mánudagur, 21. júlí 2008

ÍA rekur og ræður.

Starf þjálfara er ekki tryggasta starf í veröldinni. Árangur af vinnu þeirra ef eingöngu mældur í sigrum og stigasöfnun. Þannig er það þó stundum sé það ósanngjarnt. Og nú fékk Guðjón þórðarsson að fjúka.

það getur ekki komið neinum á óvart. Ég þekki til manna sem hafa unnið með Guðjóni og enginn efast um yfirburða þekkingu og kunnáttu hans í fótbolta þjálfun. Reynslu hefur hann yfirburða.

það bara dugar ekki alltaf. Neikvætt viðhorf hans og fyrirferð í minnsta mótlæti held ég að hafi ráðið því að allt fór í handaskol núna. Skortur á sjálfsgagnrýni og auðmýkt er eitthvað sem Guðjón á ekki til. Grunar að aggresívt andrúmsloftið hafi smátt og smátt étið upp alla gleði hjá liðinu.

Þá taka menn bara algerlega öfugan pól í hæðina og ráða til liðsins Arnar og Bjarka. Þeir eru án vafa algerlega á hinum enda skalans. Sókn er besta vörnin og gleði. Varla sama fagkunnáttan en þetta gæti svínvirkað, til skammst tíma hið minnsta.

Svo er þetta bráðgott fyrir FH því að mínu viti tóku þeir pláss í FH liðinu sem verður betur fyllt af öðrum. Hér gætu því allir grætt.

Röggi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú segir "Skortur á sjálfsgagnrýni og auðmýkt er eitthvað sem Guðjón á ekki til" Ég held að þessi skortur sé til staðar!

Nafnlaus sagði...

Ahh well... Held að þetta sé algjört rugl. Miðað við hvernig maðurinn er þá er hann líklega sinn harðasti gagnrýnandi.
Hins vegar er mesti hroki sem ég hef fyrirhitt á vellinum frá dómurum kominn. Þar hefur oft verið algjör skortur á sjálfsgagnrýni...