föstudagur, 21. ágúst 2009

Er Jón Ásgeir gjaldþrota?

Þeir segja að Baugur sé gjaldþrota. Hér er vist um að ræða risagjaldþrot og hlýtur það að vera eigendum Baugs mikið áfall að svona skuli hafa farið. Fyrir venjulegt fólk er gjaldþrot stórmál og áfall. En eigendur þessa fyrirtækis hafa aldrei verið venjulegt fólk.

Ekki hefur mátt snerta þetta fólk eða að reyna að koma lögum yfir það án þess að þær tilraunir allar væru kallaðar pólitík. Ekki mátti koma í veg fyrir að þetta fólk eignaðist alla fjölmiðlun hér á landi og enn í dag hefur þar ekkert breyst.

Liðið sem gékk nánast af göflunum vegna niðurfellinga á skuldum morgunblaðsins hefur ekki séð neitt athugavert við snúninginn, vafninginn, kennitöluæfingarnar eða hvað trixið heitir sem Jón Ásgeir notaði til þess að losa 365 við 10 milljarða skuldir sem aðrir borga fyrir hann.

Gjaldþrotið hefur heldur engin áhrif á það hver á bónus gullkálfinn. Þar ræður "fjölskyldan" en ríkjum eins og ekkert hafi í skorist enda hefur ekkert í skorist. Peningar voru fengnir að láni hjá þjóðinni til þess að stinga bónus undan. Og Jóhannes hefur þær áhyggjur helstar að syni sínum hljóta að líða illa vegna þess sem á honum hefur dunið!

Hvenær fær vesalings þjóðin nóg af þessu fólki? Gjaldþrot er í hugum Jóns Ásgeirs ekki vandamál. Gjaldþrot er handhæg aðferð til að losa sig við skuldir. Að fara á hausinn þýðir að búið sé að taka það út úr fyrirtækjum sem eftirsóknarvert er en skilja skuldirnar eftir fyrir okkur hin til að díla við.

þetta er saga Jón Ásgeirs og Baugs. Hvað er langt síðan Jón Ásgeir varð eins og Gabríel erkiengill í framan og kannaðist ekki við neitt þegar Egill Helgason spurði hann um Tortola? Hversu lengi ætlum við að láta þetta lið hafa okkur að fíflum?

Látum gjaldþrot Baugs verða að gjaldþroti Jóns Ásgeirs en ekki bara okkar.

Röggi

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður punktur hjá þér, bíddu bara, þessir 30 einstaklingar munu leika þetta eftir aftur eftir 10 ár eða svo.

Nafnlaus sagði...

Heyr Heyr Röggi Litli

Brjótum lög og gerum gjaldþrota Baug ehf að gjaldþroti eigenda þess.

Förum svo í málaferli (sem standast lög) við stjórnendur gamla Landsbankans vegna Ice-Save og látum þá borga skuldirnar með fjármunum sínum og eignum áður en það kemur að þjóðinni.

Líst vel á þetta hjá þér Röggi.

Sama með Bjögga Thors. Keyrum hann í þrot áður en við tökum við öllum þrotabúum hans sem þjóð.

Röggi, þú er snillingur :)

Nafnlaus sagði...

Alveg innilega sammála. Er líka alveg hissa á því að allir skuli enn versla í Bónus.

Nafnlaus sagði...

Hvað kom eiginlega fyrir Rögga?
Sparkaði einhver í hausinn á honum?

Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

"Ekki mátti koma í veg fyrir að þetta fólk eignaðist alla fjölmiðlun hér á landi og enn í dag hefur þar ekkert breyst."

Þetta fólk hefur ALDREI átt alla fjölmiðlun á Íslandi.

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Rögga hefði kannski fundist betra að setja 365 og allan pakkann í gjaldþrot og eyðileggja fyrirtækið. Jón Ásgeir og félagar snöruðu fram 1,5 milljarði króna inn í félagið sem bjargaði því frá gjaldþroti og enn þá meira tjóni bankans.
Það er líka stórmerkilegt hvað Sjálfstæðismenn gleyma alltaf tilvist ríkisins á fjölmiðlamarkaði þegar þeir láta 365 fara í taugarnar á sér.

Nafnlaus sagði...

http://www.ogmundur.is/fra-lesendum/nr/1697/

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur