miðvikudagur, 25. nóvember 2009

Að standa í lappir.

Í raun má segja að við búum við linnulausa stjórnarkreppu og höfum gert alveg frá upphafi búsáhaldabyltingarinnar og jafnvel fyrir hana. Þar sáum við heilan stjórnmálaflokk liðast í allskyns kvíslir stjórnlaust og þeir sem töluðu hæst. stærst og mest urðu ofan á. Stundarhagsmunir þess flokks réðu því í raun að ekki tókst að standa í lappirnar og snúa vörn í sókn.

Þessi flokkur heitir Samfylking. Enn finnr þessi flokkur sig í stjórn sem hann vill ekki vera í í dag. Hvernig stendur á þessu? Af hverju getur flokkurinn ekki unnið með öðrum?

Vissulega er flokkurinn að mestu stefnulaus ef frá eru skilin þau tvö stefnumál sem hann berst fyrir af krafti. Innganga í ESB og svo að vera í stjórn. Flokkurinn tekur svo afstöðu til annarra mála eftir hentugleika hverju sinni og svoleiðis stjórnmál eru erfið til lengdar.

Nú er það runnið upp fyrir Samfylkingunni að hann getur einna helst unnið með Sjálfstæðisflokknum. Þá vandast nú málið. Hvernig á að spinna upp þær aðstæður að sú stjórn komist á koppinn?

Össur og félagar hafa rekið höfuðið út í vindinn og finnst hann blása gegn skattahækkunum og gegn flestu því sem þessi aðgerðaleysisstjórn annað hvort gerir eða gerir ekki. Þá er komin upp þekkt staða.

Í stað þess að standa í lappir mun Samfylking reyna að finna undankomuleið þar sem samstarfsflokknum verður kennt um flest. þegar Samfylkingu þykir svo líklegast að kosningar muni vera hagstæður kostur verður látið til skarar skríða.

Samfylking er vissulega stór flokkur i þingmönnum talið en hún vissi ekki hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór og veit það ekki enn. Á meðan Samfylkingin er í þessari stöðu er allt eins líklegt að við munum búa við sífelldar stjórnarkreppur.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér með mæli ég með því að Röggi verði útnefndur stjórnmálaskýrandi ársins. Það er engin leið að toppa þetta rugl.

Nafnlaus sagði...

Vel mælt hjá Rögga, hvað svo sem þessi súri nafnleysingi kl. 13:46 segir.

Ég vil heldur kalla Búsáhaldabyltinguna fyrir BÚSÁHALDAVALDARÁNIÐ, því það var ekki um byltingu að ræða, heldur valdarán vinstriaflanna í landinu.

Bylting er þegar einhverju er breytt. En ég get ekki séð að neitt hafi breyst eftir BÚSÁHALDAVALDARÁNIÐ í janúar-febrúar.

En það er ágætt að VG og Samfó séu í stjórn saman, því þeim mun lengur sem þeir eru í stjórn, þeim mun meira skemma þeir fyrir hvor öðrum.

Kveðja;

Júlíus H.