þriðjudagur, 17. júlí 2012

Stefán Ólafsson og hægri umræðan

Ég las viðtal við Stefán Ólafsson prófessor og stjórnmálamann í DV um helgina. Þar segist Stefán hafa hafið bloggskrif til að bjarga okkur frá umræðu sem vondir hægri menn gera út og þjóðin spili með. 


Að mati fræðimannsins eru slíkir menn þannig að þeir kæra sig ekki um staðreyndir. Stefán hins vegar er sérlegur sendiboði sannleikans og kann einn að túlka niðurstöður en hægri menn ekki.


Fræðimaðurinn er hlutlaus þegar kemur að pólitík að eigin sögn. Sem fyrr er það landlægt hér að okkar helstu fræðimenn harðneita að kannast við sig þegar kemur að pólitík. 


Það veikir þá frekar en hitt að mínu viti þó ég viti að fylgjendur hins hlutlausa fræðimanns í pólitík vopnaðir orðhengilshætti þykist ekkert skilja hvað ég er hér að fara. 


Mér þykir ekki mikill styrkur að því að afgreiða rökræður og þá sem ekki eru sammála túlkunum og nálgunum sem fræðimaðurinn hefur á takteinum sem raus í vondu fólki. 


Stefán hefur átt ýmsa sniðuga spretti í starfi sem sýna fram á að skilin milli fræða og stjórnmála geta verið óljós. 


Minnir að hann hafi skrifað lærðar greinar til að andmæla fullyrðingum forystumanna fyrri ríkisstjórna um að þeir hafi lækkað skatta. Svo þegar allt hrundi skrifaði hann þá ekki nýjar og komst að því að skattalækkanir fyrri ríksstjórna hafi verið ein kveikjan að hruninu?


Hagfræði er ekki alltaf bara hagfræði og stjórnmálafræði ekki alltaf stjórnmálafræði. Fræðimenn um allan heim takast á um fræðin hver svo sem þau eru og eru þá stundum þekktir að pólitískum skoðunum sínum. Það gerir þá ekki minni fræðimenn en heiðarlegri klárlega.


En hér hjá okkur situr Stefán Ólafsson vinstri maður og gefur sig út fyrir hlutleysi og þarf ekki rökræður frá þeim sem eru honum ósammála. Sem þýðir að hann þarf engar rökræður.


Enda með staðreyndir á hreinu og einkaleyfi á túlkunum þeirra.


Röggi7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

,,Minnir að hann hafi skrifað lærðar greinar til að andmæla fullyrðingum forystumanna fyrri ríkisstjórna um að þeir hafi lækkað skatta. Svo þegar allt hrundi skrifaði hann þá ekki nýjar og komst að því að skattalækkanir fyrri ríksstjórna hafi verið ein kveikjan að hruninu?"

Ef þú ætlar að reyna hrekja eitthvað þá þarftu ð hafa allar staðreyndir á hreinu !
ekki skrifa ,,mig minnir" !!!

Þarna ertu að setja þig á þann stall sem þú reynir að setja þann sem ert að gangrýna !!!

Það er því miður hættir hægri öfgamanna að reyna að setja ,,mig minnir" sem staðreynd !!!

Kveðja Jón

Nafnlaus sagði...

Stefán Ólafsson er alls ekki hlutlaus fræðimaður.

Hann er leppur stjórnvalda og málaliði þeirra. Hann er varla að blogga í svoma miklu ofboði nema að fá eitthvað fyrir þetta.

Einhverjar hugsjónaástæður liggja þarna að baki hjá honum og etv. er hann að leggja sitt af mörkum svo að núverandi ríkisstjórn öðlist framhaldslíf.

Hann gerir mikið úr það sem hann kallar góður árangur núverandi ríkisstjórnar, en "gleymir" mikilvægum staðreyndum eins t.d. að mikið er um dulið atvinnuleysi, skuldastaða ríkisstjóðs er grafalavarleg og stórar afborganir eru á næsta leyti,
lífskjör almenns millistéttarfólks (alm. launþega) eru verri nú en fyrir hrun, svo nokkuð sé nefnt.

Nafnlaus sagði...

Alltaf jafn fyndið að sjá menn tala um "dulbúið" atvinnuleysi án þess að kynna sér það.
http://blogg.smugan.is/kolbeinn/

Hvað skuldastasða ríkissins varðar þá er það stærsti árangur ríkisstjórnarinnar hve lítil hún er miðað við hugmyndir hægri manna. Endurfjármögnun Seðlabanka og Viðskiptabankanna var um 400 milljarðar. En Sjálfstæðisflokkur talaði um 4400 milljarða. tæpa 400 milljarða fyrir viðskiptabankana og 4000 milljarða rússalán fyrir Seðlabanka. Til að setja þetta í samhengi þá hafa skuldir ríkissjóðs aukist um 544 milljarða frá því að þessi stjórn tók við.

Framsóknarmenn voru ekki mikið gáfulegri þegar þeir reyndu að skæla út 2000 milljarða frá Norðmönnum 2009.

Nafnlaus sagði...

Og sem sannur hægri maður þrftu að sjálfsögðu að rangfæra sannleikann. Stefán benti réttilega á að í tið ríkistjórnar FLokkins og litla FLokkins, þá jókst skattheimta á lág og meðaltekjufólk, með að skattar voru stórlækkaðir á hátekjufólk og fjármagnseigendur, hagkerfinu og samfélaginu til hins mesta ógagns.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus kr. 13:32

Þessi Kolbeinn Stefánsson, er hann sonur Stefáns Ólafssonar?

Altént er hans framlenging á Stefándi Ólafssyni og málar sömu rósrauðu glansmyndir af efnahagslegum "afrekum" núverandi ríkisstórnar.

Svo er vert að taka það fram að Kolbeinn þessi er undirmaður Stefáns Ólafssonar í HÍ, sem auðvitað vill hann vera fylgispakur og taka undir með yfirboðara sínum.

Samkvæmt Stefáni, Kolbeini, og svo náttúrulega þér (að ógleymdu málgagni ríkisstjórnarinnar DV eða Dagblaði Vinstrimanna), þá höfum við víst aldrei haft það haft það betur á Íslandi.
Allir eru svo sælir og glaðir og hafa það svo gott, skulda engum neitt og velsæld er með algleymingi.

Þetta er hreint og klárt efnahagsundur sem þau Jóhanna og Steingrímur hafa skapað og sannkölluð útópía vinstrimanna.

Nafnlaus sagði...

Og meira nafnlaus kr. 10:32

Þeir félagar Stefán og Kolbeinn er meistara í að túlka tölur og búa til ákveðnar niðurstöður og túlka þeim eins og þeir vilja að útkoman sé.

Nýjustu tölur um atvinnuleysi frá vinnumálastofnun segir 4,8% atvinnuleysi.
Þetta eru þeir sem þyggja bætur í gegnum Vinnumálastofnun.

Það segir ekki alla söguna.

Margir eru dotnir út af atvinnuleysisskrá og eru því á framfæri sveitarfélaganna og teljast því ekki atvinnuleysir skv. skilgreiningu Vinnumálastofnunar.

Margir hafa flust til Noregs og fundið vinnu þar og teljast því ekki atvinnulausir hér á landi.
Aldrei eru þessir taldir með þegar talað er um landflótta vegna efnahagsástandsins hér á landi.

Margir sem voru atvinnulausir eftir hraun, fóru í nám og telast því ekki atvinnulausir, en verða það væntanlega aftur þegar þeir ljúka námi, og það í langan tíma.

Bent hefur verið á það að sú litli hagvöxtur sem ríkisstjórnin og áhangendur hennar státa sig af, sé að mestu byggður á froðu, þ.e. fólk er að eyða sparnaði sínum í neyslu, í staðinn fyrir að geyma hann í banka og fá neikvæða vextir fyrir, enda er fjármagnstekjuskattur orðinn 25%.

En nú er fólk að verða búið með sparnaðinn sinn, og þá verður enginn hagvöxtur.

Reyndar er hægt að búa til gervi-hagvöxt, með því að skattleggja fólk enn meir og sóa því fé sem þannig fæst í ýmis gæluverkefni ríkisins.

Nafnlaus sagði...

Hann má hafa sýnar skoðanir í friði eins og annar Prófessor sem bloggar líka?Hinsvegar er það alltaf spurning hvort að opinberir starfsmenn eigi að vera að blogga.