Búsáhaldabyltingin skall á þjóðinni með látum fyrir bráðum fjórum árum. Þá spratt fram fólk vopnað réttlátri reiði í kjölfar þess að bankakerfi heimsins riðaði til fals með ömurlegum afleiðingum fyrir okkur.
Lengi héldu margir að bylting þessi hefði verið sögulega stórmerkileg með allskyns skírskotunum í lýðræði og þjóðarvilja. Síðar kom svo í ljós að svo var ekki.
Í vímunni sem fylgdi sigrinum yfir óvininum var talað um nýtt Ísland. Nýja orðræðu, nýtt samtal milli þjóðar og þings. Samræðan skyldi ræktuð. Virðing fyrir mismunandi skoðunum allsráðandi.
Ekkert af þessu hefur ræst. Í dag ræður rétttrúnaður öllu. Þeri sem ekki hafa réttar skoðanir eru brytjaðir niður án miskunar og helst ekki gerð tilraun til þess að rökræða.
Öfgar eru málið. Feminisminn er að lenda í því að rétttrúnaðarofstæki er að taka hann eignarnámi. Herstöðvaandstæðingar fyrri tíma flýðu unnvörpum undan öfgafólki sem hertóku annars virðingarverðan málsstað. Það sama er að gerast með feminismann. Sagan endurtekur sig....
Einn merkilegur angi byltingarinnar var góður og heiðarlegur vilji margra til að gera metnaðarfulla tilraun til endurskoðunar á stjórnarskrá. Löggjafinn hafði að vísu gert breytingar á henni af og til en betur fannst mörgum að þurfti að gera.
Þá var blásið til sóknar og málið sett í farveg. Farveg sem mér og mörgum öðrum finnst hafa mistekist. Á þeirri vegferð tókst hinum rétttrúuðu að sannfæra sjálfa sig um að óþarft væri að taka mark á stofnun eins og hæstarétti sem hafði úrskurðað kosningar til stjórnlagaráðs ógildar.
Hinir rétttrúuðu eru nefnilega vopnaðir sannleikanum og réttum málsstað. Og svo töfraorðinu sem er notað sem svipa á þá sem vilja rökræða, lýðræðinu.
Þeir sem vilja rökræða og koma fram með málefnalegar athugasemdir þurfa ekki að búast við öðru en að að þeim sé vegið persónulega og þeim gerðir upp annarlegir hlutir.
Gunnar Helgi stjórnmálafræðiprófessor hefur margt við allt þetta ferli að athuga og kemur því skilmerkilega á framfæri. Fyrstu viðbrögð kollega hans úr fræðimannasamfélaginu, Þorvalds Gylfasonar, sem er vel að merkja dómari í eigin sök í þessu máli, eru dæmigerð.
Gunnar Helgi kann að ekki að hugsa um lýðræðið. Gunnar Helgi er einmitt að hugsa um lýðræðið. Ekki endilega vegna skoðana sinna heldur vegna þess að hann nýtir sér rétt sinn til þess að ræða málið.
Gunnar Helgi verður seint sakaður um að vera vondur hægri maður. Né heldur nánast allt fræðimannasamfélagið sem hefur bent á ýmsa ágalla. En allt kemur fyrir ekki.
Þetta stórmál er fast í farvegi rétttrúnaðarfólks sem ætlar ekki að fást til þess að ræða neitt. Gagnrýni sama hvaðan hún kemur eða hvernig sem hún er framsett er afgreidd á einn hátt.
Á þann hátt að þeir sem ekki kunna að vera með rétta skoðun séu andstæðingar lýðræðis og þjóðarinnar. Punktur.
Ég held því fram hér að þeir sem ekki fást til þess að rökræða málið séu hinir raunverulegu andstæðingar opinnar umræðu og lýðræðis. Þetta stóra mál er ekki dægurþras.
Þetta snýst ekki að gera lítið úr þeim einstaklingum sem skipaðir voru til setu í stjórnalagaráði, öðru nær, og því óþarfi að taka athugasemdir sem fram koma persónulega.
Þetta snýst heldur ekki um að hafa pólitíska andstæðinga undir.
En þetta er prófsteinn á byltinguna. Byltinguna sem átti að færa okkur opna umræðu. Rökræður og samræðu þjóðarinnar. Og virðinguna fyrir hvort öðru.
Þau markmið nást ekki ef hið nýja Ísland ætlar að gróa fast í höndum fólks vopnað sannleikanum og hinum einu réttu skoðunum.
Röggi
fimmtudagur, 13. desember 2012
Er Gunnar Helgi með rangar skoðanir?
ritaði Röggi kl 12:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Allir sem hafa reynt að svara þessari grein Gunnars Helga hjóla í manninn en ekki boltann. Konungur þeirra Egill Helgason er einmitt þar í fararbroddi. Egill virðist gjörsamlega hættur að nenna að setja fram rök fyrir máli sínu. Enda eru þær greinar hans sem fá mest viðbrögð lesenda ekki um eitthvað sem skiptir máli heldur skoðun hans á því hvaða alþjóðlegu kaffisölustaði eigi að útiloka frá íslandi af því Egill hefur ekki smekk fyrir kaffinu þeirra...
Dude
En hingað til hefur Gunnar verið úthrópaður Samfylkingarmaður af hægriöfgvamönnum.Sjálfsögu á hann að hafa sínar skoðanir án þess að vera rakkaður niður.
Aumingja manninum varð það á að lýsa skoðun sinni og nú í dag ganga yfir hann svívirðingarnar og skíturinn frá "fallega fólkinu" í öllum kommentakerfum og á Facebook og bloggfærslum. Hatrið á góðan dag í dag.
Ég held að fólk sé orðið þreytt á öllum pólitíska rétttrúnaðinum sem "góða vinstrafólkið" og allt hitt ´"góða" fólkið á jaðri samfélagsins, sem telur sig hafa einkarétt á sannleikanum og öllu réttlæti.
Það má alls ekki gagnrýna stjórnarskrárdrögin fyrir þessu "góða" fólki, því það tekur allrei gagnrýni á stjórnarskrárdrögin mjög persónulega.
Það er nánast eins og að segja; "barnið þitt ljótt", svo illa tekur þetta fólk allri gagnrýni á stjórnarskrána.
Það er nú þannig að nokkrir málsmetandi menn hafa farið yfir grein GH og hrakið hana lið fyrir lið. Það hafa þeir gert á málefnaleganhátt (ÓR, JÞ, EB)og er því ekki rétt að kalla það að "hjóla í manninn". Alveg eins og GH á rétt á skoðunum sínum þá eiga andmælendur hans rétt á sínum.
I am hoping to view the same high-grade blog posts from you. Keep on Writing
Your creative writing abilities inspired me to get my own blog. Thank you
You’ve written nice post, I am gonna bookmark this page, thanks for info.
Hi very nice blog! I'll bookmark this website. Thanks for blogging.
Skrifa ummæli