miðvikudagur, 12. október 2011

Að taka upp hanska

Séra Baldur Kristjánsson bloggari með meiru kemur mér fyrir sjónir sem hjartahreinn maður og vænn í alla staði. Í dag skrifar hann grein þar sem hann segist vilja taka upp hanskann fyrir biskup.

Baldur virðist misskilja þá sem telja að biskupi sé ekki sætt í embætti eftir það sem á undan er gengið. Ég skil vel þær hugsanir sem bærast með Baldri og engan hef ég heyrt eða lesið sem reynir að snuða Karl Sigurbjörnsson af þeim góðu eiginleikum sem hann er útbúinn eða þeim góðu verkum sem eftir hann liggja.

Stundum gerist það nú samt að góðir menn gera hluti sem ekki er hægt að verja. Ef við ætlum að læra að tileinka okkur þá hugsun að menn axli ábyrgð á gerðum sínum þá verðum við að hætta að leita að undanþágum fyrir þá sem við teljum góða menn. Hver getur tekið sér það vald að ákveða hver er góður eða vondur, óheppinn eða skúrkur?

Rök Baldurs um að feluleikurinn með bréfið skipti litlu vegna þess að bréfritari muni alltaf skrifa annað á önnur heimilsföng og þannig geti ekki verið um tilraun til þöggunar að ræða eru svo ótrúlega léttvæg og ónothæf að engu tali tekur.

Suma slagi á maður ekki að taka...

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefði ekki getað orðað þetta betur.

Nafnlaus sagði...

Umhugsunarverdur pistill eins is svo oft ádur. Kv. Baldur