miðvikudagur, 4. febrúar 2009

Nú, er Jón Ásgeir ekki góði kallinn?

Velti því fyrir mér hvað hefur eiginlega breyst. Skrýtið hvernig almenningsálitið getur snúist snögglega. Núna finnst flestum sem Jón Ásgeir sé orðinn snarruglaður að kenna Davíð um fall sitt. Samt hefur hann árum saman notað þetta trix á þjóð sína og hún kokgleypt bullið.

Snilldin hjá Jóni Ásgeir var að fá heilan stjórnmálaflokk til að búa til pólitískt skjól fyrir sig. Hann og lögfræðingahjörð hans tóku ræðu Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi fagnandi. Í því skjóli og skjóli fjölmiðla sinna sem ekki mátti hreyfa við heldur af sömu handónýtu pólitísku ástæðum hóf hann að blóðmjólka þjóðina í fullkomnum friði.

Þeir sem reyndu að benda á hvernig viðskipti hann stundar voru umsvifalaust stimplaðir Davíðsmenn en það var og hefur verið skammaryrði lengi. Gagnrýni á viðskipti þessa manns snérist aldrei um stjórnmál enda Jón Ásgeir ekki pólitíkus. Vörn hans árum saman var hins vegar pólitísk og það hentaði sumum flokkum betur en öðrum og því var dansað með og ekki hirt um kostnaðinn.

Tjaldið er fallið loksins og stórskuldug þjóðin er að vakna. En hún vaknaði ekki fyrr en allt var farið til fjandans. Ekkert hefur nefnilega breyst. Jón Ásgeir stundar sin viðskipti eins núna og alla tíð. Á meðan þjóðinni var haldið upptekinni í því að hata einn af örfáum sem reyndu að benda á hvernig viðskipti væru stunduð hér tóku nokkrir menn sig til og stálu þjóðarauðnum og við borgum brúsann.

Siðleysið er svo greypt í merg og bein þessara manna að engu tali tekur. Þjóðin þarf sárlega á þvi að halda að koma bankakerfinu í stand. Það verður ekki gert nema að uppgjör geti farið fram. Að menn átti sig á hverjar skuldir eru og eignir. Núna þegar bankamenn og sérfræðingar ætla að fara í þá vinnu bregst þessi maður við því að væla um að hann tapi peningum.

það erum við sem erum að tapa peningum af því að hann getur ekki borgað það sem hann skuldar bönkunum. Flóknara er það nú ekki. Hvert mannsbarn skilur þetta held ég bara. Loksins er eins og menn geti leyft sér að sjá það sem hefur blasað við alla tíð.

Af hverju er það?

Röggi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Röggi

Ekki draga alla í dilka, með eða á móti.

(Það gera bara Sjálfstæðismenn).

egillm sagði...

Þó að baki hugmyndum Jón Ásgeirs ríki mikil heift gagnvart Davíði Oddssyni þá merkir það ekki að Davíð Oddsson sé einhver engill. Algjörlega þvert á móti. Einn slæmur gerir ekki annan að góðum. Það er svona það sem mér finnst þú vera reyna skrifa í þessari grein. Nú ef svo er ekki þá bara leiðréttirðu mig.

Davíð átti sínar stundir og hann gerði ýmislegt gott. En tími allra manna líður undir lok og hans er svo löngu liðinn.

Það er líka eitt í þessu öllu saman. Jón Ásgeir ber enga ábyrgð gagnvart mér. Hans ábyrgð er gagnvart hluthöfum. Stjórnmálamenn bera aftur á móti ábyrgð gagnvart mér og öllum öðrum kjósendum - mér finnst því miklu eðlilegra að gagnrýna þá og þeirra gjörðir. Með því er ég ekki að segja að ábyrgð þeirra sem áttu bankanna sé engin. En mér finnst mjög skondið hvað, og þá sérstaklega Sjálfstæðismenn, tala um þetta ekki sem stjórnmálavanda heldur sem fyrst og fremst klúður hjá þeim sem ráku bankanna + alheimskreppunnar. Það er bara hlægilegt að hlusta á þetta.

Nú, svo ef minnst er á reglugerðir þá er bara bent á EES og því kennt um. Það er nú samt þannig að Noregur er líka í EES og það virðist ekki vera sama bankakreppa þar í landi eins og hér.

Einar Jón sagði...

Pólitík eru ekki íþrótt.

Það eru ekki alltaf "góði kallinn" og "vondi kallinn", eða mitt lið (sem gerir allt rétt) og óvinaliðið (sem skemmir allt og étur börn).

Svona hugsanaháttur á heima í leikskólanum.

Nafnlaus sagði...

Aumingja Sjálfstæðismenn. En spurning mín til þín er ,,hvernig geturðu stutt Sjálfstæðisflokkinn eftir það sem hann er búinn að gera þjóðinni"? Ég get með engu móti skilið það, er það kannski vegna þess að fjölskylda þín hefur alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn? Ef svo er þá má einnig spyrja hvort þannig fólk hafi ekki sjálfstæða skoðun?

Nafnlaus sagði...

Skítt með Sjálfstæðisflokkinn.
Meira að segja ég...sem er ALDREI sammála Rögga....get viðurkennt að ég var með í þessum pakka.

Var ein af þeim sem hataðist út í Björn Bjarna fyrir allar milljónirnar sem fóru í Baugsmálið og var alveg viss um að farið var af stað mikið til vegna gremju Davíðs út í Jón Ásgeir og félaga. Ég var líka viss um að fjölmiðlafrumvarpið væri hluti af því.

Við hljótum, fjandakornið, að geta viðurkennt að hafa haft vitlaust fyrir okkur. Ekki satt?

Mér finnst Davíð Oddsson og Björn Bjarna enn skaðræðisgripir... það er af nægu af taka þó ég viðurkenni að hafa haft vitlaust fyrir mér

Nafnlaus sagði...

Rétt Röggi.
Þetta er smám sama að renna upp fyrir fólki.
Þjóðin var höfð að fífli og skipulega logið að henni.
Gott að fólk er að átta sig á þessu eins og t.d. áróðrinum sem haldið var uppi í Baugsmálinu.
Ég held að allir hljóti nú að líta það mál öðrum augum en áður. Ég geri það a.m.k. og sé að ég er ekki einn um það.

Nafnlaus sagði...

Hvar er Hallgrímur Helgason núna?
Hann er allveg hættur að reykspóla í hve vondir Sjálfstæðismenn séu við Jón Ásgeir.
Gaman væri að heyra hann tjá sig um þetta núna?