Núna þegar vinstri stjórnin er að ná að ljúka því að klúðra Icesave endanlega og forsætisráðherra hótar Steingrími ráðherrastólsmissi ef hann ekki lætur að fullu að stjórn svo gefast megi upp fyrir fáránlegum kröfum viðsemjenda okkar án viðnáms þá eru ráðherrarnir sumir að hamast við að berjast gegn atvinnuppbyggingu innanlands.
Viljayfirlýsingar ekki endurnýjaðar og margra ára ákvarðanir afturkallaðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ekkert af þessu kemur á óvart. Vinstri menn hafa alla tíð verið á móti stóriðju og virkjunum. Hér eru menn því sjálfum sér líkir.
Nú er að koma í ljós fyrir hvað þetta fólk stendur. Reyndar hefur það komið flatt upp á marga að sjá að VG stendur fyrst og fremst fyrir vilja til að halda ráðherrastólum þegar um Icesave og ESB er að ræða en í öðrum málaflokkum er flokkurinn að enn við sama heygarðshornið.
Stefið er kunnugt og mun verða augljósara með hverjum deginum þegar ráðherraranir fara að snúa sér að því að vinna vinnuna sína. Skattahækkanir og lántökur og svo lagst gegn atvinnuuppbyggingu ef hún heitir stóriðja eða útheimtir virkjanir.
Við höfum ekki efni á svona ríkisstjórn núna. Fanatíkin sem oft hefur einkennt þá sem eru á sjálfstýringunni í andstöðunni við allt sem heitir iðnaður er bara hlægileg núna ef ekki hreinlega skaðlegt.
Á hverju eigum við að lifa hér og hvernig snúum við blaðinu við? það er auðvitað góðra gjalda vert að ráðherrar þvælist á kvikmyndahátíðir og hlaupi til útlanda með umsókn um aðild að ESB en það leysir ekki vandann. Núna þurfum við að nýta auðlindir okkar og landsins gæði og byggja upp sjálf.
Þetta skilja bara ekki allir og brátt mun þjóðin læra að skilja að þessi stjórn sem nú situr er ekki á vetur setjandi í góðæri og hvað þá í hallærinu sem við nú sitjum í.
Röggi
miðvikudagur, 30. september 2009
Ríkisstjórnin á móti atvinnuuppbyggingu.
ritaði Röggi kl 10:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hefurðu séð myndina Groundhog day?
Kannski eru Íslendingar vitlausasta þjóð á jörðinni?? Þeir ætla að gera allt í hringi. Hring eftir hring eftir hring. Rosa uppgangur, virkja, byggja, bora, græða og grilla. Hrikaleg hamingja. Þegar menn eru svo búnir að grilla svo það flæðir út úr eyrunum á þeim þá taka timburmennirnir við. Verðmætasköpunin ekki í neinum takti við eyðsluna og gróðann og allt fer fjandans til.
Búið að kaupa allar Karen Millen dragtirnar, Prada sólgleraugun, fellihýsin og flatskjáina sem hugsast getur. Gamla fólkið eitt og yfirgefið og börnin okkar illa upp alin. Búið að fara 4x til útlanda á ári, kaupa fína bíla og fellihýsi. Taka myntkörfulán fyrir öllu draslinu og skilja svo ekkert af hverju enginn kemur að bjarga þeim.......
Sjálfstæðisflokkurinn bjó til aðstæðurnar, kapítalistarnir gernýttu sér þessar aðstæður eins og þeim einum er lagið. Nú vill enginn kannast við að bera ábyrgð á sukkinu og líklega lærum við ekki rassgat af þessu öllu saman. Réttlætingin er hafin á Mogganum og baráttan gegn alþjóðasamningum mun geysa þar sem aldrei fyrr. Ég held að ég þurfi að flytja til Evrópu. Ég meika ekki að horfa á þessa heimsku þjóð fara enn einn hringinn í að græða og grilla og virkja og eyða!
kv. Sigurlaug
Það getur hvaða hálfviti sem er stjórnað í góðæri.
Kreppan stafar af því að við létum hvaða hálfvita sem er stjórna, og nú þarf að taka til. "Maybe I should have" dugar skammt.
Skrifa ummæli