miðvikudagur, 8. apríl 2009

Styrkurinn

Ég hef aldrei farið leynt með þá skoðun mína að fjármál stjórnmálaflokka eigi öll að vera uppi á borðum. Allt leynimakk í þeim efnum er afleitt. Fréttastofa stöðvar 2 segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þegið stórfé frá Fl group rétt áður en reglum um fjármál flokkanna var breytt.

Ég ætla rétt að vona að þannig sé ekki í pottinn búið. Ekki bara af því að hér er um að ræða þetta tiltekna fyrirtæki heldur líka vegna leyndarinnar og þeirrar staðreyndar að þetta er rétt fyrir breytingar á löggjöf um svona styrki. það er frá mínum bæjardyrum séð út í hött. Ég geri mun meiri kröfur til míns flokks en annarra í þessum efnum sem öðrum.

Ef ekkert er hæft í þessu verður flokkurinn að taka skýrt af skarið með það. Hér dugar ekki að gera ekki neitt því ef um tilhæfulausa frétt er að ræða er ekki hægt að sitja undir áburðinum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að fara í leikinn sem aðrir ætla að gera núna og segjast þurfa að halda trúnað við styrktaraðila.

Sé þetta rétt eiga þeir sem bera ábyrgð á málinu að koma fram og axla sitt því ömurlegt er að fylgjast með flokksmönnum reyna að koma frá sér fjarvistarsönnun. Þó ég sé í aðalatriðum á móti því að fjölmiðlar geti komið fram með svona lagað án þess að færa á það sönnur þá er í þessu tilfelli ekki undan því komist að bregðast við.

Og það myndarlega og af styrk.

Röggi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja sæti sykurpúði íhaldsins er sjálfsmyndin brostinn? Er ekki leiðinlegt að vera gegn íhaldsmaður með einfaldleikan í brjósti og sjá svo fyrirmyndir þínar þamba drullu dag eftir dag, þykjast að vera svo streit og góðir. En eruð í þvílíkum skítafnýk að enginn vill koma nálægt ykkur. Allil vita sem fylgst hafa með að jaðarförinn verður þann 25. eina sem þið gerið núna er að ljúga rétt fyrir kosningar að þið munuð aldrei hækka skatta, hvernig ætlið þið að koma landi og þjóð út úr þessu ofboðslega rugli sem hefur verið markvisst unnið að í 18 ár?

Röggi wake up !!!!

Heiða sagði...

Og núna er flokkurinn búinn að gangast við þessu ...og 25 milljónum í viðbót.

Og hvað finnst þér?

Nafnlaus sagði...

Ef það er eitthvað sem sjálfstæðismenn eru ekki, þá er það sjálfstæðir í hugsun.
Röggi ! er ekki kominn tími til að fara að hugsa hlutina sjálfur en ekki bara fylgja flokkslínunni.
Ég er viss um að það á eftir að koma í ljós að svona mál finnast innan allra flokkanna.
Röggi við verðum að fara að hreinsa til. Við getum ekki verið þekktir fyrir að skrifa undir svona hegðun.
Það er kominn tími til að fólkið í landinu láti heyra í sér. Þsð þarf sterkara aðhald að stjórnmálamönnum. Það þarf að minnka vald flokkanna, og auka vald fólksins.
Hvað segirðu, ertu með?

kær kveðja. Hörður Tómasson

Nafnlaus sagði...

Kæri Röggi,
þetta er veikur málstaður og endurspeglar hagsmunagæslu, einkavinavæðingu og spillingu í íslensku stjórnamálakerfi. Það er dapurlega komið fyrir íslenskum stjórnmálum og hefur verið lengi...en þjóðinni virðist vera nokk sama, þinn flokkur mun vafalaust fá ágætis fylgi í kosningum þrátt fyrir subbuskapinn.
Og síðan axlar Geir ábyrgðina.

Gleðilega páska Röggi.

kv.
Kristinn Ásgeirsson
Danmörku