miðvikudagur, 15. apríl 2009

Kannski stigsmunur en ekki eðlis.

Sér einhver eðlismun á því hvernig Samfylking fékk styrki og á þeim styrkjum sem Sjálfstæðisflokkur fékk? Menn geta hártogað upphæðir og samsæriskenningar um tengsl og mútur ef menn hafa nennu til eins og Gunnar Helgi og fleiri hlutlausir sérfræðingar hafa gert. Þeir sem ekki sjá tengsl milli styrktaraðila Samfylkingar og flokksins er meira en blindir. Eigum við að tala um skuldir flokkanna? Hverjum skulda þeir?

Tökum allt upp á borðið og skiljum ekkert eftir. Sjálfstæðisflokkur hefur tekið á sínum málum af styrk og menn hafa axlað ábyrgð þó ýmsum finnist ekki nóg að gert. Hvernig ætla aðrir flokkar að standa að sínum reikningsskilum? Ætlar fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar að mæta hnarreystur til kosningabaráttu eftir yfirlýsingar Ingibjargar um styrkja mál flokksins? Flokkurinn hamaðist við að ná inn sem mestu áður en dyrnar lokuðust. Og það frá mönnum sem ekki eru í dag fínir pappírar sumir. Hljómar kunnuglega...

Skömm okkar Sjálfstæðismanna á okkar eigin málum er augljós. Við erum að bregðast við og kastljósið beinist að Sjálfstæðisflokknum og ekki hægt með góðu móti að kvarta undan því. En það er linkind gagnvart öðrum flokkum sem í engu beittu öðrum aðferðum eða notuðust við betri prinsipp sem er óþolandi.

Og fyrir þá sem hafa áhuga á tengslum stjórnmálaflokka og eigenda fjölmiðla sérlega áhugavert.

Röggi.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Í umræðuna vantar hver er "litli styrkjamaðurinn" sem skýrði frá meintum "mútum" og hvers vegna það gerist ekki fyrr en korteri fyrir kosningar og skúbbað í Baugsmiðlum?

Sagði einhver Jón Ásgeir sjálfur?

Getur verið að mafíuforingi No.1 er enn einu sinni að nota Baugsmiðlana og sitt skítlega eðli til að reyna að nýta sér stjórnmál til að halda áfram að ræna þjóðina í gegnum Samfylkinguna og ekki síst að ná tökum á rannsóknaraðilum, eins og kom skýrt fram þegar þingmenn hennar töfðu stofnun Sérstaks saksóknara og afléttingar bankaleyndar meintra ræningja í rúmt hálft ár?

Spyr sá sem ekki veit, en honum ber þó að þakka að sýna fram á svínaríið sem hefur fylgt flokkunum, þótt það bitni ekki síst á Samfylkingunni sem var örugglega ekki meiningin og þótt spunatrúðar hennar eru vissir um að 11 miljónir sem þeirra flokkur fékk flokkast undir svo glæpsamlegan verknað.

Galli er þó á gjöf njarðar. Ef um mútur er að ræða, eins og Jón Ásgeir vill meina, þá er það klárt sakamál og hann er á öllum stöðum þar sem glæpur hefur verið framinn og kemur til með að fara verst út úr hvað ábyrgð varðar.

Það er jú ekki síður glæpsamlegt að greiða mútur frekar en að taka við þeim. Hið allra besta mál.

Ef hann ber ekki ábyrgð á uppljóstruninni, þá er hann samt í djúpum skít, og sá sem ber ábyrgðina á henni ber að þakka fyrir að hugsanlega takist að koma böndum yfir fantinn. Loksins.(o:

Kristinn sagði...

Það er ekki "kannski" stigsmunur á, það er stigsmunur. En það er síðan "kannski" eðlismunur á.

Stundum eru menn einum of litaðir.

Evreka sagði...

Þetta er léleg smjörklípa ykkar sjálfstæðismanna; að reyna að halda því fram að aðrir séu í sama skítnum, það bara er einfaldlega ekki svo.
Valhöll reynir að endurskrifa söguna með því að senda sveina sína á bloggsíðurnar með þau skilaboð að hinir flokkarnir hafi verið jafn spilltir. - Samt segja sjálfstæðismenn að það sé grundvallarmunur á 30 milljónum og 5 milljónum, sem skýrir af hverju þeir ætla ekki að skila þessum 5... - þær hafi verið "innan eðlilegra marka".
Nú, ef 5 milljóna styrkur var, að mati sjálfstæðismanna, innan eðlilegra marka, hvernig geta þeir þá sagt að hinir flokkarnir séu jafn spilltir??
Sorry, gengur bara ekki upp... FLokkurinn er alveg sér á parti hvað þetta varðar - fyrir utan glæpsamlegar tímasentingar við þessa ofurstyrki og að fulltrúar FLokksins hafa ítrekað verið staðnir að því að ljúga að fjölmiðlum og þjóðinni.


3-5 milljóna styrkir eru vissulega of háir, engin að tala um annað.

En það er ekki aðeins stigsmunur, heldur eðlismunur á þeim styrkjum og 30 milljóna styrkjum FLokksins. Það viðurkennir FLokkurinn sjálfur, með því að sjá ekki ástæðu til að endurgreiða minni styrkina. Að halda því fram að þetta séu sambærilegir styrkir er ekkert annað en fásinna, runnin undan rifjum Valhallar til þess eins að reyna að færa umræðuna þaðan.

Auk þess er grundvallaratriði í þessu máli að 30 milljóna styrkirnir voru greiddir korteri fyrir áramót og til fyrirtækja sem fengu skömmu síðar afar óeðlilega fyrirgreiðslu frá FLokknum.
Í ofanálag hafa margir FLokksmenn reynt að ljúga að fjölmiðlum og þjóðinni, en sem betur fer verið hraktir útí horn.

Sorry, þetta stenst enga skoðun.

Ps. er hægt að kjósa FLokkinn núna...? - er þetta einsog að halda með ákveðnu íþróttaliði...??

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Evreka. Hvers vegna kýstu að skauta fram hjá sannleikanum eins og 12 miljónirnar sem Jón Ásgeir mútaði Samfylkingunni með?

Er hóra ekki hóra ef hún tekur minna fyrir sína vinnu en einhver sem er í lúxusflokkinum og tekur mun meira?

Allar peningagjafir "mútur" til stjórnmálaflokka eru því marki brenndir að vera greiði á móti greiða. Upphæðin hefur einungis með það að gera hversu stöndugur "mútugjafinn" er, sem og lélegur "mútuþeginn" er. Mútugjafirnar eru ekki góðgerðarframlög eins og td. til Barnadeildar Hringsins. Þetta er Buisness eins og hann gerist svartastur.

Fyrst Davíð og síðan Geir lögðu fram tillögur að styrki fyrirtækja ætti að banna alfarið, en Samspillingin hafnaði því alfarið. Rest er history.

Auðvitað á að banna öll "mútur" sama hver upphæðin er, og þessi nýja regla um 300 þúsund er fáranlegt yfirklór, þegar aðilar eins og Jón Ásgeir eiga skráð hundruðir fyrirtækja og getað dælt inn í flokkana tugum ef ekki hundruðum miljóna án nokkurra vandkvæða og án bókana.

1 miljón eru mun stærri "mútur" hlutfallslega hjá Frjálslyndum en 30 miljónirnar hjá Sjálfstæðisflokknum. Að sama skapi eru 12 miljónirnar sem Jón Ásgeir "mútaði" Samfylkingunni með hlutfallslega mun stærri en þær 30 til Sjallanna.

Kveðja frá manni með skoðanir og er ekki Sjálfstæðismaður frekar en nokkurra flokka, en þolir ekki hræsnina og tvískynjunginn sem fylgir þessum málafluttningi jafnaðar og vinstri manna.

Nafnlaus sagði...

Erna Kristín

Ég persónulega fordæmi alla þessa styrki til allra flokkanna.
En Sjálfstæðismenn verða að átta sig á að þeir eru og hafa verið í allt annarri stöðu en hinir flokkarnir (nema kannski Framsókn á köflum). Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera valdamesti flokkur landsins í tæp 18 ár. Flokkurinn hefur gríðarleg ítök í samfélaginu og er með áhrifafólk mjög víða. Þess vegna eru þessir RISA styrkir þónokkuð annað en það sem fór til hinna flokkanna. Þetta virðist gleymast.

Svo er annað sem virðist alveg fara framhjá Sjálfstæðismönnum þegar þeir gagnrýna nýju stjórnina og þá sem væntanlega tekur við (þ.e. vinstri stjórn). Þeir sjálfir komu okkur í þennan skít sem við erum í og vinstri stjórnin kemur til með að þrífa þetta upp eftir þá. Það verður óvinsælt jobb, en það má ekki gleyma hverjum er um að kenna að grípa þarf til slíkra aðgerða.

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meiri kjáninn Rögg minn.

Þú hvarfst af blogginu um tíma af skömm og það var eðlilegt.

Nú hefur þú ákveðið að koma aftur og segja okkur, líkt og aðrir Sjálfstæðismenn, að svart sé hvítt og hvítt sé svart.

Kanntu ekki að skammast þín?

Þú ert ein af aðalástæðum þess að ég, persónulega, ákvað að hætta kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þú spinn-ar (illa reyndar líka) í kringum staðreyndir einog það sé bara eðlilegt.

Þú hefur verið með Baug og Baugsliðið á heilanum allan þann tíma sem þú hefur bloggað hér.

Nú er komið í ljós að stærsti styrkþegi Baugsliðsins var X-D, Sjálfstæðisflokkurinn. Bravó. Heilar 39 milljónir.

Þú varst bara ekki nægilega innvígður og innmúraður til að vita af því :) Eða hélstu því fyrir þig? Nú veit alþjóð að Baugsflokkurinn var Sjálfstæðisflokkurinn þinn. Verði þér að góðu.

Þú ert kjáni og hættur fyrir löngu að vera marktækur í allri pólitískri umræðu eins og sjá má af commentunum hér og fjölda þeirra.

Wake up og sjáðu ljósið

Nafnlaus sagði...

Röggi

Það er "kannski stigsmunur en ekki eðlis" munur á þér og fávita.

Það er rétt hjá þér að láta alla vita þó flestir hafa reyndar verið búnir að átta sig á þeirri staðreynd fyrir nokkuð löngu.

Gangi þér vel

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Það er nú skárra óeðlið og minnimáttarkenndin sem fylgir þessu miðju og vinstar liði, að getað ekki unt öðrum aðrar skoðanir en þeir eru formataðir með, og þurfa að grípa til velþekkts skítkasts í sínu málefnanlegu gjaldþroti, enda vottar ekki fyrir neinu sem minnir á rök.