Allt ætlar um koll að keyra hjá vinstri bloggurum vegna uppsagna Láru Hönnu og Þórhalls Jósepssonar af RÚV. Þarna þykjast menn sjá maðk í mysu og pólitík. Ég hef ekkert á móti þessu fína fólki og sýnist ríkisfjölmiðillinn vera að reyna að standa undir þeim reglum sem um hann gilda og þó fyrr hefði verið....
Hvernig ætli sumum brygði við ef einhver af pistlahöfundum AMX yrði munstraður til að vera með vikulegt erindi í morgunþætti hjá RÚV? Kannski einhver sem skilgreindi sjálfan sig sem ópóitískann....
Ég bara spyr.
Röggi
fimmtudagur, 11. nóvember 2010
Uppsagnir á RÚV
ritaði Röggi kl 12:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Eru pistlahöfundar á AMX?
Hanna Lára hafði nákvæmlega ekkert að gera þarna inni á RUV. Hún er vinsæl af skoðanasystkinum sínum, en hefur nákvæmlega EKKERT fylgi út fyrir þær raðir. Það er ok. að ráða Bjarna Fel. inn í íþróttadeild RUV þó hann hafi verið KRingur. Maðurinn var ekki að drulla yfir Valsara daginn út og inn, en láta það vera að minnast á að piltarnir hans gátu ekki neitt. Hann var nokkuð hlutlaus. Fólk má hafa sínar skoðanir, en þarf ekkert að vera signt og heilagt að drita þeim yfir almúgann sem hlustar á útvarp allra landsmanna. Allra síst þegar skoðanir Láru Hönnu eru svona umdeildar.
Þetta er ekki flókið. Smugan er í eigu Vinstri grænna. Vinstri grænir borga henni laun fyrir pistla, sem eru iðulega með gríðarlegri vinstri slagsíðu. Hver sá sem las bloggið hennar á eyjunni sér að þarna er ekki óhlutdrægur bloggari á ferð, hún froðufellir nánast (í gegnum bloggið) þegar hún talar um Sjálfstæðisflokkinn. Að hún sé að reyna spila sig sem hlutlausa er þvættingur, hvort sem hún trúir því sjálf eða ekki (sem má vel vera).
Já, skrýtið að vinstri menn skuli vera bit yfir uppsögn hægrimannsinns Þórhalls Jósepssonar. Kannski þeir séu samkvæmari sjálfum sér en þessir svokölluðu "hægrimenn"?
Hér er mikið og vaxandi atvinnuleysi.
Hvers vegna er það frétt að eitthvað fólk sem fáir þekkja eða hafa minnsta áhuga á hafi misst starfið?
Ég bara næ þessu ekki.
Annar aðilæinn ákvað að skrifa bók í trássi við starfsreglur. Það hefur sjálfur formaður félags fréttamanna á RÚV ( hvorki meira né minna) staðfest að sé brottrekstrarsök.
Ekki draga menn dómgreind og heiðarleika sjálfs formanns félags fréttamanna í efa.
Hinn aðilinn skrifaði afar einhæfa og einlita pistla um pólitísk hugðarefni sín og las þá í RÚV.
Óskiljanlegt að bjóða fólki upp á svona efni og í þokkabót krefja það um fé fyrir. Þessir pistalr áttu ekkert erindi í útvarp allra landsmanna.
Þetta er óskiljanlegt rugl.
Þetta eru vonadi nýjir tímar þar sem fréttamenn þurfi að veifa blaðamannaskýrteininu við ráðningu enn ekki flokkskýrteininu.
Ég alveg sammála því að fréttamenn eiga að vera hlutlausir og gagnrýnir hverjir svosem eiga í hlut.
Vinstri menn hafa gengið út fyrir gröf og dauða í hlutdrægninni síðan þeir komust með fingurna í RUV. Hver man ekki eftir Baldri Þórhallssyni sem helsta álitsgjafa fréttastofu RUV að öllu sem snéri að ESB? Náunginn er einn helsti ESB agent landsins, og var svo kominn í framboð fyrir Samfylkinguna áður en búið var að birta síðsta viðtalið við hann áður en hann var kominn á lista hjá Samfó.
Hvað ætli vinstra fólkið myndi t.d. segja ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki við RUV á morgun og myndi senda Egil Helga á hliðarlínuna, og láta Hannes Hómstein bara um að reka svona pólitískan spjallþátt? Getur einhver ímyndað sér hvernig andlitið á Ólínu Þorvarðardóttur myndi þá líta út?
Skrifa ummæli