fimmtudagur, 16. júlí 2009

Ekki sopið kálið.

Þá er það frágengið að við sækjum um inngöngu í ESB. Það er enginn heimsendir fyrir mig enda vantar stórlega inn i umræðuna um ESB þegar við vitum ekki hvað þar stendur okkur til boða. En það er eitt og annað mjög áhugavert bæði í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í dag og ekki síst í því sem koma skal.

Engum manni dylst að VG kýs þvert gegn eigin stefnu og áhuga. VG hleypti þessu í gegn eingöngu til að halda samstarfinu gangandi. Það kann að vera einhverjum skiljanlegt en ekki mér og skaðinn sem unninn hefur verið á trúverðugleika þess flokks er varanlegur.

Þeir þingmenn stjórnarliðsins sem hingað til og ekki síst í búsáhaldabyltingunni gerðu sig gildandi í umræðum um aðskilnað framkvæmda og löggjafavalds hljóta að vera hugsi núna þegar framkvæmdavaldið tók þá bókstaflega kverkataki og svínbeygði menn til hlýðni. Ekkert orð annað en pólitískt ofbeldi kemur upp í hugann.

Fyrir þá sem hafa raunverulegan áhuga á að við náum skotheldum samningi við ESB er auðvitað mikilvægt að val á fólki í samninganefnd einkennist ekki af sama metnaðarleysinu og í síðustu samninganefnd sem rikisstjórnin sendi úr landi.

Fyrir utan afleita samningstöðu okkar almennt hlýtur að vera undarlegt fyrir Samfylkinguna að fara í þennan leiðangur í samstarfi við flokk sem hefur í reynd ekki nokkurn áhuga á að fara inn í ESB. Baklandið hreinlega ekki til enda þarf ekki sérlega glöggan aðila til að sjá að þessi þvingaða niðurstaða þingins í dag er varla vatnsþétt og höggþétt varla.

Hvernig fer fyrir málinu ef upp kemur ágreingur í ferlinu eins og mér sýnist einboðið að hljóti að gerast fyrr en seinna? Ég tel það nánast kraftaverk ef þessi stjórn lifir þetta af. VG eru lemstraðir eftir barsmíðarnar og skal engan undra. Það getur varla verið léttvægt dagsverk að svíkja ekki bæði kjósendur sína heldur og eigin samvisku á einu síðdegi til þess eins og halda ráðherraembættum innandyra. Þessi saga er ekki öll sögð...

Min spá er að þessi atkvæðagreiðsla sé upphafið að endi samstarfs þessara tveggja flokka vegna þess að særindi innaflokks hjá VG munu ekki gróa og Steingrímur mun ekki splæsa á sig klofningi til þess að halda Samfylkingu í góðu skapi.

Stórmerkilegur dagur er að baki en þeir verða ekki síður merkilegur sem í hönd fara. Stríðið sem Samfylkingin vann í dag var ekki við andstæðinga sína. Það var háð við samherjana. það veit ekki á gott.

Röggi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Röggi,

Ég er einn af þeim sem eru að hugsa um hvað þú og fólk eins og þú hafið betra fram að færa.

Að halda fram þokukendum negatívum pósum um að innganga í ESB séu hrein endalok fyrir það sem eftir er af landinu.
Ég hef nokkrar spurningar fyrir þig og þitt fólk , semsagt að mestuleyti sjálstæðismenn og Ragnar Arnalds líka.

1. Við slitum fastgengi við danska krónu á fyrrihluta síðustu aldar (man ekki daginn en þið vitið það) hvað hefur skeð síðan?
(bara smá áminning, 2svar nýprentun á annars aumum aur, arabísk sverð notuð við að taka af einhver núll sem í leiðinni tóku sparnað heiðarlegs fólks.
Hvað viltu gera þarna?????



2. Gengisfellingar fyrir hagsmunagæsluflokkanna (þú tilheyrir einum sko)voru fleirri en rigningar spár veðurstofu íslands.
Hvað er hægt að gera með þínu fólki þarna ????

3. Vaxtaokur sem engin þjóð með lýðræði hefur nokkurn tíman ráðið við.
Þið núllstillið er það ekki????????

4. Verðbólga á bara við lönd sem eru í geggjuðum lobbyismaglæpum eins og ísrael og suður afríka, en auðvitað kikkum við fyrir ofan þessi hagistaglæpalönd.
Erum við Fasistar þá??????

5.Auðlindir eru ykkur hægri bjánum svo easy over eins og einn vinur minn sagði að við(fyllibyttur) værum í viðskiptum, 2 drinks then make buisness, lélegt ekki satt, fiskimiðin eru á höndum drullusokka í dag og flestir tilheyra þínu liði sem þú klappar til sigurs, en vælir ef skikk kemst á hlutina og miðlægðstýring á þeim gætu líklega skemmt hagsmuni klíkunar þinnar.
Þar sem að auðlindirnar er þegar seldar til t.d Deutchebank, og Magma energy (Kvóti og jarðorka) hvað viljið þá gera ??????

Þetta er stóra spurninginn ???yfirdómari, svaraðu eins og maður með bara pínu réttrætiskennd eða eins og íslendingur þitt er valið klíkan eða mannorðið.

Röggi við íslendingar bíðum eftir svari frá þér.

Bestu kveðjur.

Ólafur Eyjólfsson
Eldgamall jafnaðarmaður.

Nafnlaus sagði...

Innganga í ESB eru endalok þessa landsAllir sem ég þekki hér á landi dem vilja inngöngu í ESB, eru húðlatir. Ég segi bara góða skemtun þegar við förum úr landi og þið haldið að RSB muni halda ykkur uppi. I do not beliee so. Hér verður mengunarútstöð af mælikvarða sem þið hafið aldrei séð. Eg ætla svo dnnstlrgs rkki sð vers hér.

Nafnlaus sagði...

Röggi boy, þú virðist ekker hafa lært en er samt búinn að bæði kúka og pissa á þig síðan í október 2008.

Wake up, Röggi Boy.