laugardagur, 4. apríl 2009

Óþol Egils Helgasonar.

Egill Helgason er að verða eins og stofnun eða móðguð prímadonna sem þolir enga mótstöðu eða gagnrýni. Núna kallast þeir varðhundar sem leyfa sér að benda á að aðstoðarmaður Evu Joly hefur fyrirframskoðanir sem hann hefur ekki hikað við að básúna. Egill Helgason er orðinn hálgerður varðhundur sjálfur fyrir allt sem snýr að Evu Joly af því að hann, og Jón Þórisson fundu hana upp. Ég sjálfur get kvittað undir flest sem Jón Þórisson hefur skrifað og fagna komu Evu Joly.

Núna eigum við að efast um allt er það ekki og það á þá við um allt og alla en ekki bara suma. Þó að ég hafi ekki alls enga samúð með sökudólgum í hruninu þá má heldur ekki gleyma grundvallaratriðum eins og stunda hlutlausa og eðlilega rannsókn. Allir eiga sinn rétt.

Nú er eins gott fyrir menn að vera ekki að efast neitt um Evu Joly því að Egill Helgason er þess umkominn að dæma þann efa hart. Skilyrðislaus rétttrúnaður Egills og óþol gagnvart umræðum og eðlilegum pælingum í þessu máli er umhugsunarefni og hættulegt í þeirri stöðu sem við erum í núna.

Málefnaleg gagnrýni fólks verður ekki afgreidd með því að benda á hverjir setja hana fram. þannig vinnubrögð höfum við séð til þeirra sem nú eru helst á sakamannabekk og mér finnst það ekki fara Agli Helgasyni mjög vel að grípa til svoleiðis bragða.

Röggi.

19 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Röggi litli

Það var svo sem ekki við öðru að búast en þú óttaðist rannsókn á hruni ykkar Sjálfstæðismanna.

Til hamingju með Morgublaðið Sjálfstæðismenn, sem almenningur hefur nú borgað með í nokkra mánuði, þökk sé Björgólfsfeðgum og frjálsu einstaklingsframtaki :)

Óskar er orðinn yfirritskoðari Morgunblaðsins, með Styrmi og Davíð. Eigandinn, eða eigum við að segja leppur eiganda, er ekkjan sem fékk að stinga af með peningana sína úr Glitni á meðan aðrir lokuðust þar inni. Þökk sé Davíð Oddssyni :)

Allt í takt við Nýja Ísland.

Röggi, það verður gaman að sjá þig blogga um Morgunblaðið, því þú er einn mesti áhugamaður um eignarhald fjölmiðla sem ég hef séð til.

Víagradeildin í Sjálfstæðisflokknum er komin með málsgagn. Great.

Þráinn sagði...

Já, ég sammála þér um að hún er fyrirkvíðanleg þessi rannsókn úr því að Eva Joly er mætt. Einkum fyrir þá sem hafa eitthvað að fela og þá sem hafa samúð með þeim sem hafa eitthvað að fela.

Nafnlaus sagði...

Er ekki æðislegt að vera sjálfstæðismaður Röggi... alveg frábær tilfinning í dag...

Nafnlaus sagði...

Hefði maður haft vit á því að sleppa þessari færslu ef maður væri Sjálfstæðismaður? Nei ég efa það, þeir eru nefnilega allir með sömu skoðun á öllum málum. Ef Hannes Hólmstein prumpar, þá þurfa hinir að gera það líka.

Nafnlaus sagði...

Ekki er ég nú Sjálfstæðismaður (Guð forði mér!) en ég er alveg sammála. Þannig er nú að Egill Helgason er einna duglegastur allra við að afgreiða rök fólks með þeim hætti að benda á hvaðan það kemur og ætti auðvitað að hafa fullan skilning á slíkum vinnubrögðum.
Þess vegna er líka svolítið spaugilegt að sjá kommentin hér að ofan. Röggi er Sjálfstæðismaður og þá þarf auðvitað ekkert að hlusta á hann.

Nafnlaus sagði...

(Röggi) ,,... skilyrðislaus rétttrúnaður Egils ..."

Ekki tekur Egill svona til orða.

Það má hann eiga.

Nafnlaus sagði...

Röggi litli.
Þegar þér mál að kúka, skaltu setjast á klósettið. Ekki fyrir framan tölvuna.
Guðmundur K.

Nafnlaus sagði...

Það er allavega augljóst að varðhundar Egils Helgasonar eru komnir á kreik!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst reyndar dáldið óljóst hvernig eða hver aðkoma Joly á að vera. Yfirleit er talað um sem nokkurskonar tæknilegur ráðgjafi með sambönd og þekkingu en einstaka sinnum finnst manni hún eigi að rannsaka uppá eigin spýtur og hafi nokkuð frjálsar hendur.

Svo er það annað, að ef horft er til íslandssögunnar þá hefur aldrei gefist vel á Íslandi þegar rannsóknaraðilar eru í nokkurskonar mission gagnvart viðfangsefni sínu.

Það verður að hafa í huga að staðan sem hún var í í Frakklandi á sínum tíma er alltöðruvísi hefð en þekkist á Íslandi.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson.

Eva Joly er RÁÐGJAFI en ekki saksóknari.

Hún dæmir engan og því síður aðstoðamaður hennar Jón Þórisson, þótt hann hafi viðrað einhverjar skoðanir um menn og málefni tengdum hruninu.

Sérstakur saksóknari er sá sem sér um að ákæra menn, og réttarkerfið okkar á að tryggja að enginn saklaus verði dæmdur sekur.

Svo hvert er vandamálið annað en að sekir eru augljóslega að brotna undan álaginu?

Nafnlaus sagði...

Röggi alltaf góður....

Kristján

Nafnlaus sagði...

Röggi litli

Bloggaðu um þetta:

http://eyjan.is/blog/2009/04/04/oskar-magnusson-skipulagsbreytingar-hja-arvakri-utgefandinn-hefur-sidasta-ordid/

Skv. þinni orðræðu fram til þessa um eignarhald fjölmiðla, þá ætti þessi frétta að færa þér nóg efni að moða úr.

Ef ekki, þá ert enn einn froðusnakkurinn úr fjósi Hannesar Hó.

Stattu þig nú drengur.

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi.

Ég ætla að byrja á því að segja að ég er ekki sjálfstæðismaður(ég vona að þú fyrirgefir mér það), ekki að ég sé samfylkingarmaður eða vinstri grænn eða neitt annað. Ég hef yfirleitt reynt að kjósa málefni en ekki flokka, en undanfarið hefur það reynst æ erfiðara. Pabbi minn er aftur á móti sjálfstæðismaður, og hefur verið alla sína tíð, hann er 67 ára. En nú er svo komið að hann lýsir því yfir við hvern sem vill heyra að hann muni aldrei aftur kjósa sjálfstæðisflokkinn, eftir að hafa stutt flokkinn alla sína ævi. Og þegar maður skoðar þessa færslu þína er ekki erfitt að sjá ástæðuna fyir þessu. Fjárglæframenn hafa sett Ísland á hausinn með dyggri hjálp fyrrverandi stjórnvalda. Á hverjum degi koma upp ný spillingarmál og spillingin virðist endalaus. MIðstéttin er að kikna undan álaginu. Allt stefnir í upplausn heimilana lífeyrissjóðirnir eru að fara á hausinn, landsvirkjun er að fara á hausinn, velferðarkerfið verður klofið í herðar niður.
Og eina vandamálið sem þú og þínir líkar sjá, eru Egill Helgason og Eva Joly. Þú ert sannarlega sorgleg afsökun fyrir manneskju.
Kær kveðja.
Hörður Tómasson

Röggi sagði...

Komdu sæll Hörður Tómasson.

Ekki veit ég hvernig þú og sumir aðrir getið lesið það út úr minni færslu að ég vilji halda verndarhendi yfir þeim mönnum sem settu okkur á kaldan klakann.

Ég er að tala um prinsippin um vanhæfi manna til að rannsaka og fjalla um mál. Og hvernig þeir eru gagnrýndir sem voga sér að benda á þann möguleika.

Hef ekki hugmynd um það hvort þú hefur fylgst með mínum fæslum áður en skoðanir mínar á útrásarvíkingum og bankaeigendum eru þannig að ég sjálfur gæti með engu móti komið að rannsókn eða ráðgjöf varðandi hrunið!

Hvernig manneskja ég er eða að ég er Sjálfstæðismaður kemur þessu máli akkúrat ekkert við.

Kv Röggi.

Nafnlaus sagði...

Hlýtur að vera fróðlegt fyrir sálfræðinga að geta lesið svona í sálarlíf þeirra sem ætla að kjósa aftur yfir sig Hrunflokkana og þá Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega. Sjálfspíningarhvöt?

Nafnlaus sagði...

Þessi komment um Rögnvald eru smekklaus. Menn verða að kunna sér hóf. Hérna eru margir að fara gjörsamlega yfir strikið í gagnrýni, ekki á það sem Rögnvaldur er að segja, heldur óhróður sem segir meira um þá sem skrifa en hvað þeir eru að reyna að segja.

Margt af þessu samfylkingarfólki er svo heiftugt út í Sjálfstæðisflokkinn að það virðist ekki sipta neinu máli hvað sé sagt um flokkinn. Öllu er snúið út og suður.

Rétt sem Kári Stefánsson sagði í blöðunum um helgina að það kostaði mikið að vera vinur Davíðs Oddssonar. Andsætðingar hans væru óvægnir.

Ætli við værum ekki siglandi með vindinn örlítið minna í fangið í dag ef allir hefðu farið niður í banka og tekið út sitt sparifé líkt og Davíð þegar Sigurður Einars, Bjarni Ármanns og co. fóru að skammta sér ofurlaun, og ganga um peninga bankanna eins og þeir ættu þá sjálfir, engin virðing.

Davíð nefndi þjóðstjórn. Ekki gat samfylking tekið undir það, þó kipptu þeir inn nokkrum utanaðkomandi í síðustu ríkisstjorn.

Davíð lagði til að við myndum ekki borga þessar skuldir, sem enn er álitamál hvort við eigum yfir að borga varðandi Icesave, sem er tilkomið vegna klúðurs hjá ESB í reglum hjá þeim.

Í febrúar 2008 talaði davið við formenn SF og D lista um að bankarnir stæðu höllum fæti. Af hverju gerði viðskiptaráðherra þá ekki neitt? Af hverju var hann ekki einu sinni látinn vita? Það er hlutur sem er jafnvel enn undarlegri en sá ótrúlegi atburður þegar Björgvin G. neitaði að afnema bankaleynd. Ef það hefði verið gert STRAX í kjölfarið á hruninu, þá værum við líklega búin að leysa þessi mál, og ná þeim peningum sem var búið að ræna frá þjóðinni til baka.

Þetta er sorgleg umfjöllun hérna hjá þessu SF fólki sem er að "kommenta" um það sem er í umræðunni. Gömlu kratarnir eru komnir uppí gömlu skítadreifarana, og nú á að keyra þá dag og nótt á fullu farti.

Það svíður oft að heyra sannleikann. Fólk eins og Össur og co. geta bara ekki sagt sannleikann.

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðismenn eru farnir að skjálfa á beinunum ... og Eva Joly er ekki einusinni byrjuð að fullu.

Hvernig verðið þið þegar hún byrjar að skoða spillinguna og skítinn eftir ykkur sjálfstæðismenn.

Eigiði bara skömm fyrir!! og hafiði vit á því að tala ekki um Evu Joly og eða rannsókn þessa máls. Þið hafið engan rétt á því.

Nafnlaus sagði...

Varla eru allir glæpamenn Sjálfstæðismenn og allir Sjálfstæðismenn glæpamenn.

Það eina sem glæpamenn eiga sameiginlegt er að vera glæpamenn og þeir finnast örugglega í öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins, og sjálfsagt skjálfa saman þessi misserin.

Einn flokkur hefur sérstakt dálæti og velþóknun á glæpamönnum og varið og hyglað þeim á allan hugsanlegan máta, ma. á þingi og víðar, en það er Samfylkingin.

Bak við slíkt eru nokkrir úr efstu röðum flokksins, og hefur lítið að gera með óbreytta liðsmenn.

Sama á við með aðra flokka eins og Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Almennir kjósendur hafa ekkert með hugsanlega hyglun afbrotamanna.

Guðmundur Gunnarsson.

Nafnlaus sagði...

Ef Samfylkingarmönnum var svona umhugað að koma öllum þeim spilltu sjálfstæðismönnum í hendur réttvísinnar, af hverju var þá litli bankamálaráðherrann BJörgvin G. Sigurðsson svona á móti þvi að afnema bankaleynd þegar eftir því var falast? Var hann hræddur um að setja drengjamet í fleiru en slúðri?