þriðjudagur, 8. febrúar 2011

"Tæknilegur" stuðningur ESB

það var lítil frétt um ferðir Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra í kvölfréttum í gær. Hann lagði land undir fót blessaður og kíkti á Ollie Rhen hjá ESB og svo héldu þeir blaðamannafund. Kampakátir menn og Rhen lofaði okkur Íslendingum að við fengjum allan mögulegan "tæknilegan" stuðning við að losna við gjaldeyrishöftin.

Þetta minnti mig óneitanlega á það þegar þessi sami Árni Páll lofaði því að bara við það eitt að við færum í aðildarviðræður við ESB myndi allt lagast hér með ógnarhraða. Þetta var fljótlega eftir hrun og við fórum svo að tala við ESB...

..og erum enn að því og núna kemur þessi merkilega yfirlýsing og ég hef ekki hugmynd um vægi hennar. Hvað þýðir það að ESB veiti okkur tæknilegan stuðning en alls ekki fjárhagslegan? Vissulega er fínt að fá móralskan stuðning héðan og þaðan en tæknilegan skil ég ekki.

Ég hlakka til þegar fjölmiðlar taka til við að galdra skýringu á þessari yfirýsingu upp úr Árna Páli.....

Röggi

6 ummæli:

Guðfinnur Einarsson sagði...

Takk fyrir að velta þessu upp Röggi. Ég hugsaði einmitt það sama en þorði ekki að spyrja nokkurn mann út í þetta í fávisku minni.

En þó er rétt að nefna að ég hef litla sem enga reynslu af því að afnema gjaldeyrishöft og geri mér því ekki grein fyrir mikilvægi tæknilegs stuðnings.

Nafnlaus sagði...

Hér er um fyrsta skrefið á leiðinni til evrunnar langþráðu. Ég benti í haust á að þetta myndi gerast á næstu mánuðum, en þetta jafnframt hluti af því ferli, sem er að fara í gang vegna afnáms gjaldeyrishafta.

Olli Rehn sagði að efnahagsleg hjálp væri á leiðinni haustið á fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands fyrir haustið 2009 og ég á von á að það hafi m.a. verið þessi "tæknilegi stuðningur" sem hann átti við. Ég á von á að fjárhagslegur stuðningur fylgi, þegar aðildarsamningurinn verður samþykktur og við á leið inn í myntbandalagið, ef þess verðu þá þörf?

Þetta fyrsta skref er algjörlega í samræmi við skýrslu Seðlabankans um langtímastefnu í peningamálum og tengist auðvitað aðildarviðræðunum við ESB.

Kv. Guðbjörn Guðbjörnsson

Unknown sagði...

Má ekki líta á þetta á jákvæðan hátt ef sambandið er tilbúið að styðja okkur, vitandi að inní sambandið förum við ekki nema þjóðin samþykki það.

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega.

Merkilegt að enginn fjölmiðill spurði manninn um hvað tæknilegur stuðningur myndi snúast.

Enginn!

Ótrúlega lélegir fjölmiðlar í þessu landi.

Nafnlaus sagði...

Málið er að ESB ætlar að koma fram sem "frelsandi" aðilar við Ísland. Samfylkinginn og Bjarna Ben armur Sjálfstæðisflokksins hafa sammælst um að við borgum ICESAVE. Þá er landið orðið nánast gjaldþrota á eftir. Til að geta tekið upp evruna upp þá verður íslenskum krónunni skipt út á móti Evru á genginu 90/1 í stað 180/1. Við þetta er skuldir landsins komnar niður fyrir 60% af landsframleiðslu.

Og landinn sanfærist að við séum á leið í himnaríki....

þetta er trix frá sameiningu Þýskalands. Afleiðingar verða hrun í framleiðslugreinum en hverjum er ekki sama um það?

kv.
Mr. No

Nafnlaus sagði...

AGS er á leiðinni út. Þó treysta þeir sér ekki til að sleppa af okkur hendinni nema ESB taki okkur að sér við "tæknilega" útfærslu gengismálanna, enda Ísland hluti ESB svæðisins svo það heyrir eiginlega undir þá. Með Icesafe samningana í höfn getur ESB óhindrað veitt þá aðstoð sem til hefur staðið allar götur frá því ríkisstjórn Jóhönnu fékk þingmeirihluta í kosningunum 2009.
kveðja Gísli