mánudagur, 8. desember 2008

Hagfræði Jóns Danielssonar.

Jón Daníelsson var í silfri Egils í gær. Sprenglærður hagfræðingur og viðurkenndur. Áheyrilegur og sannfærandi. Og ferkanntaður....

Hann talar um að betra væri að borga ekki Icesave reikningana og ekki sé skynsamlegt að taka lán hjá IMF. Út frá hvaða forsendum talar maðurinn? Er það betra fyrir okkur sem þjóð til framtíðar í ljósi þess að við stefnum að því að halda áfram að vera menn með mönnum? Stunda viðskipti og kannski sækja um aðild að ESB.

Ég er viss um að stjórnvöld hafa komist að sömu niðurstöðu og Jón. Miklu ódýrara fyrir okkur fjárhagslega að setja Íslensku bankana á hausinn og sleppa við að borga skuldir þeirra. Þá tapa Íslenskir innistæðu eigendur reyndar og ég sé ekki hvað stjórnmálamaður ætlar að taka þá ákvörðun.

það er nefnilega fleira í þessari mynd en bara tölur og hagfræði. Við getum auðvitað hagað okkur eins og villimenn og sagt okkur úr lögum við aðra menn og þjóðir. Það er líklega "ódýrara" bæði til lengri eða skemmri tíma.

En hvað er "ódýrt" í þessu og hvað er "hægt"? Engir kostir voru ódýrir eða sérlega freistandi. Hagfræði eru nytsamleg fræði en ekki er allt gull sem glóir þar.

Við erum í samfélagi þjóða og ætlum okkur að vera þar og margir vilja meira samneyti. Fyrir það fólk er málflutningur Jóns Danielssonar eiginlega alveg ónothæfur.

Við áttum einfaldlega engan annan kost en að standa við okkar. Svona úrtölur gera ekkert annað en að ala á óánægju. Sama fólkið og vildi ekki greiða niður skuldir ríkissins heldur miklu frekar að eyða meiru virðist nú ekki mega heyra minnst á skuldsettan ríkissjóð.

Ég vill að Egill fái Jón aftur til þess að segja okkur hvernig við hefðum átt að komast upp með að borga ekki. Og hvernig við hefðum átt að haga samskiptum okkar við aðrar þjóðir hvort heldur sem um er að ræða lönd ESB eða vini okkar á norðurlöndum.

Kannski heyra þau mál ekki undir hagfræði og því allsendis óvíst að Jón geti tjáð sig um þau. En stjórnvöld geta ekki leyft sér slíkan lúxus. þau þurfa að horfa á heildarmyndina.

þar liggur munurinn.

Röggi.

Röggi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki hvers vegna London School of Economics rekur ekki prófessorana í hagfræðideildinni og ræður rakara og körfuboltadómara í þeirra stað.

Nafnlaus sagði...

Blessaður Röggi.
Jón útskýrði þetta mjög vel.
Hann sagði að við gætum ekki haldið uppi velferðarkerfi og borgað samtímis af svona skuldaklafa. Hefur þú t.d. engann áhuga að börnin þín njóti góðrar menntunar og heilbrigðisþjónustu? Núverandi tekjutap ríkissjóðs og kostnaður við endurreisn fjármálakerfisins auk atvinnuleysisbóta og annars kostnaðar af bankahruninu gerir ríkissjóði nánast ókleyft að sinna núverandi hlutverki sínu. Skuldaklafi vegna Icesave slátrar endanlega velferðarkerfinu eins og við þekkjum það en það kætir auðvitað margann íhaldsmanninn.

Jón Daníelsson sagði líka hvernig við ættum að fara að þessu. Ríkisstjórn ÍSLANDS gefur út yfirlýsingu um að hún hafi uppfyllt allar sínar skyldur vegna Icesafe og hún borgi ekki aðrar fjárkröfur en henni er lagalega skyllt vegna ESS samningsins. Í greinargerð kemur fram að aðrar þjóðir ESB hafi aldrei gert slíkt og þeim sé lagalega ókleyft að gera slíkt því alþjóðalegir skuldbindingar verða að standast alþjóðalög. Einhliðatúlkun ESB á óútfylltri ábyrgð heimalands stenst ekki slík lög.

Röggi. Ef þú ert æstur í að komast í kokteilboð í Brussel þá er alltaf hugsanleg lausn að þú og þínir skoðanabræður í skuldaklafaliðinu takið að ykkur að borga þessar skuldir. Þú gætir byrjað að selja hús þitt og sent breska seðlabankanum andvirði þess. Fordæmi þitt myndi örugglega hafa góð áhrif á þessa milliríkjadeilu en vinsamlegast hættu að setja hús mitt í pant fyrir þín áhugamál. Ég þarf að nota það til að hýsa fjölskyldu mína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson

Nafnlaus sagði...

"Ég vill að Egill fái Jón aftur til þess að segja okkur hvernig við hefðum átt að komast upp með að borga ekki. Og hvernig við hefðum átt að haga samskiptum okkar við aðrar þjóðir hvort heldur sem um er að ræða lönd ESB eða vini okkar á norðurlöndum."

Nákvæmlega það sama og ég hugsaði Röggi skorum á Egil að fá hann til að útskýra þetta!!!