sunnudagur, 15. maí 2011

Ruglið í Jónasi

Gamli orðdóninn Jónas Kristjánsson er eini maðurinn á Íslandi sem hrósar eyjunni fyrir mistökin sem gerð voru þegar nafn mannsins sem myrti barnsmóður sína var birt korteri eftir atburðinn. Það kemur kannski ekki mikið á óvart enda voru síðustu ár Jónasar í blaðamennsku einn lægsti punktur þess fags og mjög í ætt við þessa tegund fagmennsku. Og kannski kemur heldur ekki á óvart að þessi stuðningsyfirlýsing skuli talin stórfrétt á eyjunni...

Jónas telur að ef þjóðin fái ekki að vita nöfn allra þarna samstundis varði það þjóðarhag og væntanlega öryggi líka og telur það nánast tilraun til þöggunar að birta ekki nöfnin strax. Og gamli refurinn reynir svo að sigla þessari ömurlegu nálgun sinni til hafnar með því að tala um og bera saman leyndarhyggju og svindl þeirra sem sök eiga á efnahagshruni þjóðarinnar í þessu samhengi. Meira að segja Göbbels hefði ekki látið sér detta þetta i hug....

Ég hef ákveðna samúð með því grundvallarsjónarmiði sem ég held að Jónas sé að tala fyrir en að nota það í svona málum er í besta falli út í hött.

Röggi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jónas er líklega það versta sem komið hefur fyrir blaðamennsku á Íslandi. Hann er upphafsmaður götublaðanna hér á landi (þó það sé líklegt að einhver annar brautryðjandi hefði mætt ef Jónas hefði ekki gert þetta).

Götublöðin spila á minnimáttarkennd og hræðslu fólks við hið óþekkta. Þau spila á refsigleði og tilfinngaklám. Mjög svipaðar aðferðir og fasistaflokkar og sósíalistaflokkar hafa notað í gegnum tíðina til að komast til valda og í kjölfarið kúgað eigin borgara og ráðist á aðra.

Dude

Unknown sagði...

jónas finnst mér alveg af síðustu sort, og framganga eyjunar í þessu máli var til háborinnar skammar

Nafnlaus sagði...

Sammála þér Röggi.

Íslensk blaðamennska má muna sinn fífil fegurri.

Nafnlaus sagði...

Jónas er sorglegt sýnishorn af blaðamanni.

Og það fyndna er að blaðamenn trúa því að hann geti samið siðareglur fyrir þá.

Segir allt um amatörana í íslenskum fjölmiðlum sem fengju ekki vinnu hjá þriðja flokks skólablaði í öðrum löndum.

Örn Johnson ´67.