fimmtudagur, 5. nóvember 2009

Álfheiður og arðsemiskröfurnar.

Hver hefði trúað því þegar Álfheiður Ingadóttir stóð þrútin af stolti yfir fólkinu sem hún sagði í fullum rétti til að ryðjast með ofbeldi inn á lögreglustöð fyrir nokkrum mánuðum að hún ætti eftir að verða ráðherra nokkrum mánuðum síðan? það er auðvitað magnað en ekki bara af þeim ástæðum einum.

Hugmyndir hennar og félaga hennar í VG um þá sem stunda rekstur utan ríkis eru beinlínis fáránlegar. Í gær var hún í viðtali í tilefni þess að lífeyrissjóðir eru að fjármagna nýtt sjúkrahús. Álfheiður og hennar fólk telur algera nauðsyn að heilbrigðiskerfið sé rekið með halla og þeir sem vilja gera arðsemiskröfur sé af hinu vonda og þess vegna verði allt kerfið að vera ríkisrekið. Auk þess fullyrti konan að einkaframtakið væri dýrara en ríkis. Ekki hef ég hugmynd um hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu enda ekkert sem styður þessu kreddudellu.

Nú bregður svo við að lífeyrissjóðirnir gera arðsemiskröfu á sitt fé í þessari fjárfestingu en þá kemur óvænt hljóð í strokkinn og Álfheiður hefur skyndilega ekkert á móti því enda sé ekki um einkaaðila að ræða. Hverjir eru góðir og hverjir vondir í þessu spili konunar? Þarna er hún hreinlega hlægileg og ósamkvæm sjálfri sér og opinberar áunna andúð sína á einkareksri og þeim hluta atvinnulífs sem ekki er ríkisrekinn.

Þeir sem halda að við komumst út úr ógöngunum með því að við verðum öll ríkisrekin og upp á stjórnmálamenn komin eru á alvarlegurm villigötum. það er bara í grundvallaratriðum vonlaust eins og sagan kennir okkur enda stjórnmálamenn ekki best til þess fallnir að fara með peningana okkar.

Álfheiður Ingadóttir er lifandi dæmi um slík fólk.

Röggi

3 ummæli:

Einar Jón sagði...

Það að taka þátt í friðsamlegum mótmælum er ekki það sama og að styðja það að sömu mótmæli verði ogbeldisfull. Ég veit ekki betur en að þegar mótmælin urðu ofbeldisfull hafi maðurinn hennar borgað tryggingargjaldið fyrir drenginn sem var fangelsaður (og komið þannig í veg fyrir frekara ofbeldi).

Sagði hún einhvers staðar að innrásin á lögreglustöðina hefði verið réttmæt?
Þ.e.a.s: Hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu eða ertu bara að reyna að endurskrifa söguna?

Nafnlaus sagði...

Rétt Röggi.

Álfheiður er dæmi um svoleiðis fólk.

Sökum nafnleysis og velsæmis verður ekkert frekar sagt um hana.

En hvar annars staðar gæti það gerst að einstaklingur sem hvetur til árásar á lögreglu og skemmdarverka á opinberum eigum, sjálfu Alþingi, gæti orðið ráðherra?

Ótrúlegt og segir allt um ástandið hérna í dag.

Þessi lýður vinnur að því að leggja hér allt í rúst.

Til að geta endurreist sósíalískt þjóðfélag.

Einar Jón sagði...

Hvar hvatti hún til árásar?

Að setja samasemmerki milli þess að hún hafi verið á staðnum og að hín hafi hvatt til árásar er logic by leaps and bounds...

Hvatti hún til árásar eða eruð þið bara að tala með rassgatinu?