laugardagur, 23. júní 2012

Er frávísun ekki sýkna?

Hvað er hún þá?


Ég sá það á skilti einu fyrir utan héraðsdóm í dag að einhver telur svo ekki vera. Hvernig geta menn hlotið sýknu ef ekki þegar rannsókn leiðir í ljós að ekki verður ákært?


Er það kannski meiri sýkna að vera ákærður og leiddur fyrir dóm en ekki sakfelldur? 


Hvernig system viljum við hafa ef ekki dugar að notast við rannsókn hlutlausra og regluverk samið af þeim sem kjörnir eru af þjóðinni sjálfri til að handa dómstólum?


Hvað varð um gömlu sannindin um að hver maður sé saklaus uns sekt er sönnuð? Má gefa afslátt af þeim eftir smekk? 


Þegar ég kæri einhvern og þar til bærir aðilar komast að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til meðferðar fyrir dómstólum verður að líta svo á að viðkomandi sé saklaus.


Annað er umtalsverð rökleysa


Röggi



14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður sem ekki er ákærður fyrir það sem hann er sakaður um - af því engin gögn styðja það sem hann er sakaður um - er sýkn saka.

Saklaus af því sem hann var sakaður um.

Það er mjög auðvelt að skilja þetta.

Unknown sagði...

Ef ég ræðst á þig með barefli og lem þig í klessu, það er orð gegn orði og málið fellt niður finnst þér ég vera saklaus?

Nafnlaus sagði...

Ef ekkert barefli finnst og þú berð ekki svo mikið sem skrámu þá ertu áreiðanlega saklaus og eðlilegt að málið sé fellt niður.

Nafnlaus sagði...

... ef ég ber ekki svo mikið sem skrámu ...

vildi ég sagt hafa

Röggi sagði...

Ég er ekki að fjalla um það hvort menn sem hafa brotið af sér sleppa við refsingu. Ég er að tala um það að menn eru sýknir saka nema annað sannist.

Það er ófrávíkanleg regla enda geta þeir sem vilja sett sig í hin sporin þ.e. að vera dæmdir sekir án sannana.

Það er til orðatiltæki sem segir að betra sé að fimm sekir sleppi við refsingu en að einn saklaus sitji inni....

Nafnlaus sagði...

Það tók almenning nokkur þúsund ár að ná fram þeim borgaralegu réttindum að maður væri saklaus nema sekt væri sönnuð. Það virðist vera hljómgrunnur hjá mörgum að gefa eftir þessi réttindi og láta þar með allar þær þjáningar sem þau kostuðu fara í súginn.

Ég er nokkuð viss um að flestar þær konur sem brenndar voru á báli fyrir galdra hefðu viljað búa í þjóðfélagi þar sem sanna þyrfti sök en ekki samfélagi villimanna.

Nafnlaus sagði...

Það væri þokkalegt - eða hitt þó heldur - ef hægt væri að saka Pétur og Pál um höfuðglæpi að ósekju. Og þegar málunum væri vísað frá vegna skorts þá teldust þeir engu að síður sekir - að minnsta kosti ekki saklausir - af því frávísun væri ekki það sama og sýkna.

Þeir sem hugsa svona hafa heldur fátæklegar hugmyndir um réttlæti, það verð ég að segja.

Nafnlaus sagði...

... vísað frá vegna skorts á sönnunum ...

vildi ég sagt hafa

Nafnlaus sagði...

Þetta síðasta móðursýkiskast - sem heitir ,,öfug sönnunabyrði" í munni sumra - þarf að reka öfugt ofan í frumflytjendur með öllum tiltækum ráðum. Réttarríkið liggur við.

Nafnlaus sagði...

Hárrétt. Slæmt að sumt fólk skuli líta svo á að frávísunin þýði ekki sakleysi hans. Þeir hinir sömu ættu að hugsa málið betur.

Nafnlaus sagði...

Frávísun þýðir að brot verði að öllum líkindum ekki sannað, og inn í því felst að brot hafi jafnvel ekki verið framið. Ef að ákæruvaldið hefur heimild til þess að kveða upp sýknu, þá þýðir frávísun kannski sýknu. En hefur ákæruvaldið heimild til þess að kveða upp sýknu? Hefur það þá líka heimild til að kveða upp sekt? Þurfum við þá nokkuð dómara?

Ef að frávísun er sama sem sýkna, er þá þar með öllum öðrum bannað að efast um þá niðurstöðu?
Ef ég veit að einhver ákveðinn aðili stal frá mér, en get ekki sannað það, og fæ ákæruvaldið ekki til þess að fara með málið fyrir dómstóla, er ég þá að vega að rótum réttarkerfis okkar með því að fullyrða við hvern þann sem vill heyra að viðkomandi hafi stolið af mér? Er viðkomandi sýkn af ákærunni? Má þá nokkuð taka málið upp ef sönnunargögn koma í ljós? Hann er jú sýkn?

Er ekki einmitt mál í gangi þar sem fallið var frá ákæru, en svo haldið áfram síðar og sekt fengin? Er það ekki frá Sérstökum Saksóknara, eða misminnir mig? Er það mál ekki á leið fyrir mannréttindadómstól? Ef það er rétt hjá mér, fæst þá ekki svar við þessari spurningu þinni?

Kveðja,
Kristján G. Kristjánsson

Nafnlaus sagði...

Meðan engin gögn styðja ásökun þína, Kristján, þá er hún haldlaust geip.

Viðkomandi er ekki heldur ,,sýkn af ákærunni" því hann var aldrei ákærður vegna skorts á sönnunum.

Hann er einfaldlega saklaus að allra manna yfirsýn, nema þín.

Svo er réttarríknu fyrir að þakka.

Nafnlaus sagði...

Svo er réttarríkinu fyrir að þakka að þú mátt vera bölvaður dóni og nafnleysingi.
Kveðja,
Kristján G. Kristjánsson

Nafnlaus sagði...

Rétt er það og þykir engum mikið.

Nema nokkrum kellingum sem vilja að lög verndi þær fyrir því að þurfa að móðgast.