miðvikudagur, 15. júlí 2009

Einkaréttur Samfylkingar á klækjum.

Ekki vantar neitt upp á að Samfylkingarmenn, bloggarar og aðrir, væla nú allt hvað af tekur vegna aðferðafræði Borgarhreyfingarinnar í þinginu. Hreyfingin er sökuð um að skipta um skoðanir og svik við kjósendur og ég veit ekki hvað. Talað er um tengja ólík mál og bla bla. Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir vinnubrögðin hjá Borgarahreyfingunni enda eru þau út í hött.

En Samfylkingin er á sama tíma að tengja ýmislegt við inngöngu í ESB. Icesave samninginn verður að kokgleypa hráan eins og hann er matreiddur af viðsemjendum okkar svo ekki styggist ESB. VG situr undir hótunum í samstarfinu góða en eins og aðrir þekkja er ekki heiglum hent að vera í því sem Samfylking kallar samstarf. það fær VG nú að prófa..

..og virðist vera að sligast undan en þumbast þó við og svíkur kjósendur sína svo myndarlega í grundvallaratriðum í leiðinni að annað eins hefur ekki sést hér fyrr. Allt til að þóknast Samfylkingu og halda í embættin.

þannig að víða virðist potturinn brotinn í þessu en Samfylkingin þolir ekki klækjastjórnmál eða pólitískar tengingar nema þau séu rétt ættuð.

Röggi.

2 ummæli:

Steindór Grétar sagði...

Ég hef hvergi séð Samfylkingarmenn tengja Icesave og ESB. Það hefur verið spunalína frá Valhöll og AMX.

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt Samfylkingunni hefði Icesave samkomulagið orðið betra ef við værum í ESB.

Samkvæmt Samfylkingunni eigum við möguleika á að fara dómstólaleiðina EF við förum í ESB (fyrir Evrópudómstólinn?)

Samkvæmt Samfylkingunni er hægt að snúa öllum spurningum uppí það lagast með ESB