fimmtudagur, 23. apríl 2009

Össur skiptir um skoðun!!

Þá hefur félagi Össur rekið pólitískt nefið út um gluggann. Og komist að því að síðasta skoðun hans á álversframkvæmdum á Bakka er sennilega ekki söluvæn núna. þá bara hefur hann nýja skoðun og uppfærða og tekur síðan bara á málinu síðar og þá væntalega tilbúin að kúvenda aftur. Allt eftir því hvað hentar þá.

Þetta er ástæðan fyrir því að hans pólitíska sól hnígur nú hratt til viðar. það snýst auðvitað ekki eingöngu um það hvað mér og minum finnst heldur miklu frekar um það hvað hans eigin segja, enda hefur styrkur hans minnkað hratt eftir prófkjörið góða. Pólitískt kjarkleysið og tækifærismennskan skín alltaf í gegn og vilinn til að segja það sem hann heldur að tilheyrendur vilji heyra hverju sinni.

Össur mærir samherja sína alltaf af mikilli íþrótt en finnur þeim svo allt til foráttu afturvirkt um leið og leiðir skilja og dregur þá hvergi af sér. Hann virðist maður líðandi stundar og það getur verið skemmtilegur eiginleiki á köflum en afleitur í pólitík.

Össsur hefur látið sig vanta nú í nokkra mánuði á tímum þegar við þurftum alvöru stjórnmálamenn. Þá hvarf kallinn og eftirlét öðrum erfiðu störfin óvinsælu en birtist svo blaðskellandi um leið og sigur er í nánd eða þá að einhver sýnist liggja vel við pólitísku höggi.

Þetta er pólitíkusinn Össur Skarphéðinnson í hnotskurn. Á sínum bestu stundum skeinuhættur andstæðingur og ljúfur samherji og betri penni finnst ekki. Hans ríkulegi heimamundur nýtist honum bara svo takmarkað því hann þolir ekki mótvindinn en það eru einmitt eiginleikar sem eru svo nauðsynlegir núna.

Þess vegna er það í sjálfu sér litil frétt þó hann skipti um skoðun og það verður heldur ekki nein frétt þegar hann skiptir um hana aftur.

Röggi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er ekki alveg rétt. Titillinn á þessari frétt er aðeins rangur, hann ætti að vera svona:
ÖSSUR SKIPTIR UM SKOÐUN, AFTUR

Freyr Hólm sagði...

Spurning fyrir Össur um að ganga í hægri, visntri snú með Snorra Ásmunds ;)
En Röggi common á að setja X-ið við Déið á morgun?

Nafnlaus sagði...

Er það löstur að geta skipt um skoðun? Hélt það væri merki um sveigjanleika í hugsun.