miðvikudagur, 30. desember 2009

Svavar svívirðir löggjafarþingið

það er borin von að erlend ríki og þjóðarleiðtogar beri virðingu fyrir stjórnskipan hér landi þegar embættismenn eins og félagi Svavar Gestsson gerir það ekki. Gamli pólitíkusinn bara mætir ekki þegar honum ber að mæta til fundar við fjárlaganefnd. Er þessi embætismaður ekki á fullum launum hjá mér og þér og hefur hann ekki unnið sér það til frægðar á þessu ári að semja um Icesave? Í siðuðu þjóðfélagi þyrfti þessi karl nú að leita sér að annarri vinnu en hjá almenningi.

En kannski er gamla kommanum vorkun. Hann er því auðvitað ekki vanur að eitthvert lið niðri á þingi sé með moðreyk eða eftirgrenslan. Svavar er auðvitað í vinnu fyrir framkvæmdavaldið og því valdi kemur nú lítið við hvað löggjafanum finnst.

Við sjáum svona tilburði æ ofan í æ og erum flest bara hætt að taka eftir því eða er kannski bara alveg sléttsama. En okkur má ekki vera sama. Nú er rétti tíminn til að breyta þessu eins og svo mörgu öðru. Nú er lag....

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er góð regla að anda djúpt og telja upp að tíu áður en maður skrifar eitthvað sem maður veit ekki nóg um. Samkvæmt mbl.is upplýsti formaður fjárlaganefndar á Alþingi í dag "að það hefði orðið niðurstaða nefndarinnar í nótt, að Svavar Gestsson yrði ekki boðaður á fund nefndarinnar heldur yrði þess farið á leit að hann skilaði skriflegu álit. Því hefði Svavar ekki neitað að mæta á fund nefndarinnar vegna þess að hann var ekki kallaður fyrir nefndina."

Ertu ekki að hneykslast að tilefnislausu?

Nafnlaus sagði...

Það er réttara að segja að það hafi verið ákvörðun stjórnarþingmanna innan nefndarinnar að kalla kallgarminn ekki á svæði, þrátt fyrir beiðni fulltrú minnihlutans um það. Það er nokkuð villandi að kalla það niðurstöðu nefndarinnar.

Nafnlaus sagði...

Gleymum ekki framlagi Davíðs Oddssonar til síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins

http://wms0a.straumar.is/xd/DavidOddson.wmv

Takið sérstaklega vel eftir Bjarna Benediktssyni í klappkórnum. Ég mæli einnig með klappi Þorgerðar Katrínar.

Þetta minnir mig helst á upptökur frá síðasta flokksþingi rúmenskra kommúnista undir stjórn félaga Sjáseskú 1989.

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

Nafnlaus sagði...

Komið hefur fram að Svavar baðst unda því að mæta, en hann neitaði ekki að mæta, á því er mikill munur. Þú hlítur að leiðrétta færsluna með tilliti til þessara upplýsinga.

Nafnlaus sagði...

Sæll. Raggi.
Lítið hefur breytts síðan Sverrir ,,Stormsker skrifað þetta 9.11.2009
Fyrir örfáum mánuðum reyndu dýrðlingarnir gegnsæu þau Jóhanna Skjaldborg og Steingrímur Gjaldborg að lauma Icesave ánauðarsamningnum ólesnum í gegnum Alþingi, án allra fyrirvara, og töluðu um "frábæran samning" sem Svavar-ég-nenni-þessu-ekki-Gestsson og einhver Mr. Bean krotuðu annarshugar undir í útlandinu að beiðni Steingríms, góðvinar þeirra. Samfylkingarforkólfarnir töluðu þá um að þeir myndu samþykkja hann blindandi einsog kettlingar og voru skýjum ofar í einfeldni sinni, fákunnáttu og ábyrgðarleysi."

-- Kynningarfundur í London í vor hafi verið haldinn fyrir utanríkisráðherra til að greina frá valkostum í deilunni við Breta og Hollendinga. Össur segist ekki hafa sótt fundinn en samkvæmt gögnum lögmanna Michon de Reya sat Össur fundinn. Í gögnum lögmannsstofunnar kemur jafnframt fram að Svavar Gestsson aðalsamningamaður Íslands hafi farið fram á að utanríkisráðherra fengi ekki að sjá tiltekin gögn er vörðuðu málið.

Sanngirniskrafa er að skjölin verði kynnt og þingmenn fái tækifæri að meta þau. Enfremur að Svavar Gestsson yrði kallaður á þingnefndarfund til að upplýsa undirlegheitin. Í fyrstu ætlaði ríkisstjórnarmeirihlutinnn ekki að verða við þessum óskum en verð að lokum að lúta í lægra haldi.

Skotfæri stjórnarinnar í Icesave-umræðunni eru á þrotum og málefnastaðan gjörtöpuð. Icesave-frumvarpið bíður eftir náðarhögginu.
Kv. Sigurjón Vigfússon