...yfir lækinn.
Nú er ég ekki KR ingur, öðru nær. Hef samt eins og allir sem fylgjast með fótbolta nokkurn áhuga á því félagi. þeir eru stórveldi. Ekki bara vegna þess að þeir tala um það ótt og títt heldur eru þeir stærsti klúbburinn og með glæsta sögu. Hellings business og fullt af peningum.
Þess vegna þola margir ekki félagið og gríðarmargir fagna þegar þeim gengur allt í mót. Ég missi ekki svefn þó KR tapi fótboltaleik en fyndist afleitt ef þeir færu niður. KR verður að vera í efstu deild. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu félagi og veit að fá félög búa við eins mikil fríðindi og verðmæti eins og KR hefur í sínu fólki.
Hann virkar þó undarlegur kúltúrinn hjá KR stundum. Hörkuleikmenn keyptir hægri vinstri og breytast þá miklu oftar en ekki í miðlungs. Treyjan sýgur einhvern vegin algerlega úr mörgum loftið, þeir lofttæmast. Hjá KR eru bestu bitarnir. Þeir kaupa sér lið reglubundið.
Harðneita að læra af reynslunni sem segir þeim að þessi aðferðafræði skilar ekki nógu miklum arði. Nú nýverið fengum við ljóslifandi sönnun þessa. Innkaupastjórinn komst á snoðir um að Bjarni Guðjónsson væri hugsanlega á lausu.
Bjarni er á góðum degi frábær leikmaður. Var í fyrra besti miðjumaður deildarinnar en náði sér ekki á strik þetta sumarið á Skaganum og vildi á endanum yfirgefa sökkvandi kjúklingaskítsskútuna sem pabbi hans stýrði með glæsibrag til þriðja sætis í fyrra.
Bestu lið deildarinnar fóru af stað. Mínir menn vildu fá kappann enda búnir að missa sinn besta mann af miðjunni. KR hafði vinninginn og til hamingju með það. En þá kom babb í bátinn...
KR vantaði alls ekki Bjarna Guðjónsson. Liðið þeirra var á fínu róli og það var ekki síst öflugri miðju liðsins að þakka. Jafnvægi liðsins raskaðist enda vandséð hvaða leikmaður á að detta út. Þjálfari liðsins hefur verið stálheppinn því menn hafa meiðst lítillega og þá hefur tekist að skutla drengnum inn á hingað og þangað.
þetta höfum við séð áður hjá KR. Ungir menn og sprækir settir til hliðar. Mér finnst sorglegt að horfa upp á kallgarminn þvælast í bakvarðarstöðum eða bara einhversstaðar. Síðast var Rúnar Kristinnson sóttur með látum og þá fór allt á sama veg.
Röggi.
þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Vatnið sótt....
ritaði Röggi kl 08:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli