það er ekki auðvelt að vera í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. það var að sjálfsögðu vitað fyrirfram að verkefnin sem þurfti að ganga í yrðu hvorki auðveld né til vinsælda fallin. Flest þeirra hafa reyndar setið á hakanum og þau sem ráðist hefur verið í þannig unnin að samstarfið þolir ekki vinnubrögðin til lengdar ef samstarf skyldi kalla.
þetta hefur verið augljóst lengi og afsögn Ögmundar í dag er bara rökrétt framhald af því Samfylking getur ekki endalaust troðið skoðunum sínum og fyrirætlunum í kok VG án þess að eitthvað bresti. Vel má vera að ríkisstjórnin lifi þessa tilteknu orrahríð af það líf verður hvorki langt héðan ef né hamingjuríkt.
Samfylkingin er pikkföst og getur ekki fært sig til í einstefnu sinni í fang ESB og er á sjálfstýringu AGS og hlýðir í einu og öllu og ekki er pláss fyrir neinar efasemdir af hálfu samstarfsflokksins, stjórnarandstöðu né þjóðarinnar. Þetta þolir VG eðlilega ekki til lengdar og það jafnvel þó Steingrími líki vel stóllinn.
Þjóðin er að verða ESB mjög afhuga á meðan á þessu pólitíska ofbeldi í garð VG stendur og mér sýnist Samfylking vera að einangrast og að tapa lykilstöðu sinni. VG gefst upp á samstarfinu fyrr en seinna og þá er ekki í nein hús að vernda hjá Samfylkingu enda hefur flokkurinn sýnt að klækjapólitíkin skilar svo afskaplega litlu til lengri tíma.
Vinstra vorið er nú orðið að nöpru hausti og stutt í fyrsta snjóinn......
Röggi
miðvikudagur, 30. september 2009
Samfylking að tapa lykilstöðu sinni.
ritaði Röggi kl 14:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sammála þér, hún virðist ekki vera langlíf þessi ríkisstjórn, VG og Sjálfstæðisflokkur virðist vera málið en þeir láta ekki teyma sig áfram með orkuauðlindir þjóðarinnar, þannig að B og D virðist vera besti kosturinn með það í huga ... hvað ætli margir kjósi D eftir að herlög verða sett á landið ?
Förum þá loksins að þroskast sem þjóð ?
Bara að velta þessu fyrir mér ...
Skrifa ummæli