miðvikudagur, 29. júlí 2009

Hvenær springur VG?

Mikið held ég að sé gaman að vera vinstri grænn þessa dagana og ekki síst í dag. Flokkurinn er að fórna allri sinni arfleifð á altari Samfylkingar og formaðurinn vinnur baki brotnu. Dugnaður og harka Steingríms hlýtur að hrifa hvern mann á meðan veggspjaldið Jóhanna Sigurðardóttir mætir ekki til vinnu. En laun heimsins eru vanþakklæti.

VG tapar meira en Samfylking samkvæmt skoðanakönnun fréttablaðsins og ef að líkum lætur mun sú þróun halda áfram. það er auðvitað óskiljanlegt með öllu því ríkisstjórnin er undir forsæti Samfylkingar og á sjálfstýringu sem félagi Össur hefur hannað af mikilli íþrótt og kænsku.

Pirringurinn innan VG hlýtur að fara að nálgast suðumark. Á meðan félagi Össur flengist um allar koppagrundir í ESB æfingum situr Steingrímur uppi með glæpinn að handónýtum forsætisráðherra ásjándi. þetta getur ekki verið ásættanlegt fyrir VG.

Hvað á maður að gefa þessu sambandi langan tíma? Varla nema örfáa mánuði í besta falli....

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VG springur þegar einstakir þingmenn samtakanna "plassera Íslandi í efnahagslegan frostavetur" með því að hafna Icesave í atkvæðagreiðslu á alþinig! Sem er það nákvæmlega það sama og vinir þínir í X-D ætla að gera. Bara til að ná völdum aftur á klakanum!
Njóttu vel!

Unknown sagði...

Var það ekki xB sem tapaði alltaf meira í samstarfi við xD þó að það hafi verið xD sem var í forsætisráðuneytinu.

Já, þetta er afskaplega spes allt saman. Sérstaklega hvernig xD tókst að fá þetta mörg atkvæði í síðustu kosningum.

Varðandi sprengitilraunirnar... þá er VG kannski aðeins of vanir því að vera í stjórnarandstöðu. Nú þegar þeir þurfa í alvöru að gera eitthvað þá þvælist allt ruslið sem xD skildi eftir sig fyrir og allt þetta "verður að halda trúnaði" bull líka.

Erfitt að losna við öll þessi lög sem er búið að vera að setja á undanförnum árum til þess að verja ... jah, fjármálamisferli í skjóli þess að það sé einhver persónuvernd í gangi.