Nú berast fréttir af uppsögnum nánast daglega. Kreppan verður varla meiri hjá einstaklingum en þegar uppsagnarbréfið berst. Sultarólin herðist og fáir finna ekki fyrir því. þannig er ástandið.
Fólki hefur verið sagt upp hjá 365 eða hvað það fyrirtæki heitir í dag, eða ætti ég kannski að segja , hét í gær svo ört er skipt um kennitölu þar. Skjár 1 er í dauðateygjunum og allir þar hafa fengið bréfið. Mogginn berst fyrir lífi sínu og mikil óvissa hjá þeim sem þar vinna.
Allt er þetta dapurt mjög en það er ekki fyrr en gamla ríkisfyrirtækið rúv þarf að reka sig á sömu forsendum og önnur fyrirtæki að allt fer á annan endann. Rúv er eins og önnur fyrirtæki í eigu ríkisins. Starfsfólkið telur sig eiga fyrirtækið. Þegar þeir sem bara ábyrgð á rekstrinum þurfa að gera breytingar á rekstrinum þá verður starfsfólkið reitt og vill beita neitunarvaldi.
Þetta sáum við þegar fréttamenn rúv komu í veg fyrir ráðningu fréttastjóra á sínum tíma. Þetta sjáum við í menntakerfinu okkar og heilbrigðis líka. Þessar greinar virðast hreinlega í eigu starfsfólksins. Engu má breyta sama hvað tautar og raular. Þetta er veikleiki opinbers reksturs.
Vissulega er sorglegt að rúv geti ekki haldið áfram að sólunda opinberu fé og reka sig með bullandi tapi ár eftir ár þrátt fyrir ríflegan heimamund frá skattgreiðendum. Starfsfólkið vill kannski að það haldi bara áfram?
Söngurinn er alltaf sá sami. Rifist yfir launakjörum forstjórans og bent á að sumir fái meira útborgað en aðrir. þannig mun það alltaf verða og þannig á það jafnvel að vera. Og ég spyr, hvernig getur það verið öðruvísi? Er starfsfólk stöðvar 2 að skammast yfir því að Logi Bergmann er betur launaður en margir aðrir þar inni?
Fjölmiðlar eru uppfullir af sögum að öðru fjölmiðlafólki sem nú er brjálað yfir þvi að það vinnur hjá fyrirtæki sem þarf að lúta eðlilegum lögmálum í rekstri. Ekki man ég til þess að aðrar starfsstéttir láti eins og þetta fólk gerir. Allavega hefur það ekki jafn greiðan aðgang að fjölmiðlum...
það er persónulegur harmur að fólk missi vinnu sína, enginn vafi. En fyrir mig eru það gleðitíðindi að nú eigi að fara að reka þetta apparat að einhverju leiti eins og önnur fyrirtæki. Reksturinn gengur ekki upp og þvi er skorið niður.
Eins og eðlilegt er í öllum rekstri. Nema hjá ríkisstarfsmönnum. þeir eru stundum eins og heilagar kýr. Hvenær sjáum við svona viðbrögð í einkarekstri sem hefur þó mátt þola ofbeldi og yfirgang þesarar stofnunar mjög lengi á auglýsingamarkaði?
Niðurskurður er óhjákvæmilegur. Dugar kannski að lækka laun forstjórans?? Reyndar væri nær að láta hann hreinlega fara svo hraustlega hefur þessi stofnun farið illa með fé undir hans stjórn.
Nú verður að draga úr kostnaði. Engin önnur leið er fær núna. Enda hef ég ekki seð neitt uppbyggilegt í málfutningi starfsfólksins um það hvernig á að mæta þessu tapi. Bara reiði.
Hún er að einhverju leiti skiljanleg en ekki er mikill sparnaður í henni.
Röggi.
þriðjudagur, 2. desember 2008
Reiðin á rúv.
ritaði Röggi kl 10:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég er sammála þér að nokkru leyti. En getur samt ekki verið að launakjör Páls Magnússonar séu full rífleg?
Aðhald ætti líka að vera á toppnum. Það má minna á að það voru ekki láglaunaðir ríkisstarfsmenn sem gerðu landið gjaldþrota heldur ofurlaunaðir bankaþrjótar.
"Þetta sjáum við í menntakerfinu okkar og heilbrigðis líka. Þessar greinar virðast hreinlega í eigu starfsfólksins. Engu má breyta sama hvað tautar og raular. Þetta er veikleiki opinbers reksturs."
Og styrkleiki. Aðhaldið hefur verið í ríkisbúskapnum undanfarin ár, flest "vel rekin" fyrirtæki eru komin á hausinn.
Jú, það má hagræða, en ríkishagræðing felst yfirleitt í niðurskurði, óháð því hversu vel stofnunin getur mætt honum. Mestu máli skiptir að hafa hæft fólk í vinnu, sem hagræðir með sjálfu sér.
Þetta segir allt sem segja þarf um RÚV og aðgerðirnar þar: http://baggalutur.is/index.php?id=4377
Það er sorglegt að sjá fullorðinn mann með svona mikla sleggjudóma. Það er greinilegt að þú veist ekkert um RÚV eða hvernig starfsumhverfið þar er. Það geri ég hins vegar eins og sjá má á blogginu mínu.
Skrifa ummæli