sunnudagur, 28. nóvember 2010

Stjórnlagaþingsfýlupokar

Þá er búið að kjósa til stjórnlagaþings. Eins og ávallt keppast aðilar við að skýra hvað gerðist og sitt sýnist hverjum. Enginn tekur auðvitað mark á þeim sem telja kosninguna sterka og gott vegarnesti í framhaldinu. Þátttakan var hörmuleg og þeir sem töldu hugmyndina góða ata nú meirihlutann auri fyrir heimsku og leti og ég man ekki hvað. Það er afar lýðræðislegt tal eða hitt þó heldur og styrkir hugmyndina um fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur.....!

Öllu er um kennt öðru en þeim möguleika að meirihluti þjóðarinnar vilji kannski ekki breyta neinu. Fýlupokarnir segja það alveg umbúðalaust að þeir sem vildu stjórnlagaþing máttu hafa opinbera skoðun á málinu. Aðrir sem ekki höfðu trú á málinu og voguðu sér að nefna það opinberlega voru að eyðileggja. Hvurslags tal er það? Af hverju má ekki hafa nema eina skoðun í þessu máli? Getur ekki verið að gagnrýni sumra á fyrirkomulag og annað í þessu hafi einmitt átt sérlega vel við skoðað í ljósi niðurstöðunnar??

Það eru örugglega margir samverkandi þættir sem urðu þess valdandi að kosningaþátttakan var svona herfilega lítil. En niðurstaðan er svona og ekki stoðar að atyrða meirihlutann þegar hann kann ekki að þóknast minnihlutanum.

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir fiska sem róa.

Kuldaskræfa sagði...

Það var auðvita skítkalt úti á kosningadaginn. Það nenna fáir út í skítakulda, til að hafa áhrif á það hver tekur stjórnarskránna okkar til skoðunnar.