laugardagur, 20. nóvember 2010

Ofstæki smugunar

Hún heldur áfram pólitíska hugarsýkin vegna uppsagnar Láru Hönnu af rás 2. Vinstri menn og eigendur að smugan.is eru að ganga af göflunum og neita hreinlega að sjá staðreyndir mála. Það bara má ekki láta fólk úr þeirra röðum fara. Um það snýst þetta mál og EKKERT annað.

Þá ályktun dreg ég vegna þess að ekki er hlustað á fínan rökstuðning ríkisútvarpsins vegna málsins. Afstaða VG vefsins er út í hött og einkennist af pólitískri blindu og nú undir það síðasta af hreinu ofstæki. Smugan.is bara hefur ákveðið að þarna sé um ofsóknir og skoðanakúgun að ræða og engra frekari skýringa er þá þörf.

Smugan.is finnur ekki kjarna þessa máls enda sjónarhornið knappt og útgangspunkturinn pólitískur. Stormur í vatnsglasi sem gjaldfellir smuguna og Láru Hönnu duglega.

Röggi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er allavega búið að afhjúpa hvers lags rugludallur Lára Hanna er. Forðumst fólk sem notar háfleyg orð í hvert skipti sem það opnar munninn og heldur að það hafi aðgang að einhverjum sannleika.

Guðgeir Kristmundsson sagði...

Já forðumst fólk sem stendur með sannfæringu sinni og rökstyður málin einstaklega vel. Örugglega sú manneskja sem leggur ítarlegustu vinnu í rökstuðning sinn.

Fyndið að þú talar um ofstæki en minnist aldrei á vefrit nefnt AMX, þar sem fram fer öfgafyllsta ofstæki á vefriti í dag. Ennfremur eru þau skítköst þaðan iðulega órökstudd og koma augljóslega úr myrkum huga Davíðs Oddssonar og undirlægja hans.

Ekki mikill trúverðugleiki í þessu bloggi þínu.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með Guðgeiri.

Lára Hanna stendur með sannfæringu sinni eins og fyrri daginn, en síðuskrifari hér hefur frekar afhjúpað sig og fleiri hér í athugasemdakerfinu.

Nafnlaus sagði...

Guðgeir og Co. AMX fær ekki greitt frá Ríkinu. Lára Hanna getur viðrað sínar skoðanir eins og hún vill, bara ekki á okkar kostnað.

Heiða sagði...

Ég veit ekki betur en að Hannesi Hólmsteini sé haldið upp af skattgreiðundum og ekki stoppar það hann af að tjá sig út um allt við hvert tækifæri. Held að það væri nær að borga honum fyrir að þegja.

Skoðanir Láru Hönnu samrýmast ef til vill ekki þínum Röggi en þér ætti ekki að vera sama um það að fólki sé sagt upp launaðri vinnu vegna pistlaskrifa á pólitískum miðli