fimmtudagur, 7. júní 2012

Að vera þjóðkjörinn

Það þykir sérlega smart að vera þjóðkjörinn. Forsetar eru þannig og það gefur styrk. Og stjórnmálamenn eru það að jafnaði líka. Og þeir sækja sér einnig styrk í þessa staðreynd.


Af því að þjóðin hefur talað. Hún talaði þegar hún mætti á kjörstað og lýsti því yfir síðast þegar mælt var hvernig viðkomandi mældist á vinsældaskalanum. Þetta er gott system. 


Svo fundu menn upp allskonar. Í dag er það stórmerkileg fræðigrein og útpæld hvernig á að hringja í fólk og mæla vinsældir þessa þjóðkjörna fólks á milli mála. Stjórnmálamenn og konur nota svo niðurstöður úr þessum könnunum eftir behag....


Reyndar er rétt að gera þann fyrirvara að þingmenn sem verða ráðherrar eru ekki þjóðkjörnir til ráðherraembættis og öðru nær. Þjóðin kýs fólk til að sitja löggjafarsamkomu sem á að vera aðskilin frá framkvæmdavaldi. 


En svo háttar til hér hjá okkur að sumir úr þessum hópi verða hvoru tveggja og ákveða svo lika hverjir verða dómsvald til að taka vitleysuna alla leið og gefa fullan skít í þriskiptingu valdsins. 


Ég nefnilega hjó eftir því í grein eftir forsætisráðherra að hún taldi sig þurfa aukinn styrk á bak við orð sín með því að tala um að hún væri þjóðkjörin.


Það er hún ekki heldur var makkað um málið á bakherbergjum eins og alltaf þegar ný þjóðkjörnir þingmenn eru að dunda sér við að taka sér framkvæmdavaldið til handargagns.


Jóhanna var aldrei kjörin til þess að verða ráðherra þó vinsældir hennar hafi  mælst miklar í aðdraganda og kjölfar síðustu kosninga. En varla er Jóhanna að vísa í slíkt enda mælingin nú um stundir langt fyrir neðan frostmarki og sígandi.


En það er önnur saga er það ekki


Röggi

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú, héldu sumsé kjósendur sjálfstæðisflokks að þeir væru að biðja um Davíð sem forsætisráðherra þegar þeir settu x við D í denn?