fimmtudagur, 23. júlí 2009

Er Jóhönnu sjálfrátt?

Ég verð að vona að eitthvað hafi skolast til í frásögninni frá umræðum í þinginu um Icesave klúðrið. þar á Jóhanna Sigurðardóttir að hafa sagt að það sé ekki kostur að samþykkja ekki þennan gjörning vegna þess að hann hafi verið gerður með fyrirvara um samþykki alþingis!

Ég las þetta alloft og trúi ekki enn því sem ég les. Er forsætisráðherra ekki sjálfrátt? Ef hún meinar það sem hún segir þá hefur hún ekki snefil af skilningi á hlutverki alþingis eða það hvað þrískipting valds merkir.

Hefur enginn annar en ég áhyggjur af því að fólk með svona hugsunarhátt skuli vera að véla með okkar mál alla daga?

Röggi.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú, Röggi. Margir hafa áhyggjur, þungar og stórar. Samt hafa langtum fleiri áhyggjur af svona íhalds-bullukollum eins og þér og öðrum "halbstarken".

Héðinn Björnsson sagði...

Orð Jóhönnu í samhengi:

„En það er líka mikið í húfi að við samþykkjum Icesave-samninginn. Ég tel að það sé ekki kostur í stöðunni að fella þann samning en auðvitað er það þingið sem fær þennan samning til meðferðar og hann er undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis á ríkisábyrgðinni. Auðvitað er eðlilegt að Alþingi skoði þá umgjörð sem að það vill hafa um þann samning. Það er mikið í húfi en þetta er vandasamt mál og menn eiga að taka þann tíma sem þeir þurfa til að fara yfir þetta.“

Nafnlaus sagði...

Mér leið miklu ver þegar kona forsætisráðherra og formanns ykkar í sjálfstökuflokknum sat í stjórn glæpafyrirtækisins FL grupp. Þá fannst mér eitthvað vera eins og það átti ekki að vera eins og komið hefur berlega í ljós í dag.

Nafnlaus sagði...

Saell, eg var hrifinn af Johonnu, veit ekki hvort eg se thad lengur. En thad er enginn betri i sjonmali ad eg held. Hverja viltu fa i stadinn? Thorgerdur Katrin er sjalfkrafa ur leik, og fyrri forysta sjalfstaedisflokksins.

Jon E

Nafnlaus sagði...

Þá má spyrja sig hvort einstaklingum sé sjálfrátt sem geta enn varið þennan blessaða Sjálfstæðisflokk. Í því samhengi kemur tvennt til greina. Viðkomandi er annaðhvort með í spillingunni eða hann þjáist af greindarskorti á háu stigi. Ég sé allavega ekki aðrar ástæður - þeir mega bæta við sem vilja.

Nafnlaus sagði...

mér finnst augjóst að ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnin, það er sjálfssagt að gefa t.d. Sjöllum + einhverjum tækifæri.

Jóhanna er algerelga vonlaus forsætisráðherra og það er ekki boðlegt að verja þessa stjórn með því að benda á fyrri stjórnir.

Nafnlaus sagði...

Það var ágætlega geymt leyndarmál að Jóhanna væri kúkú. Erfitt að fela svoleiðis þegar maður er forsætisráðherra og þarf að segja eitthvað annað en "víst".

Sigurður Ingi sagði...

Bara byrja á að taka fram að ég kaus EKKI sjálfstæðisflokkin og veit nákvæmlega ekkert um tengsl blogskrifara við flokkinn.

Mér hreinlega blöskrar hvernig sumir þeirra sem styðja núverandi stjórn svara allri gagnrýni með því að sjálfstæðisflokkurinn hafi verið verri, er bara nóg að vera skárri? er sá sem sparkar laust í lagi af því að annar sparkaði fastar.

Finnum alvöru lausnir byggjum gott samfélag, það verður ekki gert með svona aula hugsunarhætti fólk verður að taka hausinn útúr raksgatinu á sér og hugsa heilstætt.

Góðar stundir.

Nafnlaus sagði...

Ef þetta er "hennar tími" þá óska ég þess að hennar tími hefði ekki komið