þetta er sú leið sem er almennt farin með embætti. Núna ertu annað hvort fylgjandi þessari aðferð eða ekki. Ef þú ert ekki fylgjandi henni væri ég gjarnan til í að heyra hvaða aðrar aðferðir þú myndir vilja nota?

Nafnlaus sagði...

Kæri Röggi

Höfunar efnahagsstefnu Íslands síðustu 20 árin eru þið Sjálfstæðismenn.

Það verður ALDREI frá ykkur tekið.

Afleiðingar einkavinavæðingar og spillingarstefnu Davíðs Oddssonar, leiðtoga lífs ykkar, og Halldórs Ásgrímssonar, eru öllum ljósar þó enn meira eigi sjálfsagt eftir að dynja á fólki.

Til lukku, Röggi

Nafnlaus sagði...

Peningamálastefnan frá 2001 var aðlögun að "mainstream" hugmyndum seðlabanka og virtra hagfræðinga. Mjög slæm reynsla var af peningamálstjórn fyrri ára og því eðilegt að gera þessa tilraun. Már Guðmundsson var örugglega ekki eini höfundur stefnunnar á Íslandi.
Nú er ljóst að tilraunin frá 2001 hefur mistekist hrapallega. Sumir kenna seðlabankanum um mistök í beitingu stýritækja. Flestir hagfræðingar virðast þó vera þeirra skoðunar að íslenska krónan sé einfaldlega vandamálið, hún sé kerfislægur vandi sem ekki er hægt að leysa og því ónýt sem slík. A.m.k. hafa hvergi verið sett fram tillögur að peningamálastefnu með íslenska krónu þar sem tryggð væri lág verðbólga, lágir vextir, stöðugleiki í verðgilid gagnvart helstu viðskiptamyntum, ofl sem prýðir trausta mynt.
Það er því tæplega hægt að kenna Má um hrakfarir krónunnar.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Hrafnkell þú ert augljóslega ekki bjartasti vitinn frekar en annað Samspillingarhyski, sé ekki meira sagt.

Sigurlaug Anna sagði...

Þú ert rosalegur. Ég hélt að það væri ekki hægt að komast norðar í veröldinni en á norðurpólinn en þér tekst það svo sannarlega. Takk fyrir síðast ;-)

Nafnlaus sagði...

Já Guðmundur minn, það leynir sér ekki hvaða fyrirmyndir þú velur þér.

http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv

Eins og ég hef sagt áður þá er ég sannfærður um að skortur á eðlilegu aðhaldi og gagnrýni á forustusauði Sjálfstæðisflokksins sé megin rót þess vanda sem við stöndum frammi fyrir. Mjög margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að vakna og yfirgefa skipið.

Aðrir rembast enn við, kunna ekki að skammast sín og reyna af veikum mætti að dreifa athyglinni með fúkyrðaflaumi. Allt skal gert tortryggilegt er greinilega línan sem lögð er í Valhöll þessa dagana.

Hvernig væri að þið Guðmundur eða Röggi kæmu með einhverjar tillögur um hvernig ætti að standa að vali á næsta Seðlabankastjóra - eða er frasinn "að tala í lausnum" bara í nösunum á ykkur?

Hrafnkell

Nafnlaus sagði...

Hvaða gagnrýni kom á Má Guðmundsson á sínum tíma (2001)? Ekki man ég eftir neinni slíkri. Hann naut alla vega trausts stjórnmálaflokkanna

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Hrafnkell. Augljóslega þvælist fyrir þér að draga réttar ályktanir og sennilega ætti maður þess vegna ekki að taka nokkurt mark á öðru sem þú lætur frá þér og satt að segja er mér slétt sama um hvað þú heldur.

Ég hef verið harðasti andstæðingur stöðuveitinga vanhæfra pólitíkusa, og td. reif stólpa kjaft þegar Davíð tróð sér í stólinn á sínum tíma.

Þú getur étið sjálfur kenningar um að Davíð teljist mér meira virði eða merkilegri annara óhæfra fyrirgreiðslupólitíkusa sem ég hef nákvæmlega ekkert álit á.

Geri ekki greinarmun hvert stykkið í klóinu er merkilegra eða flottara en annað, þótt slíkt vefjist augljóslega ekki fyrir þér.

Engin heiðarlegur hefur ennþá komiðið fram að mínu viti sem þyggur laun almenningis til óheiðarlegra verka.

Hef ekki hugmynd um hver á að fá stöðuna af umsækjendum þótt að ég hafi skoðun á hver á alls ekki að hreppa það.

Þorvaldur Gylfason í yfir 300 vikulegum greiddum pistlum í Fréttablaðinu, sýndi aldrei þá skynsemi eða manndóm að benda á eigandann og ritsjórann Jón Ásgeir og hina auðrónana sem mögulega stærstu áhrifavalda hvað þá stórábyrga á hörmungunum í haust.

Annað hvort er hann óhæfur sem fagmaður eða vanhæfur þess vegna í embættið fyrir utan að vera stór pólitískur Samspillingarmaður.

Hélt að pólitískur Seðlabankastjóri væri óhæfur í embættið miðað við tilgang nýrra Seðlabankalaga og afmunstrunar Dabba?

Afturámóti er mér ómögulegt að skilja að nokkur hagfræði eða hagfræðingur geti verið ópólitískur.

Nafnlaus sagði...

Og hvernig viltu standa að ráðningu á Seðlabankastjóra??

Ertu með betri aðferð en þá sem á að fylgja núna - auglýsa og láta 3 manna sérfræðinefnd leggja faglegt mat á umsækjendur?

Er ekki rétt að býða eftir að ferlinu ljúki með ákvörðun áður en dómur er felldur?

Hrafnkell

Nafnlaus sagði...

Aðferðin er í góðu lagi ef tryggt er að sá sem hreppir embættið er algerlega óháður flokkunum og valinn af ópólitískri nefnd sérfróðra.

Sama á við allar embættisveitingar.

Í dag eru þessir aðilar sem hafa augastað á embættum að troða sér inn í flokkana í trausti þess að röðin komi að þeim einn daginn.

Því miður bendir ekkert til þess að það breytist á næstunni, eins og í tilfelli vinkonu Ingibjargar Sólrúnar í sendiherrastarf og þegar Steingrímur reyndi að lauma vini sínum í stöðu stjórnarformanns bankaráðs Kaupþings, en var hrakinn út daginn eftir vegna hrikalegs bakgrunns í fjármálum.

Traustvekjandi?

Nafnlaus sagði...

Átti að vera merkt Guðmundi Gunnars.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Röggi sé alter ego
einhvers grínarans; þessar færslur eru of fyndnar til að ég geti tekið þær alvarlega.

Nafnlaus sagði...

Um stjórnmálahagfræðinginn, þá er rétt að hafa í huga að Political economy er alþjóðlega heitið á þjóðhagfræði, það er nefnilega þannig að þegar um félagsvísindi eins og hagfræði er að ræða þá komast menn ekki undan sjálfum sér. Þá veltur á að menn séu tilbúnir að undirgangast almenna skynsemi. Það er einmitt af þeirri ástæðu sem þið sjálfstæðismenn eruð flestir búnir að dæma ykkur úr leik - þið eigið svo erfitt með að horfast í augu við staðreyndir sem ganga gegn ykkar trúarbrögðum. En Þorvaldur og Már eru báðir fínir kandídatar í þetta starf

egillm sagði...

"Aðferðin er í góðu lagi ef tryggt er að sá sem hreppir embættið er algerlega óháður flokkunum og valinn af ópólitískri nefnd sérfróðra."

Ehm já - þannig er það. Ég næ ekki alveg hvað þú ert að gagnrýna. Ef að Þorvaldur og Már væru ekki meðal umsækjenda hefðirðu þá frekar hugmyndir um að nefndin væri skynsöm og að embættismaður yrði ekki pólitískt valinn? Það eina sem ég fæ út úr þínum málflutningi er að vegna þess að pólitískar skoðanir tveggja umsækjenda eru þekktar að þá sé hugsanlega verið að fara skipa embættismann á pólitískum forsendum. Þú sérð augljóslega að það er ekki hægt að rökræða þetta.

Sjáum hvað matsnefndin velur. Ef það liggur einhver vafi á þeim aðila sem er valinn þá er ég algjörlega á því að ráðningin eigi að vera kærð.

Hvað varðar skoðanir þínar á pistlum Þorvalds Gylfasonar þá er sá málflutningurinn líka einkennilegur. Ég man ekki eftir að hafa séð skrif frá hinum umsækjendunum þar sem þeir gagnrýndu Jón Ásgeir eða aðra auðmenn. Er ég að skilja þig rétt að vegna þess að Þorvaldur gagnrýndi ekki þann hluta að þá sé hann óhæfur? Þetta er alveg magnaður hugsunarháttur ef réttur er. Út frá rökum er mun auðveldara að sjá af hverju Þorvaldur gagnrýnir stjórnvöld. Það eru þau sem hafa völdin til að framkalla breytingar. Sá sem rekur fyrirtæki hann fer ekki eftir umboði kjósenda - hann hefur bara eitt markmið og það er að græða. Mér finnst ekkert að því að gagnrýna auðmennina - ég held bara að þú náir meiri árangri með því að gagnrýna yfirvöld og fá þau til að bregðast við ástandinu sem var komið.

Að lokum, þá vita það allir að Þorvaldur er ESB-sinni. Hann hefur hvergi leynt því. En þó að hann sé ESB sinni þá gerir það hann ekki að óhæfum seðlabankastjóra. Gerði það Davíð óhæfan að vera seðlabankastjóri því hann var á móti ESB? Nei. Það er munur á því að vera pólitískur og að hafa tekið þátt í pólitísku starfi. Flestir eru pólitískir - en fæstir hafa þó tekið þátt í pólitísku starfi, hvað þá verið forsætisráðherra. En við erum nú blessunarlega sammála um að skipun Davíðs í seðlabankastjórann var pólitísk og fáranleg.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

egillm. Það getur ekki verið augljósara að pólitískir kandidatar eru vanhæfir vegna reglunnar sem banna slíkt.

Þess vegna er sá norski sagður vanhæfur vegna þess að hann kemur úr innstu röð stjórnenda norska verkamannaflokksins.

Þorvaldur Gylfa kýs að skrifa yfir 300 pistla í boði og á launum frá Baugi þar sem hann hraunar yfir alla sem hann vill meina að beri ábyrgð á hruninu, án þess nokkru sinnum að benda á þá sem örugglega eiga eftir að reynast ábyrgastir og allir telja að svo sé, af því að hann fékk borgað af Jóni Ásgeiri og þekkt er að hundurinn býtur ekki hendina sem fóðrar hann.

Þess vegna hlýtur hann að vera augljóslega vanhæfur vegna þess að taka hlutdræga afstöðu með meintum brotum vinnuveitandans og tengsla hans við Samspillinguna og gera ekki grein fyrir alvarleika þeirra og ef hann þykist ekki hafað ennþá áttað sig á sekt þessara aðila, þá hlýtur hann að vera óhæfur vegna andlegra annmarka.

Dæmi um vafasöm önnur skrif er ma.
fyrir örfáum mánuðum var hann enn að lýsa Eistlandi sem fyrirheitna landinu í efnahagsmálum.

Enda sjálfur ráðgjafi í ógæfu þess lands.

“Seðlabankinn stóð með tvær hendur tómar, þegar viðskiptabankarnir þurftu á sýnilegum bakhjarli að halda. Bankarnir stóðu því berskjaldaðir og birtust umheiminum sem hinir einu í Evrópu án aðgangs að þrautalánveitenda í gjaldgengri mynt.”

Þorvaldur Gylfason, Fréttablaðið, 22.maí 2008

Eins gott að hann var ekki Seðlabankastjóri. Þá hefði nú verið ausið.

“Bankarnir hafa í höndum nýrra eigenda tekið stakkaskiptum á örfáum árum. Íslenzk bankaþjónusta er orðin að gróandi útflutningsatvinnuvegi, og bankarnir græða á tá og fingri með því auk annars að taka háa vexti af útlánum hér heima og greiða lága vexti af innlánum.”

“En bankarnir eru ekki félagsmálastofnanir, það er liðin tíð. Bankar með fullu viðskiptaviti ganga eins langt og þeir geta. Ríkisvaldið þarf að veita þeim aðhald með því að tryggja næga samkeppni. Vandinn liggur þar.!

Þorvaldur Gylfason 22.nóv.2007

Núna hef ég ekki hugmynd um hvort hinir umsækjendurnir skrifuðu vikulega áróðurspistla í boði Baugs, en ef svo var, þá hafa þeir örugglega passað uppá að styggja ekki Jón Ásgeir pistlagreiðandann og aðra auðróna og eru jafn vanhæfir og Þorvaldur.

Afturámótir er það stór spurning hvort að jafn gölluð fræði og sú sem er kennd við hag er eitthvað sem Seðlabankastjóri ætti að flagga, að gefnu tilefni og annars eins trúverðuleikataps og hrunið olli því.

En svo er þetta alltaf spurningin hversu frjálslyndur spillingarskallinn þinn er?

Ef þú er Samspillingarmaður þá er hann væntalega galopinn eins og gömul portkona. (o:

Nafnlaus sagði...

Loksins kom að því að ég væri sammála og ánægður með pistill hjá þér. Jafn ferkanntaður og þú nú ert.

egillm sagði...

Guðmundur: "En bankarnir eru ekki félagsmálastofnanir, það er liðin tíð. Bankar með fullu viðskiptaviti ganga eins langt og þeir geta. Ríkisvaldið þarf að veita þeim aðhald með því að tryggja næga samkeppni. Vandinn liggur þar.!"

Málið er að þetta er alveg rétt hjá manninum. Fyrirtæki hugsa bara um eitt og það er að græða. Auðvitað reynir banki ekki að reka sig í þrot en það er auðvelt að vera gráðugur. Hvorki ríkið né SÍ veitti aðhald. Það var ekki neitt gert til að hindra að bankarnir stækkuðu. Það var verkefni stjórnvalda.

Annars er rangt hjá þér að Þorvaldur hefur ekki gagnrýnt bankanna. Í ræðu á borgarafundi gagnrýndi hann þá sem stjórnuðu bönkunum og hann hefur frá tíma einkavæðingar bankanna gagnrýnt að þeir voru seldir til manna sem væru reynslulausir. Að auki hefur hann lengi gagnrýnt, eða frá um 2006, þær skuldir sem einkageirinn og þá bankarnir að sjálfsögðu voru að safna að sér. Hver átti að veita þeim aðhald annar en SÍ? Auðvitað voru það bankastjórarnir sem ráku bankanna í þrot. Maður þyrfti að vera hálfviti til að samþykkja það ekki. En að sama skapi þyrfti maður að vera hálfviti að samþykkja það ekki að aldrei var fóturinn settur fyrir dyrnar af hálfu SÍ eða ríkisvaldsins. Þeim var gefin grænn stimpill á allar sínar aðgerðir.

Ég held þú ættir að byrja á því að kynna þér hvað Þorvaldur hefur sagt áður en þú heldur áfram að tala um laun greidd frá Jón Ásgeiri. Hann er ábyggilega síðasti maðurinn til að upphefja hann. Getur byrjað hér: http://www.baldurmcqueen.com/2008/543-rvaldur-gylfason

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

egillm. Minnist þess ekki að hafað sagt Þorvald ekki hafað gagnrýnt bankana, og þá einhver misskilningur ef það hefur komið út sem slíkt.

Og ekki frekar að hann hafi upphaft Jóni Ásgeiri, heldur sagði ég að hann hafði aldrei gagnrýnt hann og hans vini og þeirra stóru ábyrgð, sem hann hlýtur að hafað þurft að gera ef hann viss um hvað hann var að fjalla?

Allt annað gagnrýndi hann, og með að skauta fram hjá því augljósa segir að hann er óhæfur vegna takmarka að sjá heildarmyndina, eða að hann hafði hagsmuni að verja auðrónana með þögninni (sem er mun líklegra), sem hann svo sannanlega gerði að trúmennsku.

Það gerir hann vanhæfan.

Fréttablaðið upplýsti fyrir stuttu að hann væri á launum hjá fyrirtækinu við skrif vikulegra pistla, að því ég held einn slíkra.