þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Einn Framsóknarmaður eftir..

Enn og aftur gerist það. Heill flokkur ruglast í ríminu og yfirgefur einn aðila. Týnir stefnunni og tekur rangan kúrs með manni og mús. Og þá gerist það. Marsibil áttar sig á því að hún er eini Framsóknarmaðurinn sem eftir er. Hinir eru allir farnir.

Þessi saga endurtekur sig í hvert einasta skipti sem einhver finnur sig knúinn til að yfirgefa flokka. það að vera í flokki innifelur þann möguleika að meirihlutinn eða stofnanir flokksins geti ákveðið að færa víglínurnar til frá einum tíma til annars. þannig er það bara.

Þá getur það auðvitað gerst að einstaklingar finni sig ekki lengur í flokknum af prinsippástæðum. Og taki þá þann kostinn að yfirgefa skútuna. Þetta er algerlega eðlilegt og sanngjarnt gagnvart eigin samvisku og kjósendum. Hefði ég haldið...

En Marsibil eins og aðrir sem sem yfirgefa flokkana sína ætlar að halda sínu striki og mæta til vinnu sinnar enda þægileg innivinna. Ég veit vel að henni er það heimilt en er ekki eitthvað bogið við þetta?

Röggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

NEI, ekkert bogið við þetta. Þetta er mjög eðlilegt.