mánudagur, 9. nóvember 2009

KSÍ og siðferðið

það er þetta með siðferðið. Siðferði er skrýtin skepna sem getur verið erfitt að umgangast. Stundum gerist það að góðir menn sem mega almennt ekki vamm sitt vita "lenda" í stöðu þar sem siðferði þeirra er dregið í efa. Þá vandast nú málið....

Eða hvað? kannski er ein ástæðan fyrir því hvernig ástatt er hjá okkur sú að við erum sífellt að leita leiða til þess að koma þeim sem eru "góðir" og lenda úti á jaðri siðferðis framhjá afleiðingum þess að bregðast siðferðilega. Við viljum bara að vondu kallarnir með vonda ásetninginn fái makleg málagjöld.

Er ekki best að vera bara með eina reglu? Vissulega munu þá góðir menn og jafnvel næstum því óheppnir góðir menn komast í vanda. Allar tilraunir til að finna undantekningar á reglunni eru bara til þess fallnar að rugla systemið og brengla gildismatið.

Fjármálastjóri KSÍ notar kort sambandsins á nektarstað í vinnuferð á vegum sambandsins. Hann er "óheppinn" vegna þess að kortið er misnotað. Vissulega er það lakara en af hverju snýst umræðan um það? Hvort upphæðin sem af kortinu er dregin er 67 00 evrur eða venjulegt gjald fyrir þjónustu skiptir bara alls ekki neinu máli út frá siðferðislegum sjónarmiðum eða hvort upphæðin skilar sér til baka.

Snýst óheppni fjármálastjórans um það að vegna þess hver upphæðin var að þá komst allt upp? Þetta mál snýst um grundvallaratriði og siðferði en ekki upphæðir og svikula eigendur nektarstaða eða annarra þeirra staða sem menn kjósa að nota kort vinnuveitenda sinna í leyfisleysi.

Óheppni kemur hvergi við sögu þar og stjórn KSÍ ákvað að láta eins og siðferðið í sögunni væri aukaatriði og óheppnin aðal. Líklega vegna þess að hér er góður maður og góður fjármálastjóri sem á í hlut. Og þá vandast málið greinilega.....

Röggi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tæknileg mistök.
Fótboltinn hefur forvarnargildi þegar sótt er um framlög frá sveitarfélögum.

Nafnlaus sagði...

Sá yðar sem syndlaus er......