þriðjudagur, 23. febrúar 2010

Ha! Baugsmenn að ritstýra fjölmiðlum sínum??

Er það virkilega þannig að einhver hafi í raun trúað því að Hreinn Loftsson/Jón Ásgeir hafi ekki ritstýrt blöðum sínum og sjónvarpsstöðvum? það er staðreynd að sá hópur sem gékk í lið með þessum kónum gerði það af pólitískum ástæðum fyrst og síðast og í því skjóli tóku þessir menn til óspilltra málanna að misnota þau fyrirtæki sem hönd var hægt að festa á.

Ég hef margsagt það áður að snilld Jóns Ásgeirs eða jafnvel heppni var sú að Davíð Oddsson sá í gegnum hann fljótlega og Jóni tókst að fá heilan stjórnmálaflokk á uppleið til að berja á kallinum og flokknum hans og allir græddu. Nema þjóðin auðvitað eins og við vitum nú orðið öll.

Stundarhagsmunir viðskiptalegs eðlis og pólitískir voru notaðir til að sölsa undir sig heilt viðskiptasamfélag og þá var eignarhald á fjölmiðlum nauðsyn og aðrar viðskiptablokkir fylgdu svo í kjölfarið. Þarna smellpössuðu hagsmunir beggja svona líka prýðilega saman. Fjölmiðlarnir voru notaðir til þess að berja á vandræðamanni sem þvældist fyrir báðum.

Og enn hefur fátt breyst. Vinstri menn þessa lands halda áfram að hlaða undir þessa fjölskyldu sem veður nú yfir gjaldþrota þjóðina og heldur húsum sinum, fyrirtækjum og fjölmiðlum. Og reikningurinn í heimabankanum hjá þér kæri lesandi.

Þessa sögu hef ég og fleiri sagt árum saman en það fylgir því þó engin gleði að hafa haft fullkomlega rétt fyrir sér. Þeir hinir sem völdu að kóa með þessu fólki og lesa okkur hinum pistilinn hljóta nú að fara með veggjum.

Eða ættu að gera það...

Röggi

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG OMG OMG

Ertu hálfviti, hvernig geturu látið eins og þetta sé eitthvað sérstakt "vinstri manna" dæmi að ristjýra fjölmiðlum. Þitt hyski gerir nákvæmlega það sama apinn þinn.

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi!

Hér er að neðan er frábært dæmi um vinnubrögð ykkar í Náhirðinni og Skrímsladeildarinnar í Sjálfstæðisflokknum.
Svona eru vinnubrögðin hjá ykkur, lærisveinum Hólmsteinsins.
Ertu ekki stoltur?


Tölvupóstamskipti þeirra Hannesar og Hreins má sjá hér að neðan:

Tölvupóstur 1:

From: Hannes Hólmsteinn Gissurarson [mailto:hannesgi@hi.is]
Sent: fös. 18.7.2008 22:59
To: Hreinn Loftsson
Subject: Mál Stefáns Ólafssonar

Mér finnst dálítið hart, að ég skuli sitja undir skammarbréfum
rektors fyrir litlar sakir (að ganga of nærri höfundarrrétti manns,
sem ég skrifaði um ævisögu), en ekkert gerast, þegar Stefán Ólafsson
er sekur um alvarleg trúnaðarbrot. Ég er enginn sérstakur
óvildarmaður Stefáns, þótt hann hafi ekki vandað mér kveðjurnar. En
ég spyr: Er ekki eðlilegt að kæra hann til siðanefndar háskólans
fyrir að lauma því til ritstjóra Morgunblaðsins, hverjar voru
niðurstöður í skoðanakönnun, sem gerð var í trúnaði? HHG

Tölvupóstur 2

On Jul 21, 2008, at 10:17 AM, Hreinn Loftsson wrote:

Sammála þér um Stefán Ólafsson, en ég veit ekki hvort nokkrum sé greiði gerður með því að halda þessu máli áfram. Davíð Oddsson hefur t.d. opinberlega (í samtali við 24 stundir, ef ég man rétt) neitað því að hafa íhugað framboð!

Tölvupóstur 3

From: Hannes Hólmsteinn Gissurarson [mailto:hannesgi@hi.is]
Sent: 21. júlí 2008 12:34
To: Hreinn Loftsson
Subject: Re: Mál Stefáns Ólafssonar

Í rauninni hef ég engan sérstakan áhuga á að koma höggi á Stefán Ólafsson. Það er ekki málið. Málið er hins vegar, þegar mér verður eitthvað á, ætlar allt um koll að keyra í háskólanum og ég fæ skammarbréf frá rektor, sem birt er opinberlega, jafnframt því sem dynja á rektor kröfur um að reka mig eða veita mér áminningu. Ég er ekki dómari í eigin sök, en mér sýnist, að brot Stefáns sé miklu alvarlegra, að rjúfa við þig trúnað, þegar þú kaupir af honum könnun. Ég óska honum ekki hins sama og mér var sýnt, en ég vildi gjarnan geta bent rektor á tvískinnunginn og tvöfeldnina, sem felst í því að loka augunum fyrir máli hans (af þvi að það kemst ekki formlega inn á borð til hennar), en hamast í mínu máli. Þess vegna ber ég undir þig sem lögfræðing, hvernig hægt væri að bera málið formlega upp, án þess að Stefán skaðist í sjálfu sér, en rektor geti ekki skotið sér undan því að vita af málinu. (Það er alltaf sagt, ég veit ekkert um þetta mál, mér hefur ekki borist neitt formlegt erindi, ég tek ekki afstöðu til einhvers, sem er sagt úti í bæ, o. sv. frv.) Ég ræði þetta e. t. v. við þig, þegar ég kem heim, en ég er núna erlendis, fæst við að þýða Svartbók kommúnismans á íslensku og skrifa viðauka við bókina um íslensku kommúnistahreyfinguna 1918-1998 og tengsl hennar við alþjóðlegu kommúnistahreyfinguna. Saga hennar hefst á því, að Hendrik Ottósson fær Rússagull til að fara með heim, og sagan endar á sendinefnd Alþýðubandalagsins til kommúnistaflokks Kúbu í nóvember 1998. Óglæsileg byrjun, óglæsilegur endir! Kveðja, HHG

Tölvupóstur 4

From: Hannes Hólmsteinn Gissurarson [mailto:hannesgi@hi.is] Sent: 20. ágúst 2008 10:27
To: Hreinn Loftsson
Subject: Re: Mál Stefáns Ólafssonar

Ég vildi ekki gera það án þess að bera undir þig, en ég var að hugsa um að koma á framfæri við rektor aðfinnslu, sem yrði aðeins milli mín og hennar. Hún væri um það, sem satt er, að ég hefði mælt með Stefáni Ólafssyni við nokkra vini mína, þar á meðal þig (og raunar líka Kjartan í öðrum málum). Honum væri treystandi til að gera skoðanakannanir í kyrrþey (og hann kom m. a. s. fram á ráðstefnu hjá okkur um, hvernig við ættum að haga okkar kynningarmálum). Þú lætur í kyrrþey gera skoðanakönnun. Hann afhendir þér niðurstöðuna, sem þú sagðir mér frá á sínum tíma í meginatriðum. Síðan kemur í ljós, að Stefán segir mönnum úti í bæ frá niðurstöðunni! Er ekki í lagi frá þinni hálfu, að ég komi kurteislegri aðfinnslu af þessu tagi á framfæri við rektor og láti þar við sitja? Bestu kveðjur, HHG"


Röggi, wake up. Þú þarft að fara taka þér tak, drengur.

Gangi þér vel

Nafnlaus sagði...

Samfylkingin tók upp sömu vinnubrögð og Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft áratugum saman. Því miður. Þetta er ónýtt fjölmiðlaumhverfi.

Nafnlaus sagði...

Aðeins til áminningar fyrir OMG og Nafnlausa Hreina sveina hér fyrir ofan þá voru hér lengst af blöð sem töluðu máli allra stjórnmálaflokka; Þjóðviljinn, Alþýðublaðið, Tíminn og Morgunblaðið.

En EKKERT þeirra, endurtek EKKERT þjónaði eða þjónar nú hagsmunum eigenda sinna á eins óforskammaðan hátt til heilaþvottar og eigin undirhleðslu og Fréttablaðið og aðrir 365 miðlar.

Það liggur hundurinn - og óhugnaðurinn grafinn.

Kveðja,
Sigrún G.

Nafnlaus sagði...

Nema kannski Morgunblaðið!! Gleymdir þú ekki því Sigrún G?

Nafnlaus sagði...

Nei nafnlaus síðasti.

Ég gleymi ekki Morgunblaðinu.

Ef þú ert að tala um kvótamálin þá
eru þau ekki plássfrekari þar en annars staðar og efni standa til.

Í því sambandi má má e.t.v. minna á kvótalögin sem voru samþykkt 1990 með stuðningi m.a.
Svavars Gestssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar, Jóns Sigurðssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur en margir og nú umdeildir Sjáfstæðismenn voru á móti.

Morgunblaðið nær ekki með tærnar þar sem Fréttablaðið hefur hælana í hagsmunagæslunni.

Og í dag kom nýtt leikrit á fjalir Fréttablaðsins. ESB innlimunar/heilaþvottar-farsinn.

Meirihluti þjóðarinnar er þakklátur Morgunblaðinu að vera eina mótvægið við allt þetta rugl.

Sigrún G.