Mér finnst eins og lögreglumenn og fulltrúar löggæslu hafi frá upphafi vega talað um að verulega vanti upp á að nægilegt fé sé til umráða. Það er án efa laukrétt.
Runólfur Þórhallsson varðstjóri skrifar fína grein um þessi mál. Þar dregur hann upp heldur dökka mynd. Margt sem að málaflokknum snýr er, ef eitthvað er að marka pistilinn, í skötulíki hjá okkur.
Ég er sammála Runólfi þegar hann segir að fyrsta skylda hvers samfélags sé að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við ekki með því að setja málið til hliðar, ekki einu sinni á niðurskurðartímum.
Ég hef skrifað um það ítrekað að ég tel að þeir sem hafa það það í sér að grafa undan þeim sem sjá um lög og rétt í hverju samfélagi eru að gera mikið ógagn.
Búsáhaldabyltingin dró fram fólk sem sumt telur að störf lögreglu séu í eðli sínu meira og minna ofbeldi. Ábyrgðarmenn þeirrar byltingar gerðu fátt til þess að stöðva ofbeldi borgaranna sjálfra, gagnvart laganna vörðum sem ekki gerðu annað en að sinna störfum sínum af fagmennsku, eða þeirra umbjóðendum.
Sem er alltaf þjóðin sjálf hvorki meira né minna og sú löggjöf sem lýðræðið setur okkur. Tilraunir til þess að rjúfa þennan sáttmála er ógnun við grunnstoðirnar. Í þannig andrúmi mun smátt og smátt verða rof í skilningi á mikilvægi lögreglunnar og dómstóla.
Við það vill auðvitað enginn kannast en ég tel mikinn skaða hafa hlotist af því hvernig ýmsir hafa leyft sér að tala.
Ekki er mjög langt síðan alltof margir gerðu stólpagrín að Birni Bjarnasyni þegar hann í sinni ráðherratíð vildi gera veg lögreglu meiri. Stofna sérsveit og tala um skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverk í Íslensku samhengi. Það grín var ekkert fyndið og er ekki fyndið.
Sumt af því fólki fer nú beint eða óbeint með völd í okkar samfélagi í dag. Ég ætla þó helst ekki að gera fólki það upp að hafa ekki raunverulegan áhuga á að efla og styrkja lögregluna.
Auðvitað vill enginn að skipulögð glæpastarfsemi skjóti rótum hér á landi.
Við viljum að lögreglan sé sýnileg og okkur til aðstoðar hvar sem er, öllum stundum sólarhrings.
Við viljum að til þessara starfa veljist einvalalið karla og kvenna.
Og við viljum ekki ala börnin okkar upp í því hugarfari að laganna verðir séu ofbeldismenn þegar þeir vinna vinnuna sína.
Við þurfum að spyrja okkur að því hvort við teljum að gott lögreglulið detti af himnum ofan þegar við teljum okkur þurfa á þeim að halda, fyrir lítinn pening helst.
Röggi
föstudagur, 21. desember 2012
Lögreglan
ritaði Röggi kl 12:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
17 ummæli:
Þetta er ósatt, Röggi, og ég á erfitt með að ímynda mér að þér sé ekki kunnugt um það, og velti því fyrir mér tilganginum með þessum ósannindum:
"Ábyrgðarmenn þeirrar byltingar gerðu fátt til þess að stöðva ofbeldi borgaranna sjálfra, gagnvart laganna vörðum sem ekki gerðu annað en að sinna störfum sínum af fagmennsku, eða þeirra umbjóðendum."
Burtséð frá því að það voru engir "ábyrgðarmenn" þá voru það einmitt mótmælendur sem vörðu lögregluna gegn árásum þeirra örfáu ofbeldismanna sem reyndu að fela sig í hópi friðsamra mótmælenda.
Sæll Einar, Þú þarft ekki að efast um tilgang minn, hann er bara góður.
Ofbeldið sem smátt og smátt tók mótmælin yfir var látið óátalið alltof lengi. Ég minnist þess ekki að margir hafi tekið málsstað lögreglunnar þegar henni tókst með erfiðismunum að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í alþingishúsið bakdyramegin í erindagjörðum sem ég vill ekki hugsa til enda.
Ég man og veit að gott fólk steig svo á endanum fram og varði lögregluna Einar en lítið var hlustað á þá sem reyndu að vara við stigmögnuninni sem var svo augljóslega að verða til, fyrr en ofbeldið birtist í múrsteinakasti í lögregluna fyrir framan stjórnarráðið.
Mér finnst sumir bera meiri ábyrgð í þessu en aðrir. Og ofbeldi er ekki bara múrsteinakast.
Ég er ekki að reyna að smyrja ofbeldisætlun á þá sem störtuðu byltingunni eða yfirburðameirihlutann sem mótmælti friðsamlega, en velti því fyrir mér af hverju menn þögðu svo lengi þunnu hljóði á meðan hreinræktaðir ofbeldismenn rændu henni.
Þetta er kannski það sem ég er að reyna að segja.
Ef tilgangur þinn er góður, Röggi, þá er eitthvað að í því hvernig þú hugsar eða kynnir þér málin:
"þegar henni tókst með erfiðismunum að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í alþingishúsið bakdyramegin í erindagjörðum sem ég vill ekki hugsa til enda."
Það vill svo til að það er stjórnarskrárvarinn réttur almennings að fylgjast með þingfundum af þingpöllum. Á þeim rétti braut lögreglan og starfsmenn þingsins.
Þú talar í einu orðinu eins og þú sért mikill vinur laga og reglu, en það sem þú segir bendir hins vegar til að þú teljir sjálfsagt mál að brjóta á þeim réttinum sem almenningi eiga að vera tryggð í stjórnarskrá. Það er ekki geðslegur málflutningur.
Sæll aftur,
Sérð þú það sem brot á stjórnarskrá að starfsmenn þingsins fari eftir þeim reglum sem um þingsalinn gilda?
Hvorki starfsmenn þings né lögregla hafa nokkurn áhuga á því hvort þeir sem vilja þangað inn hafa góðan málsstað að verja eða slæman.
En þeim ber að tryggja öryggi þeirra sem þar starfa og að sjá til þess að farið sé eftir þeim reglum sem gilda, meðal annars um umgengni.
Telur þú að starfsmenn þings og eða lögregla eigi ekki undir neinum kringumstæðum að hafa neitt um þessa hluti að segja og að slíkt sé alltaf brot á stjórnarskrá?
Finnst þér að réttur til tjáninga sé þannig varinn að öll önnur réttindi og skyldur samfélagsins víki?
Kær kv
Þetta snýst ekki um það hvort starfsmenn þingsins eða lögregla hafi "áhuga" á hinu eða þessu. Og þar virðist hnífurinn í kúnni varðandi skilning þinn (eða afstöðu?) til réttarríkisins. Í stjórnarskrá stendur þetta:
"57. grein
Fundir Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn sem til er tekið í þingsköpum krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum."
Túlkunin á þessari grein hefur verið óumdeild í áratugi, þ.e.a.s., almenningur á rétt á því að fylgjast með þingfundum af þingpöllum.
Ef skynsamlegt er að telja að fólk sem reynir að komast á þingpalla ætli að beita ofbeldi, þá er auðvitað rétt að hefta för þess. Því var ekki að heilsa í þeim tilfellum sem hér um ræðir. Enda hefur þingið aldrei verið beitt neinu ofbeldi af hálfu þeirra sem hafa farið á þingpalla. Það er EKKI í lagi að ýta til hliðar ákvæðum í stjórnarskrá af því að einhverjum löggufávitum detti í hug að gera það, eða af því að starfsmenn þingsins séu að gera í buxurnar af því að þeir eru búnir að æsa sjálfa sig upp í einhverri hysteríu.
Það er líka rétt að hafa í huga að fram að Nímenningamálinu (þar sem svo virðist sem hópur fólks hafi ætlað að fara á þingpalla til að segja nokkur vel valin orð yfir þingheimi, sem tókst ekki) hafði það margsinnis gerst að fólk færi með látum á pallana og héldi þar langar ræður. Einu sinni fór hópur fólks (sem virðast vera skoðanasystkin þín) á pallana með leikfangabyssur (og mér skilst að núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið þátt í slíkri aðgerð).
ALDREI þótti ástæða til að gera mikið veður út af mótmælum af þessu tagi á þingpöllum, fyrr en ákveðið var að ákæra Nímenningana, og það fyrir að hafa gert VALDARÁNSTILRAUN. Það er svo augljóst hversu viðurstyggilegar fasískar tilhneigingar liggja hér að baki, þegar um er að ræða hóp fólks sem ekki tilheyrir þeim valdaklíkum sem ráða lögum og lofum í landinu. Fyrir utan lögreglustjórann og (aðra?) SUSara er það helst núverandi utanríkisráðherra sem hefur gert sig "sekan" um það sem Nímenningarnir virðast hafa ætlað að gera (en tókst ekki). Össur hélt langa ræðu af þingpöllum yfir þingheimi á áttunda áratugnum og truflaði þannig störf þingsins. Sem betur fer datt engum í hug að beita mótmælendur ofbeldi þá, hvað þá að lögsækja þá og krefjast margra ára fangelsis, eins og gert var með Nímenningana.
Það er margt ógeðslegt í íslensku samfélagi. Hræðslu- og hatursáróðurinn varðandi þá "hættu" sem alþingi stafi af mótmælum einhverra krakka er verulega ógeðslegur.
„Búsáhaldabyltingin dró fram fólk sem sumt telur að störf lögreglu séu í eðli sínu meira og minna ofbeldi. „
Lögreglan ER ofbeldi. Ríkið hefur einkavætt ofbeldi og gefið sér allan rétt til þess beita því. Lögreglan er bara armur þess.
„ gagnvart laganna vörðum sem ekki gerðu annað en að sinna störfum sínum af fagmennsku, eða þeirra umbjóðendum. „
Umbjóðandinn, sem að hefur einkarétt á ofbeldi, hafði lagt líf margra í rúst. Svo er það allt í einu orðið slæmt að ráðast gegn þeim? Ekki beita Nuremburg vörninni.
„Í þannig andrúmi mun smátt og smátt verða rof í skilningi á mikilvægi lögreglunnar og dómstóla. „
Dómstólar dæma eftir lögum. Lög eru ekkert réttlát í eðli sínu. Lögreglan framfylgir svo þessu óréttlæti. Eru það grunnstoðirnar sem ekki má hrófla við?
„Og við viljum ekki ala börnin okkar upp í því hugarfari að laganna verðir séu ofbeldismenn þegar þeir vinna vinnuna sína.“
Þeir ERU ofbeldismenn. Vinnan þeirra felst í því að fara með umboð ofbeldis.
„Við þurfum að spyrja okkur að því hvort við teljum að gott lögreglulið detti af himnum ofan þegar við teljum okkur þurfa á þeim að halda, fyrir lítinn pening helst.“
Hvað með að borgarar sjái sjálfir um öryggi sitt og skipuleggi sig en reiði sig ekki algerlega á einkavætt ofbeldi og reglur skráðar á munnþurrkur sem að endurspegla engan vegin réttlæti? Ómögulegt, allir sem ekki bera gullna skildi eru aumingjar.
Einar,
Ég hef þá grundvallarskoðun að best sé að við setjum okkur reglur og að eftir þeim sé farið.
Brjóti opinberir aðilar stjórnarskrá er ég gapandi hissa á að það sé ekki kært.
Skoðun mín er á níumenningunum skiptir engu máli, en ég hef klárlega þá skoðun að starfsmenn þingsins og þeir sem taka ákvarðanir fyrir hönd þings hafa fullan rétt til þess að ákæra þá sem þeir telja hafa brotið lög. Þetta á við um alla menn.
Hvað annað? Hver á annar að meta það? Kannski þú eða þínir skoðanabræður Einar? Ert þú betur til þess fallinn að ákveða þetta en "löggufávitar"?
Og það er bæði réttur þeirra og skylda að mæta og svara til saka.
Alveg eins og það er þeirra varinn réttur að gagnásækja telji þeir tilefni til þess. Þetta er 101. Annað er stjórnleysi...
...sem sumum þykir reyndar vænlegur kostur. Og ég geri ekki athugasemdir við.
Það hefur ekkert vægi í þessar umræðu hvort einhver hafi einhverntíma sagt eða gert eitthvað áður og fyrr.
Þetta er ekki flókið. Við setjum okkur reglur og ákveðum hver á að fylgja þeim eftir. Þær reglur ná yfir alla menn.
Telji menn að þeir sem fylgja eiga þeim eftir hafi brotið á sér sækja menn þann rétt sinn.
Ef við sætttum okkur við að hver og einn meti þetta bara á staðnum og beiti því ofbeldi sem þarf til að fá sitt fram erum við stutt frá frumskóginum.
Basic
Það er ekki í lagi að ákæra fólk fyrir hvaða þvælu sem er, eins og valdaránstilraun þegar það reynir að komast á þingpalla, í samræmi við stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Ekki frekar en að það væri alls ekki í lagi að ákæra þig fyrir morð á manni sem þú hefur augljóslega aldri komið nálægt. Í dómnum í Nímenningamálinum staðfestist rækilega að það var enginn fótur fyrir þessum ákærum, og það er hrikalega misnotkun af hálfu ákæruvaldsins, sem hefði átt að leiða til ákæru, og það hefði lögreglan átt að gera, en gerði ekki.
Það er gott að þú sért gapandi hissa yfir að opinberir aðilar brjóti stjórnarskrá, en það er því miður ekkert einsdæmi, og jafnvel dómstólar kjósa að hunsa stjórnarskrána, eins og lesa má um hér:
http://blog.pressan.is/einar/2012/12/19/mega-domstolar-hunsa-stjornarskra/
Svo ég vona bara að þú farir að beita þér með okkur þessum fáu sem gerum athugasemdir við slíkt gerræði. Hafi ég skilið rétt að þú sért mikill frjálshyggjumaður, þá ættum við einmitt að eiga það sameiginlegt að gjalda varhug við ofríki yfirvalda og að vilja vernda rétt hins almenna borgara. En, það er kannski misskilningur. Ertu kannski bara ósköp venjulegur Sjálfstæðisflokkskrati?
Hvaða þýðir það þegar þú talar um að ákæra fyrir hvaða þvælu sem er?
Það er réttur hvers manns að ákæra og leita réttar síns. Hver á að ákveða fyrirfram hvað er þvæla og hvað ekki?
Ég sagð ekki að ég væri hissa á að opinberir aðilar brjóti stjórnarskrá, heldur að ef það gerist, af hverju kæra menn það ekki?
Ég vill auðvitað vernda rétt almennra borgara. En ég vill ekki beita ofbeldi til þess.
Ekki frekar en ég get stutt ofbeldi hins opinbera.
En ég sé ekki hvar ofbeldið er í því að krefjast þess að allir fari eftir reglum og skjóta ágreiningi um þá túlkun til dómstóla.
Auk þess hef þá bjargföstu trú að skoðanir mínar séu ekki svo merkilegar að mér sé heimilt að beita ofbeldi af neinu tagi til þess að koma henni á framfæri.
Á Íslandi er öllum tryggður til fulls tjáningaréttur og málfrelsi.
Við lendum hins vegar upp á kannt þegar við ætlum að brjóta almennar umferðarlegur samfélagsins, sem gerðu ekki ráð fyrir því að hver og einn gæti ákveðið fyrir sig hvað má og hvað má ekki þegar þessi tjáningarþörf verður knýjandi.
Ég veit svosem ekki hvar best er að setja mig á bás, en fylgist spenntur með því hver þú ætlar að koma mér fyrir.....
....hvar þú ætlar...
"Á Íslandi er öllum tryggður til fulls tjáningaréttur og málfrelsi.
"
Rangt. 125. grein almennra hegningarlaga.
Ég er bara orðinn ofboðslega þreyttur á væli opinberra starfsmanna. Auðvitað gætum við gert betur í öllum málaflokkum fyrir meiri fjármuni. Enn þreyttari er ég orðinn á málflutningi hægri manna eins og Rögga, málflutningi sem gengur út á að ekki megi skattleggja né skera niður og allar rollurnar í hjörðinni jarma þetta í kór.
Jón Einarsson
Halldór,
Ég held að aldrei verði hægt að hafa það þannig að menn beri ekki ábyrgð á þeim orðum sem þeir láta frá sér.
Tek tilbúið dæmi: Ég ber á þig stóran glæp. Segist vera viss um þetta og að ég hafi fullan rétt til þess að halda þessu fram, stjórnarskrárvarinn rétt.
Ég hef auðvitað rétt til þess að segja þetta, en það tekur alls ekki frá þér þinn rétt til að kæra mig fyrir áburðinn.
Og fara fram á að ég sanni þetta ellegar sæti ég refsingu.
Svona virkar systemið og ég veit ekki hvernig það getur verið öðruvísi.
Þessi framgangsmáti takmarkar alls ekki rétt minn til að tjá mig.
Sammála?
Its an amazing website, really enjoy this articles. Keep doing this in future. Thanks..
I have joined your feed and look forward to see more of this magnificent blog
I am impressed with this blog work and skill you made here. Thank you so much
I am really happy that you writing content article like this. its greattt Thanksss
Skrifa ummæli