þriðjudagur, 8. desember 2009

Tölvupóstarnir.

Vissulega er það vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina að slúðurnetsíður úti í heimi þurfi að upplýsa þing og þjóð um samskipti aðstoðarmanns Steingríms við AGS korteri fyrir kosningar.

Reyndar heyrðist mér félagi Össur segja í þinginu í gær að hér væri alls ekki um leyndarmál að ræða. það hefði bara enginn spurt! Hér er öllu snúið á haus og ekki betur séð en að ráðherrann telji þá að sofandahætti andstöðunnar sé um að kenna málið komst ekki á hámæli rétt fyrir kosningar. Óþefinn af málinu leggur til himins svo að í öll vit svíður.

Fréttin er ekki bara að ekki var sagt frá heldur ekki síður hvað var rætt. Og, hvað var sagt í aðdraganda kosninga við kjósendur. Mér sýnist þeir skattabræður Steingrímur og Indriði skulda skýringar.

Röggi

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir þingmenn sem voru að fá upplýsingar um þessi samskipti af slúðursíðum hafa ekki verið að sinna starfi sínu því öll bréfin hafa verið þeim aðgengileg a þingi frá því í júní.
Þjóðin hafði líka aðgang að lista yfir öll trúnaðargögnin í möppu þingsins og þar er liður nr. 23:
"Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark J Flanagan og Franek J. Rozwadowski um stöðu Icesave viðræðna og þrlfsting Breta og Hollendinga innan stjórnar IMF, dags. 13. og 14. april 2009."

http://www.island.is/media/eydublod/listi-yfir-trunadargogn-til-aflestrar.pdf

Nafnlaus sagði...

Röggi minn, í hvaða holu ertu búinn að fela þig?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

Fyrsti nafnlaus. Það hefur komið fram frá þingmönnum að skjölin eru ekki né voru í skjalasafninu sem þingmenn fengu afhent. Þau voru aðeins aðgengileg sem TRÚNAÐARMÁL, eins og fjöldi annarra, sem þingmenn hafa svarið þess eið að virða sem TRÚNAÐARMÁL. Aðeins eitt eintak var þeim aðgengilegt og geymt í sérstöku herbergi á vegum Alþingis, og engum er leyft að taka það þaðan út. Afrit munu vera til í 5 ráðuneytum, sem öll eru eðlilega á ábyrgð sjónarflokkanna. Lekinn er þaðan kominn þas. ef að ekki hafi verið um einhverskonar innbrot í tölvukerfi stjórnvalda? Það eru fjöldi annarra skjala merkt TRÚNAÐARMÁL í dulkóðaða herberginu sem stjórnarandstæðingar vildu gjarnan koma á framfæri við þjóðina. Því miður eru þeir bundnir trúnaði við þetta lyga hyski.

Nafnlaus sagði...

@guðmundur 2. gunnarsson

Ertu að segja að þingmenn hafi ekki lagt það á sig að lesa þau 23 gögn sem voru í trúnaðarmöppunni á vinnustað þeirra frá því í júní sl. af því þeir fengu ekki að taka þau út úr herberginu?

Ef þeir hafa ekki treyst sér til að lesa alla möppuna þá höfðu þeir í fórum sínum opinberan lista yfir öll gögnin svo þeir gætu þá einbeitt sér að því sem vakti áhuga þeirra.

Bendi þér á að þingmenn óskuðu eftir því að trúnaði yrði aflétt vegna sumra gagna og við slíkum óskum var brugðist. Enginn bað um slíkt vegna þessara tölvupósta.

Frekar aumt að reyna að búa til upphlaup núna.

Nafnlaus sagði...

G2G

Nafnlaus. Hvar hafa þær upplýsingar komið fram að þeir hafi ekki beðið um að fá afléttingu trúnaparbanns af þessum skjölum, og hvað þá að það hefði auðveldlega fengist? Hef ekki minnstu hugmynd um ef að þingmenn hafi lesið gögnin, og ekki get ég séð að það skipti miklu máli í þessu tilfelli. Miðað við gjörfuleika þingmanna þjóðarinnar er sennilegast að ekki einn þeirra hafi gert að. Það sem þar kemur fram í þeim er fullkomlega óafsakanalegt. Lygavella í Steingríni J. og Indriða sem lýgur um netkerfi ráðuneytisins, og upplýsingafölsun til að líta betur út fyrir kosningar, hefði tryggt tafarlausa afsögn beggja í hvaða bananalýðveldi sem er.

Að reyna að vísa ábyrgðinni á að þingmenn hafi ekki beðið um afléttingu trúnaðarbannsins, hljóti að vera á ábyrgð stjórnarandstöðunnar er svo skemmtilega vond, en vissulega dæmigert fyrir stjórnartrúðsskapinn sem þjóðin hefur þurft að horfa uppá síðan henni var lamið saman. Núna er ég viss um að þú getur ekki lagt fram neitt máli þínu til stuðnings sem minnir á sannleika máls þíns, þá ætla ég að fullyrða á móti að stjórnarandstaðan hafi ítrekað farið fram á að aflétting trúnaðar á þessum gögnum. Þessu plaggi sem og öllum hinum sem eru geymd inn í þessu leyniherbergi. Því hefur verið alfarið hafnað. Það væri athyglisvert að fá að sjá hvað stendur í hinum.

Upphlaupið er vegna þess að Wikileaks birti skjalið sem enginn hafði afrit af til að getað komið því til þeirra, nema ráðherrar og embættismenn þeirra.

Það sýnir best siðleysi ykkar stjórnarsnatanna að reyna að gera ekkert úr alvarlegum trúnaðarbrotum við þjóðina eins og í þessu tilfelli og margra annara. En vissulega kemur ekkert lengur á óvart hvað óheilindi ykkar varðar. Ekkert.

Nafnlaus sagði...

Sammála þér Röggi.

Ótrúlegir hinir nafnlausu hér, fullir af vandlætingu yfir að bæði þingmenn og þjóð séu ekki þefandi á öllum vígvöllum eftir hvort ekki sé eitthvað verið að fela.

Það er nefnilega skylda stjórnvalda með það á stefnuskrá sinni að hafa allt gegnsætt og uppi á borðum - að maður tali nú ekki um alla aðstoðarmennina og upplýsingafulltrúanna - að halda réttum aðilum upplýstum.

Og hananú.

Kv.
Sigrún