miðvikudagur, 22. apríl 2009

Styrkjafarsinn.

Mér sýnist kosningarnar núna ætla að snúast um styrki því miður. Þeir sem trúðu því að Samfylkingin væri með hreina samvisku í samskiptum við Baug hljóta að vera með böggum hildar nú. Í mínum huga er enn mjög mikið starf óunnið í því að moka skitnum sem liggur eftir þá mafíu upp á yfirborðið.

Fylgismenn Samfylkingar hvort sem er um að ræða hér á bloggsíðum eða annarsstaðar hljóta ef menn eru útbúnir einhverri sjálfsvirðingu að skammast sín. Ekkert hefur vantað upp á dónaskapinn nafnlausan oft og fúkyrðaflauminn. Ég bíð nú spenntur við skjáinn því ef ég þekki þetta fólk rétt þá tekur nú við dauðaþögn í ætt við þögnina sem varð þegar upplýstist um hótanir Ingibjargar sem Guðlaugi Þór voru ætlaðar. Og að likindum missa fjölmiðlar áhuga á málefninu.

Ég fyrir mitt leiti hef ekki farið dult með skoðanir mínar á Baugi og þeirri mafíu allri og finnst gersamlega óþolandi að þurfa að horfa upp á fólk úr mínum flokki hafa þegið fé þaðan. Sjálfstæðismenn hafa reynt að taka til hjá sér í kjölfarið og vona ég svo sannarlega að ekki finnist meira en nú þegar er kunnugt um. Nú verður æsispennandi að sjá hvernig Samfylkingin tekur á sínum málum. Ég spái vettlingatökum og þögn sem verðu þó að líkindum rofin með Morfísstælum frá olíumálaráðherra.

Þetta er rétt að byrja því enn er ekki upplýst hverjar skuldir flokkanna eru og hverjum þeir skulda. Ég hef aldrei skilið af hverju bókhald flokkanna er lokað og nú hlýtur að vera leitun að mönnum sem reyna að standa gegn því í framtíðinni.

Sagan er ekki hálfsögð og mig grunar að Samfylkingin hafi nú talsvert minnkandi áhuga á þeirri sagnfræði.

Röggi.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður þessi með olíumálaráðherrann. Fínn pistill.

Nafnlaus sagði...

FLokksmenn hafa drullað yfir Baugsfyrirtækin en virðast svo hafa þegið mikla peninga frá sömu fyrirtækjum. Trúverðugt?

Einar F.

Nafnlaus sagði...

Get ekki séð betur en að enn fari Sjálfstæðismenn í broddi fylkingar hvað styrki frá Baugi varðar.

Agalega sorglegt að sjá bláa fálkann breytast í gagghænu á þessum síðustu og verstu.

Nafnlaus sagði...

Hehehe, Röggi, enn og aftur slærðu feilnótu. Sjálfstæðisflokkurinn búinn að taka til...je right.

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að fara að kalla hlutina sínu rétta nafni?
Mútur.

Það að einn þyggi mútur þá bætir það ekkert siðferði hans þótt annar geri það líka.

Tökum ýkt dæmi. Hitler vs.Stalín

Getur verið að öll gagnrýni SjálfstæðisFLokksins á Baug hafi kannski bara verið blekkingarleikur til að fela tengslin?

Kveðja Ásta

Nafnlaus sagði...

Fresta verður kosningum þangað til upplýst er hvaða frambjóðendur eru á mála hjá þeim sem settu landið á hausinn.
Núv. þingmenn með þá fortíð gátu sig ekki hreyft landinu til bjargar vegna "mútustykja".

Andrés sagði...

"Talsvert minnkandi"?

Reality check: Samfylkingin og VG eru að plana að láta Ríkisendurskoðun fara í gegnum fjármál allra flokka og stjórnmálamanna aftir til aldamóta og birta opinberlega.

Held ekki að þau óttist að koma ver út úr því en flokkur sem sat í tæp 18 ár í ríkisstjórn.

Nafnlaus sagði...

Röggi

Þú ert snillingur...

Skrifaðu sem mest fram að kosningum.

We love U :) því í hvert skipti sem þú opnar munninn eða bloggar þá finnum við fyrir bylgju af nýjum kjósendum...sérstaklega þeim sem áður kusu X-D.

Skrifaðu drengur, skrifaðu :)

X-S

Nafnlaus sagði...

"sjálfstaedismenn reynt ad taka til" hahahahahahahahahaha

nýjir sópar sópa best? hahahahahahaha

gódur

Nafnlaus sagði...

Guðmundur Gunnarsson

Það er með ólíkindum hversu skemmtilega barnalegur rökstuðningurinn er þegar Samfylkingarmenn eru komnir með allt niðrum sig.

"Sjallarnir hafa þegið stærri styrki en við og eru þá spilltari." (O: