föstudagur, 27. maí 2011

Landlæknir fellur á prófinu

Ég horfði á landlækni tala um læknadópsvandann í kastljósi í kvöld. Landlæknir virkaði ráðvilltur maður að tala um eitthvað sem hann skilur hvorki upp né niður í. Þunglamalegur embættismaður og greinilega góðhjartaður og velviljaður en fattar hvorki vandann né leiðina að lausnum.

Allir vita að alvarleg misnotkun á sér stað með hryllilegum afleiðingum og jafn augljóst er að til þess að hægt sé að misnota læknadóp þarf óvandaða lækna til. Þetta skilur hvert barn og orðhengilsháttur í þeirri umræðu hrein móðgun.

Þess vegna er dapurlegt að horfa á landlækni tala út og suður um að hann vilji ekki trúa því að til séu óheiðarlegir læknar af því að þeim var ekki beinlínis kennt að vera það. Landlæknir lagði mikla áherslu á það sem vel er gert og nauðsyn þess að það megi ekki gerast að þeir sem þurfa lyf fái þau ekki. Um þetta gerir auðvitað enginn ágreining...

...en við hljótum að gera þá lágmarkskröfu að embættismaður eins og landlæknir fáist til að draga höfuðið upp úr sandinum og tala við okkur um þennan vanda á íslensku og án undanbragða.

Það á að vera glæpur að misnota réttindi sín eins og einhverjir gera og það er fáránlegt að hlusta á landlækni læðast í kringum vandmálið og þessa lækna eins og þeir séu viðkvæm blóm sem ekki má snerta.

Ef ekki verður tekið af myndaskap á þessu núna er augljóst að sá sem gegnir embætti landlæknis veldur ekki verkinu og eða embættið sjálft er ónýtt í prinsippinu.

Röggi

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://www.arnirichard.dk/

Viggó Jörgensson sagði...

Landlæknir er nýlega kominn til starfa.

Hann hefur reyndara fólk með sér við embættið.

Matthías Halldórsson er búinn að vera þarna lengi.

Nýlega voru hertar reglur um ritalínskyld lyf.

Lyfjastofnun fylgist með lyfjaútgáfu lækna.

Í seinni tíð hafa mun fleiri læknar verið sviptir læknaleyfi en áður var.

Einnig verið sviftir leyfi til að skrifa út ákveðin lyf.

En auðvitað finnst okkur þetta ganga hægt.

Svo má spyrja hvort hluta af þessum lyfjum sé smyglað til landsins.

Gunnar sagði...

Ekki oft sem ég er sammála þér Rögnvaldur, en ég tek algjörlega undir þetta með þér!

Nafnlaus sagði...

Djöfull mundi mér batna snögglega ef ég væri veikur og þessi læknir (landlæknir) ætti að fara að meðhöndla mig. Þá sæist fljótt undir iljarnar á mér.

Þorsteinn Úlfar

Nafnlaus sagði...

Sammála þér í grunninn.
Þurfum þó að gera greinarmun á nokkrum hlutum. Læknadóp mætti flokka í:
1. Geðlyf sem ávísuð eru af ábyrgum læknum til sjúklinga af góðum og gildum ástæðum sem síðan selja lyfin. Dæmi: Börn og unglingar með ADHD sem síðan eru "targeteruð" af óvönduðu fólki, t.d. kannabissölufólki á skólalóðum (stórt og mikið vandamál). Þessi hópur sjúklinga er sérstaklega næmur fyrir því að leiðast út í óreglu vegna undirliggjandi sálfræðilegra og félagsrlegra ástæðna. Þau nota oft rítalínið sem gjaldmiðil í slíkum kaupum.
2. Geðlyf sem eru ávísuð af mörgum vönduðum læknum, en sjúklingurinn misnotar traust og flakkar á milli lækna.
3. Geðlyf ávísuð af óvönduðum, kærulausum eða jafnvel óheiðarlegum læknum í vafasömum tilgangi. Sennilega mjög lítillhluti lækna en á þesssum hóp þarf að taka mjög fast á.

Mér fannst landlæknir standa sig geysilega illa í viðtalinu. Lausnirnar á þessu vandamáli liggja auðvitað bæði í auknu eftirliti og auknum forvörnum til að draga úr eftirspurn. En þegar við vitum ekki hvaðan meginhluti lyfjanna er kominn á markað (1,2 eða 3 hér að ofan) þá er erfitt að skipuleggja gott eftirlit. Ég hef áhyggjur af því að landlæknir sé ekki nógu skipulagður í hugsun til að greina undirliggjandi vandamál, amk virtist það ekki vera í gær!

Nafnlaus sagði...

þetta sem Landlæknir hafði að segja var ótrúlega dapurt að heyra og sjá þar sem hægt er að stór bæta þetta með notkun tækni og breyttra vinnubragða. Ég þekki vel til tæknimála og fór með félaga mínum til fundar við heilbrigðisráðherra fyrir nokkrum árum (þá Jón Kristjánsson). Þar löðum við til ákveðna útfærslu í þessum málum sem byggir á forvirkum aðgerðum sem balandar saman tækni og verkferlum. En nei, það var farið í að búa til gangagrunn til að vera með eftirgrennslan löngu eftir að búið er að ávísa lyfjum, og því er ekki einu sinni fylgt eftir með aðgerðum. Þetta er svolítið eins og ef löggan myndi ákveða að hætta að sekta menn fyrir að keyra of hratt, en í stað þess skrá hvað margir keyra of hratt í gagnagrunn.