föstudagur, 13. febrúar 2009

Nú þarf frið um seðlabankann.

Ég er bara þannig gerður að þola illa ofbeldi jafnvel þó það klæðist góðum málsstað blönduðum saman við pólitík. Ekki veit ég hvaðan fólkið sem nú hamast fyrir utan seðlabankann fékk umboð til þess að ákveða hver fer þar inn eða út. Forsprakkinn birtist svo eins og barn í kúrekaleik og segist ætla að koma í veg fyrir að seðlabankastjóri komist til vinnu. Hreinlega hlægilegur skilningur á lýðræðishugtakinu.

Það er í þessu andrúmslofti sem Davíð vill ekki hætta, held ég. Eftir margra ára einelti af hendi viðskiptamanna, fjölmiðla og pólitískra andstæðinga þar sem honum var kennt um allt og ekkert, hefur hann líklega orðið ónæmur fyrir gagnrýni sem sett er fram í pólitiskum tilgangi fyrst og síðast.

Kannski getur hann heldur ekki sætt sig við að Samfylkingin og viðskiptamógúlarnir skuli komast upp með að kenna honum um ófarir okkar. Ég hef mikla samúð með þeim tilfinningum enda sjá þeir sem vilja og geta að Davíð tók stöðu réttu megin við víglínuna.

það sem skiptir þó mestu í núinu er að seðlabankastjóri getur ekki staðið í deilum við ríkisstjórn hver sem hún er og hversu mjög sem hún reynist bæði ósanngjörn og vanhæf. Núna er skynsamlegt fyrir Davíð að taka afstöðu með seðlabankanum sem stofnun. Átök verður að heyja utan bankans.

Hann er vandrataður vegurinn sem á að varða sjálfstæði bankans. Þreklitlir stjórnmálamenn og smáir geta ekki staðið uppréttir ef fjölmiðlar ákveða að taka menn niður eins og kjölturakkinn á DV orðaði það. Ég efast um að hægt sé tryggja sjálfstæði þessa banka í því umhverfi sem hér er nú. Stjórnmálamenn í dag virðast stjórnast algerlega af því sem til vinsælda virðist fallið og ég er varla einn um að hafa áhyggjur af tilhneiginu vinstri flokkanna til þess að vasast í bönkunum núna.

Trúverðugleiki bankans og starfsfriður er það sem skiptir mestu núna. Skítalyktina af eineltinu gegn Davíð leggur hátt til himins en það er morgundagsins að draga menn til ábyrgðar í því efni

Sagan mun fara fögrum orðum um Davíð enda yfirburðamaður þó ekki sé hann gallalaus umfram aðra menn. Staðfesta var alltaf hans styrkur en í þessu stríði er enginn sigurvegari. Andstæðingar Daviðs hafa fyrir löngu sýnt og sannað að þeir kunna hvorki að velja sér andstæðinga né skjólstæðinga.

Röggi.

18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gott að hafa góðan "húmor" og það hefur þú.

Brynjar

Nafnlaus sagði...

"Ekki gallalaus" segir þú. Hvað hefurðu fyrir þér í því?
mkv
Doddi

Nafnlaus sagði...

Röggi... nú fórstu alveg með það.

Ertu svona seinn? Eða ertu alveg þroskahefur?

Hefurðu ekki séð Hardtalk viðtalið við Geir?

Hefurðu ekki lesið grein Tima magazine um og greiningu þeirra á Davíð sem einum af orsakvöldum kreppunnar?

Er Davíð ekki stjórnmálamaður?

Frið um Davíð? Það er enginn friður með Davíð og verður ekki, hvorki innanlands né utan.

Lestu ekki blöðin? Það er hlegið að Davíð, afglöðum hans í starfi og gríðarlegum mistökum út um allan heim.

Ætlar þú, eða þið Sjálfstæðismenn, að skapa þann frið og traust sem þarf erlendis líka?

Þú varst á því að Davíð ætti að víkja fyrir löngu en hefur verið hirtur til lika; alveg eins og Geir, alveg eins og Þorgerður Katrín.

Skrímsladeildin og Náhirðin hafa gleypt flokkinn þinn.

Ertu ekki að sjá það?

Þú sálgreinir Davíð (enda örugglega ekki nógu innmúraður til að geta spurt hann sjálfur) og segir að hann vilji líklega ekki víkja við þessar kringumstæður!!!

Það er zero traust á Davíð erlendis.

Það er zero traust á Davíð innanlands ef Náhirðin og Skrímsladeildin eru ekki talin með. (Meira segja Friðjón er hættur að blogga vegna þess hann getur ekki lengur stutt Davíð frá USA.)

Þú hefur misst þann litla trúverðugleika sem þú hafðir því maður hélt að þú hefðir "sjálfstæðar" skoðanir. En NEI, það virðist ekki vera.

Lestu þetta eins og möntru dauðans:

Það mun ALDREI ríkja friður um Davíð innan Seðlabankans né annars staðar í stjórn-eða embættismannakerfinu.

Davíð hefur sýnt og sannað að honum er ekki einu sinni treystandi til að skjótast út í sjoppu til kaupa kóka og prinz.

Davíðstíminn í flokk þínum verður í sögulegu samhengi líkt við Mussolini tímann á Ítalíu og/eða Belusconi (nútíminn).

Spillingartími Davíðs, þar sem lagðar voru til hliðar almennar leikreglur og flokksgæðingar skipaðir og settir inn í stjórnkerfið. Hæstaréttar- og héðraðsdómarar ráðnir þrátt fyrir að vera ekki taldir hæfastir af valnefndum. (Jón Steinar og sonur Davíðs með hjálp Björns Bjarna!)

Einkavinir flokksins fengu Landsbankann og helmingaskiptin við Framsókn. Landsbankinn kallaði svo yfir okkur IceSave dæmið. Shit, drengur...

Niðurstaða hæfnistíma Davíðs er þjóðargjaldþrot; gjalþrot fyrirtækjanna og almennings.

Er ekki kominn tími til að hætta þessarri skelfilegu afneitun, við höfum ekki efni á henni lengur, og horfast í augu við hlutina eins og þeir eru en ekki eins og þú vildir að þeir væru?

Ekki bíta höfuðið af skömminni og biðja um frið á meðan þú og flokksmenn ykkar eigið að biðja þjóðina afsökunnar. (þú sást hvernig Geir Haarde brást við þeirri spurningu í Hard Talk?). Svo eigið þið að drullast til að taka til í flokknum ykkar og losa ykkur við vírusinn sem fylgdi Davíð og leitast við að bæta fyrir brot ykkar gagnvart þjóðinni.

Siðleysið og siðrofið sem Davíðstíminn framkallaði verður lengi í minnum haft.

Og þá, aðeins þá, eigið þið möguleika á því að komast aftur til valda eftir einn til tvo áratugi. Það er ENGINN möguleiki á því að NEINN flokkur muni hórast með ykkur ykkur næstu ár og þannig koma ykkur aftur til valda.

Nei, en núna þurfa hinir flokkarnir að halda áfram að hreinsa til í stjórnkerfinu öllu og losna þar við alla þá sem komu þar inn á flokkspólitískum forsendum fyrir að hafa unnið skítverk Davíðs. Það var skilyrðið áður en frami var mögulegur og þeir þannig gerðir samsekir Davíð og spillingunni.

Koma svo, byrja á heiðarleikaprógrammi og hætta drulla frekar yfir þjóðina og þetta gæti gengið upp eftir 1 - 2 áratugi.

Góðar stundir.

Gunnar

Nafnlaus sagði...

Allow me the honor of giving you a brief lesson in Mr. David Oddsson's many power-hungry attributes.
[...]
His brethren seem to be caught up in their need for enemies.
[...]
But first, let me pose an abstract question. Do David's bootlickers actually enjoy the distinction of being the most irritable couch potatoes on the planet?
[...]
Let's remember that. David has so frequently lied about how we should be grateful for the precious freedom to be robbed and kicked in the face by such a noble creature as him that some weaker-minded people are starting to believe it.
[...]
David once tried to convince a bunch of us that the bogeyman is going to get us if we don't agree to his demands.
[...]
He's still cheeky, irritating, and he intends to weave his antihumanist traits, vitriolic hypnopompic insights, and nasty circulars into a rich tapestry that is sure to rewrite history to reflect or magnify an imaginary "victimhood".

Sigurður

Nafnlaus sagði...

Röggi

BBC sjónvarpsstöðin, t.d.(HardTalk þátturinn) er EKKI í eigu Baugsliðsins, ekki heldur Samfylkingarinnar eða Vinstri-Grænna.

Time Magazine er það EKKI heldur!

ALLIR erlendir fjölmiðlar sjá sem er að Sjálfstæðisflokkurinn á Davíðstímanum sem er nú fyrst að líða undir lok er AÐAL ORSAKAVALDURINN af hruni Íslands!

Það er EKKI skoðun HELDUR Staðreynd!


Röggi, lesa svolítið og hugsa sjálfstætt. Standa með sjálfum sér en láta ekki flokkinn stýra þér.

Það eru til meðferðarleiðir út úr þessu.

Ég lít á þessa bloggfærslu þína sem kall á HJÁLP og ekkert annað.

Og það er jákvætt, fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann...hálfnað verk þá hafið er.

Gangi þér vel að verða afturbata, elsku drengurinn minn. Vírusinn getur verið erfiður en það hefst að lokum, bara viðurkenna vanmátt sinn og leita hjálpar.

Nafnlaus sagði...

Þýlyndi og þrælsótta Íslendinga er við brugðið. Og þessi gamli lúni hluti þjóðarinnar sem heldur uppi vörnum fyrir þennan mann er með álíka mikla ályktunargáfur og svifdýr. Jafn fráneygður og nýborinn kettlingur og jafn frumlegur í hugsun og ánamaðkur. Að segja að Davíð sé ekki gallalaus maður umfram aðra menn, er einsog að segja að sautján-nagla-gaddabretti sé ekki mikið óþægilegra en venjulegt rúm.

eggi

Stefan Mar sagði...

Það eru menn eins og Sigurður Pálmi sem geta bjargað flokknum þínum Röggi. Þú ættir að leggjast á sveif með honum.
http://www.frelsi.is/?action=grein_nanar&id=16275

Þessi bloggfærsla þín er hins vegar átakanlegt dæmi um afneitun. Óska þér alls hins besta.

Nafnlaus sagði...

Fylgismenn DO - eru að skemma Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sjálfstæðismenn sem nú eru að ná völdum, Bjarni Ben, Illugi Gunnarsson o.fl. - kæra sig ekkert um þennan ofsa frá öfgahóp DO.

Nafnlaus sagði...

Röggi, þú getur ekki verið svo vitlaus að halda að einhver þurfi að kjósa fólk til að mótmæla? Ha?

Fólk sem mótmælir gerir það í sínu eigin umboði enda hverjum frjálst að láta skoðun sína í ljós.

Kannanir hafa líka sýnt að mótmælendur flytja málstað 90% þjóðarinnar þegar kemur að Davíð og Seðlabankanum.

Hausinn út úr bláa rassinum, og koma svo!

Nafnlaus sagði...

Þetta ágæta fólk er í fullum rétti að mótmæla. Sem betur fer þarf þa ekki að sækja um leyfi til þess hjá örvita eins og þér.

Jón Erlingur

Nafnlaus sagði...

"joð"

Mikið andskoti er ég orðinn þreyttur á þessu væli og paranoju í fólki að umheimurinn hlæji af Davíð eða einhverjum öðrum.

Hvaða máli skiptir það? Við erum í heild okkar athlægi út um allan heim fyrir þennan fáránlega víkingahringdans og hlæjilegastur af öllum er Ólafur Ragnar stórasti útrásarþokulúðurinn í heimi.

" You ein´t seen nothing yet ".......!!!!!!! ??????

Snekkjur, þotur, Duran Duran, kastalar, Elton John, sumarhallir, West Ham, Tom Jones, risíbúð á dýrasta stað í Manhattan, Magasin, Illum, Iceland, Hamley´s, Tina Turner, Clinton, fullar leiguþotur af vinum á tónleika, Gumbal3000 rally, Bentleyar, Rolsar, Bugatty, afmæli í Karabískahafinu, fótboltaleiki, os.frv... os.frv...

Þetta fór ekk fram hjá fólki erlendis. Blaða og tímaritagreinar, sjónvarps heimildarmyndir os. frv.

Og núna er skelli hlegið. Sennilega minnst af Davíð. Það eru bara einhverjir embættismenn sem vita hver hann er, sem og hlutverk seðlabanka.

Hverjum er ekki andskotans sama um okkur þegar ástandið í heimsmálum er eins og það er.

Við getum kennt okkur sjálfum um fyrir hrokann og heimsku nýríkra. Þeir getað alltaf huggað sig við hversu mikið vitlausari við erum en þeir.

Eitthvert traust og trúverðuleika verður ekki unninn á einhverjum vikum eða mánuðum. Það þarf áratugi áður en að við verðum þjóð meðla þjóða.

Þangað til verðum við einhverskonar 300 þúsund Bakkabræður í norðurhöfum.

Davíð þarf núna að fara að tala og segja frá sinni hlið mála, sem er örugglega töluvert frábrugðin þeirra sem ætla sér að húka á pólitískum embættum og eru á flótta frá sannleikanum..

Því fyrr því betra. Á þann hátt getur hann gert eitthvað gagn, en varla sem Seðlabankastjóri eins og komið er.

Nafnlaus sagði...

Það þarf kjark nú á dögum til að halda því fram að hlutirnir eru EKKI annað hvort svartir eða hvítir. Hann hefur þú, því það verður ekki hrakið að Davíð var eini stjórnmálamaðurinn sem hafði þor til að benda á ruglið í oligörkunum íslensku. Hann óttaðist ekki að fá yfir sig aur og skít frá þeim sömu og fjölmiðlum þeirra, sem og taglhnýtingum þeirra í Samfylkingunni. Hann átti hins vegar ekkert erindi með að skipa sjálfan sig seðlabankastjóra. Sjálfsöðlun íslenskra stjórnmálamanna - úr öllum flokkum - er vonandi liðin tíð.

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði að fara að tjá mig eitthvað um þessi skrif þín Röggi minn....
En kommentin sem eru fyrir eru svo glimmrandi fín að ég get bara snúið mér að öðru :)

Nafnlaus sagði...

Ofbeldið er allt þín megin, Röggi!

Þú vilt neyða gjaldþrota þjóð til að sitja uppi með manninn sem bjó þetta til, skóp þetta með því að standa illa að verki í upphafi við einkavinavæðingu hans á bönkunum.

Síðan klikkaði hann á basic, að hafa eftirlitið í lagi því hann kunni ekki til verka og hefur viðurkennt það opinberlega.

Hann tróð inn í embættismanna-og stjórnkerfið "innvígðumð" að hætti Sikileyjar Mafíunnar! Plantaði þeim þar til að eiga inni greiða þegar á þarf að halda.

Líkt og núna... :)

Ef þetta er EKKI ofbeldi þá veit ég ekki hvað það er.

Erlendir sérfræðingar hafa staðfest þetta allt og horfa hingað furulostnir og spyrja hvað sé að þjóðinni?

Ekki skrýtið.

En þjóðin er vöknuð og Davíðstíminn er liðinn... verst að til þess að komast undan því oki þurfti þjóðargjaldþrot...ekkert minna dugði vegna þess að til eru menn eins og þú sem hafa varið Foringjann og trúað blint.

Sorglegt en satt.

Taktu þér tak og byrjaðu að moka með okkur hinum.

Síðan ætlast þú til að þjóðin segi, nú ok. haltu áfram að nýðast á okkur

Nafnlaus sagði...

Er þetta stílæfing til að reyna að toppa grein Friðbjörns á AMX?

Nafnlaus sagði...

Ég stend með þér Röggi...og allir hugsandi menn sem taka ekki þátt í þessum múgæsingi og halda haus.
Fólk sem les bara Fréttablaðið mun vonandi sjá sannleikann í nánustu framtíð.

Nafnlaus sagði...

Einmitt... Röggi

Þið Sjálfstæðismenn eruð eins og sumir þjóðverjar (og sagnfræðingar) sem er verið að dæma í fangelsi enn í dag því þeir NEITA að Helförin gegn gyðingum hafi átt sér stað.

Einmitt.

Þessir aðilar (sumir fræðimenn), neita að útrýmingarbúðir hafa verið til í raun og að gyðingar hafi verið gasaðir í þúsunda vís.

Alveg eins og þið Sjálfstæðismenn neitið að viðurkenna þann skaða sem Davíðstíminn olli þjóðinni og gerir enn.

Samt liggja hundruðir fyrirtækja í valnum og þúsundir einstaklinga. Fólksflótti er hafinn í stórum stíl og eignaverð er hrunið!

En alveg eins og með helför Þjóðverja og Hitlers gagnvart gyðingunum, þá lofið þið enn foringjann og segið hann hafa staðið sig vel og hann sé sómi lands og þjóðar.

Staðreyndirnar bera hins vegar vott um spillingu, einkvinavæðingu (blóðskömm) í stjórnkerfinu og með bankana!

Leiðtogadýrkun ykkar sem er þó aðallega tengd ótta um eigin hag er líkt og sú er kom Hitler til valda.

Aldrei, aldrei aftur Davíðstímann...

Aldrei, aldrei aftur Sjálfstæðisflokkinn...

Skömm ykkar er mikil

Nafnlaus sagði...

Það er svo sem ekki miklu við þetta að bæta.

Allt hefur komið fram sem Röggi þarf að vita, kunna, læra og gefast upp fyrir.

Ég held samt að Röggi sé frekar bara seinn og óheppinn frekar en að hann sé heftur.

Það eiga allir von... verum góð við þá sem minna mega sín án þess þó að láta þá vaða yfir okkur.