laugardagur, 14. júlí 2012

Kjaftháttur þingmanns og fréttamat eyjunnar

Ritstjórn eyjunnar ákveður að gera kjafthátt Björns Vals Gíslasonar að frétt á síðunni einn ganginn enn í dag. Hvað fær þá sem stýra fjölmiðlum til að halda að þvi stærra sem menn taka upp í sig því merkilegra?


Áratuga löng minnimáttarkennd andstæðinga Davíðs Oddssonar er ekki lengur nokkur frétt. Reyndar er það nú þannig að þessi tiltekni þingmaður reynir sífellt að bæta sér upp skort á málefnastöðu með dónaskap eins og landsþekkt er og hann virðist vera á undanþágu frá því sem kallast mannasiðir í þinginu. Allir hættir að gera þá kröfu til hans....

Merkilegt er að fylgjast með krampanum sem fer um þá sem hvorki þola Davíð né moggann nú þegar blaðið virðist vera að ná vopnum sínum og reksturinn að skila hagnaði bankanum sem á skuldir hans til hagsbóta og þar með viðskiptavinum hans líka. 

Þingmaðurinn Björn Valur heimtar skýringar af hendi bankans og spyr hvort aðrir fái slíka þjónustu. Auðvitað veit hann ef það hentar honum að atvinnulífið hefur fengið afskrifað og þar með fjölmiðlar og sumir þeirra mun meira en mogginn.

Hann ætti að hafa heilsu til þess að fagna því að þeir sem eiga bankann virðast hafa veðjað á réttann hest þegar ákveðið var að selja þeim sem nú eiga blaðið. 

En það kann hann ekki eða skilur. Björn Valur telur nefnilega að bankinn eigi að taka pólitíska stöðu í málinu eins og hann sjálfur gerir. Þannig hugsa menn eins og Björn Valur sem sækir innblástur til hugmyndafræði sem gerir ráð fyrir því að misvitrir stjórnmálamenn, sumir jafnvel með eitt og annað í farteskinu, eigi öllu að ráða.

Það er svo sér stúdía hvers vegna eyjan.is gerir dellunni í þessum manni að frétt ítrekað sér í lagi ef hún er skreytt stóyrðum....

Röggi


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað meinarðu að bankinn hafi veðjað á réttan hest þegar hann ákvað að selja þessu fólki? Þetta fólk getur ekki rekið blaðið skammlaust en þarf afskriftir á skuldum árum saman!
Á fyrirtækið ekki að standa undir sér rekstrarlega? Er það ekki meiningin að fjölmiðillinn eigi ekki að vera ríkisstyrktur? Við almenningur borgum brúsann og þið hægri menn grenjið um að ríkið eigi ekki að borga! Hvers lags fólk eruð þið eiginlega? Eruð þið blind eða hvað?

Nafnlaus sagði...

Heift ykkar sjallabjálfanna út í Björn Val er mikil, þar sem Björn hikar ekki við að flétta ofan af ykkar aumingjaskap, óheiðarleika og arrogance.
Þessi fíni pistill er gott dæmi um það, lestu t.d. ummælin Rögnvaldur.
Allir vita hvaða ítök LÍÚ hefur í Íslandsbankanum, sem og Landsbankanum. Þar eru milljarðar af skattfé almennings settir í botnlausan taprekstur til að halda ykkar áróðursvél höktandi.
En um hvaða minnimáttarkennd ertur að tala Rögnvaldur? Vitað er að sjallabjálfarnir hafa minnimáttarkennd hvað Dabba varðar, pólitískir andstæðingar hans hinsvegar ekki. Það hlýtur einnig að vera fremur erfitt að upplifa minnimáttarkennd andspænis afglapanum Dabba. Maðurinn stendur ekki fram úr hnefa, greind hans er í meðallagi og menntun frekar lítil.
Haukur Kristinsson

Nafnlaus sagði...

En er ekki skrítið að bankarnir eru að afskrifa skuldir fjölmiðla sem eru reknir með bullandi tapi?burt séð frá því hverjir eiga miðlanna
Sömu menn og gagnrýndu þegar var afskrifað hjá 365 eru núna að gagnrýna málfluting þeirra sem gagnrýna afskriftir Morgunblaðsins mínu viti er þetta sjáfhverft.